Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorlJ ch. 7

Þorleifs þáttr jarlaskálds 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorlJ ch. 7)

UnattributedÞorleifs þáttr jarlaskálds
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



En nú er þar til að taka er Hákon jarl er, að honum batnaði
hins mesta meinlætis en það segja sumir menn að hann yrði
aldrei samur maður og áður og vildi jarl nú gjarna hefna
Þorleifi þessar smánar ef hann gæti, heitir nú á fulltrúa
sína, Þorgerði Hörgabrúði og Irpu systur hennar, að reka þann
galdur út til Íslands að Þorleifi ynni að fullu og færir þeim
miklar fórnir og gekk til fréttar. En er hann fékk þá frétt
er honum líkaði lét hann taka einn rekabút og gera úr trémann
og með fjölkynngi og atkvæðum jarls en tröllskap og
fítonsanda þeirra systra lét hann drepa einn mann og taka úr
hjartað og láta í þenna trémann og færðu síðan í föt og gáfu
nafn og kölluðu Þorgarð og mögnuðu hann með svo miklum
fjandans krafti að hann gekk og mælti við menn, komu honum
síðan í skip og sendu hann út til Íslands þess erindis að
drepa Þorleif jarlaskáld. Gyrti Hákon hann atgeir þeim er
hann hafði tekið úr hofi þeirra systra og Hörgi hafði átt.



Þorgarður kom út til Íslands í þann tíma er menn voru á
alþingi. Þorleifur jarlaskáld var á þingi.



Það var einn dag að Þorleifur gekk frá búð sinni er hann sá
að maður gekk vestan yfir Öxará. Sá var mikill vexti og
illslegur í bragði. Þorleifur spyr þenna mann að heiti. Hann
nefndist Þorgarður og kastaði þegar kaldyrðum að Þorleifi en
er Þorleifur heyrði það ætlaði hann að bregða sverðinu
konungsnaut er hann var gyrður með en í þessu bili lagði
Þorgarður atgeirnum á Þorleifi miðjum og í gegnum hann. En er
hann fékk lagið hjó hann til Þorgarðs en hann steyptist í
jörðina niður svo að í iljarnar var að sjá.



Þorleifur snaraði að sér kyrtilinn og kvað vísu:



Hvarf hinn hildardjarfi,

hvað varð af Þorgarði?

villumaðr á velli,

vígdjarfr refilstiga.

Farið hefir Gautr að grjóti

gunnelds hinn fjölkunni,

síðan mun hann í helju

hvílast stund og mílu.


Þá gekk Þorleifur heim til búðar sinnar og sagði mönnum þenna
atburð og þótti öllum mikils um vert um þenna atburð. Síðan
varpar Þorleifur frá sér kyrtlinum og féllu þá út iðrin og
lét Þorleifur þar líf sitt við góðan orðstír og þótti mönnum
það allmikill skaði. Þóttust nú allir vita að Þorgarður þessi
hafði engi verið annar en galdur og fjölkynngi Hákonar jarls.



Síðan var Þorleifur heygður. Haugur hans stendur norður af
lögréttu og sést hann enn. Bræður hans voru á þingi er þetta
var tíðinda og gerðu útferð Þorleifs sæmilega og erfðu hann
að fornum sið en Ásgeir faðir þeirra var þá litlu andaður.
Síðan fóru menn heim af þingi og fréttust þessi tíðindi nú
víða um Ísland og þóttu mikils verð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.