Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ch. 6

Gunnars þáttr Þiðrandabana 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite ( ch. 6)

Anonymous íslendingaþættirGunnars þáttr Þiðrandabana
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um vorið eftir átti Helgi Ásbjarnarson heimanferð fyrir hendi
ofan í fjörðu og mælti áður við Þórdísi konu sína: "Svo er
háttað," segir Helgi, "að hér liggur við allt gott okkart
vinfengi hversu trú þú ert mér um mál Gunnars meðan eg em í
burtu."



Hún kvað þá vitað vera er reynt er. Síðan fór Helgi heiman.



Eitt kveld er það sagt að menn ríða að bænum í Mjóvanesi,
tólf. Þórdís húsfreyja gekk út og heimamenn hennar. Og var
þar kominn Bjarni Brodd-Helgason bróðir hennar. Hún býður
þeim öllum þar að vera.



"Það er vel boðið," segir Bjarni, "en svo er háttað að það er
erindi mitt hingað að leita eftir Gunnari Þiðrandabana er
drepið hefir frænda vorn og fóstbróður. Er mér svo sagt að
hann muni hér vera í útibúri og munum vér brjóta það upp ef
þú vilt ekki upp lúka."



Þórdís svarar: "Þú skalt eigi svo að þessu fara bróðir og
máttu þó hafa þitt erindi. En ver hér í nátt frændi og er þá
frændsamlega gert við mig. Og var mér Þiðrandi svo ásthugaður
að mér þætti því betur sem hans væri fyrr hefnt og því hefir
Helgi bóndi minn við mér séð í vetur því að hann vissi það að
eg vildi Gunnar feigan mann. Og þess skulum við á leita áður
þú ferð héðan."



Þeir Bjarni stigu af hestum sínum og voru þar um náttina.
Sendir Þórdís tvo menn í byggðina og stefnir að sér mönnum.
Um morguninn komu þar þrír tigir manna, nábúar hennar og
vinir Helga. Bjarni stendur í klæði sín um morguninn og sagði
svo að hann vill að systir sín selji fram Gunnar.



Þórdís svarar: "Eigi veit eg bróðir hví þú vildir með slíku
fara að sækja heim systur þína og unna mér svo ills hlutar að
selja þann mann undir vopn þín er bóndi minn seldi mér til
geymslu og á eg ekki þann mun ykkar að gera. Og mun þér allt
annað betur fara en þetta og muntu eigi fá vald á Gunnari að
sinni nema þú vinnir fullt til."



Bjarni svarar: "Nú erum vér við brögð um komnir og kanntu
annað að mæla frændkona en þér er í skapi."



Fer Bjarni í burt þaðan við svo búið. Þórdís gengur nú til
útibúrs þess er Gunnar var í og lýkur upp og spurði hversu
hann hygði til að ganga á vald Bjarna. Gunnar svarar og kvað
það mundu ekki reynt ef Helgi bóndi væri heima.



Þórdís svarar: "Og eigi skal enn reyna það," segir hún.



Gunnar þakkaði henni. Nú kom Helgi heim og er honum sagt
hversu þetta hefir farið.



Helgi svarar: "Vissi eg að eg var vel kvæntur og er það vel
að hún sagðist í ætt sína."



Nú var Gunnar þar um sumarið með Helga og það sumar varð hann
sekur á þingi og lét Þorkell Geitisson sækja hann til sekta.



Og eigi miklu síðar tókust til skipti þeirra Helga
Ásbjarnarsonar og Gríms Droplaugarsonar, að Helgi var veginn,
og þá sagði Þórdís að hún vill senda Gunnar vestur til
Helgafells til Guðrúnar Ósvífursdóttur til halds og trausts
og skildi hún vel við hann. Og kom hann vestur þangað í það
mund er Guðrún var föstnuð Þorkeli Eyjólfssyni.



Það sumar er Gunnar reið til Helgafells reið Þorkell
Geitisson ofan í Njarðvík og ætlaði að taka upp sektarfé
Gunnars. Þeir bræður riðu í mót honum við nokkura menn,
Þorkell og Eyjólfur Ketilssynir.



Eyjólfur mælti til Þorkels Geitissonar er þeir fundust: "Þú
munt ætla að taka sektarfé Gunnars."



"Það er ætlan," segir Þorkell.



"Bæði er féið mikið og gott," segir Eyjólfur, "en það vil eg
segja þér að féið er allt á brottu af Íslandi og skaltu
öngvum peningi ná."



Þorkell skilur að þetta mun satt vera og skilja þeir við svo
búið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.