Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorlJ ch. 6

Þorleifs þáttr jarlaskálds 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorlJ ch. 6)

UnattributedÞorleifs þáttr jarlaskálds
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er af Þorleifi að segja að hann snýst til ferðar suður
til Danmerkur og hefir það til leiðarnests sér sem hann
ginnti af þeim í höllinni. En hversu lengi sem hann hefir á
leið verið þá létti hann eigi sinni ferð fyrr en hann kom á
fund Sveins konungs og tók hann við honum fegins hendi og
spurði hann að ferðum sínum en Þorleifur sagði allt sem farið
hafði.



Konungur svarar: "Nú mun eg lengja nafn þitt og kalla þig
Þorleif jarlaskáld."



Þá kvað konungur vísu:



Grenndi Þorleifr Þrænda

þengils hróðr fyr drengjum,

hafa ólítið ýtar

jarls níð borið víða.

Njörðr réð vestan virðum

vellstæri brag færa

brot lands galt gæti

grálega leóns báru.


Þorleifur sagði konungi að hann fýstist út til Íslands og
beiddi konung orlofs að fara þegar að vori.



En konungur sagði svo vera skyldu "vil eg gefa þér skip í
nafnfesti með mönnum og reiða og þvílíkri áhöfn sem þér
þarfast."



Nú er Þorleifur þar um veturinn í góðu yfirlæti en að
vordögum býr hann skip sitt og lét í haf og byrjaði vel og
kom skipi sínu við Ísland í á þá er Þjórsá heitir.



Það segja menn að Þorleifur kvæntist um haustið og fengi
þeirrar konu er Auður hét og væri Þórðar dóttir er bjó í
Skógum undir Eyjafjöllum, gilds bónda og stórauðigs, kominn
af ætt Þrasa hins gamla. Auður var kvenskörungur mikill.
Þorleifur sat um veturinn í Skógum en um vorið eftir keypti
hann land að Höfðabrekku í Mýdal og bjó þar síðan.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.