Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ch. 5

Gunnars þáttr Þiðrandabana 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite ( ch. 5)

Anonymous íslendingaþættirGunnars þáttr Þiðrandabana
456

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er að segja frá þeim Þorkeli að þeir fóru fram úr stofunni
og voru nú inni byrgðir og komust út og þó heldur seint. Og
er þeir koma út var Sveinki kominn heim í túnið og hafði þá
rekið lömb sín neðan frá sjó.



Þorkell mælti: "Óvináttu gerir þú til vor eða hvað hefir þú
nú gert af Gunnari?"



"Til Gunnars kann eg ekki að segja," segir Sveinki, "en ekki
er þess örvænt," segir Sveinki, "að eg láti nokkurn prett
koma í mót óspektarferðum slíkum."



"Förum nú ofan til sjóvar," sagði Þorkell.



"Það má vel," segir Sveinki.



Þá komu þeir til skipsins það er hvolfdi.



Þá mælti Þorkell: "Fylgsni væri það að fara hér undir
skipið."



Sveinki mælti: "Því em eg vanur að geyma þar undir skipreiða
minn eða hví fer eigi nokkur yðar inn undir skipið og
rannsakið enn hér? Ella fer eg ef þér þorið eigi."



Síðan fór hann inn undir skipið. Þá lagði Þorkell upp undir
skipið og kenndi að kvikt var fyrir og lagði í lær Gunnari.



Og er Sveinki sá það þá brá hann hnífi og stakk í lær sér
áður hann fór undan skipinu og sneri hnífinum svo sem með
spjóti hefði lagt verið og mælti er hann kom út: "Ekki hygg
eg að þér hafið hlíft mér í þessari ferð og það ætla eg, ef
jafnir málendur eru að, að þessa mundi eigi óhefnt."



Þorkell mælti: "Ekki vildi eg þér mein hafa gert en varla
vitum vér hver svipan í er."



Síðan gengu þeir Þorkell heim til bæjar og rannsökuðu enn og
fóru í burt síðan.



Þá mælti Sveinki við Gunnar: "Á brott munum við nú héðan
leita og margra bragða verðum við nú í að leita og veit eg
eigi hvað drjúgast úr gerir með oss."



Síðan fylgdi hann honum heim í fjóshlöðu og tók þar laust hey
úr stálinu er holt var innan og býr þar um sem vandlegast. Þá
er Gunnar var þar í kominn þá stóð Sveinki fyrir og duslaði
þar. Þá hvarf Þorkell enn aftur og kom þá enn til hlöðunnar.



Sveinki spurði hverju gegndi enn um þeirra ferð "er hér
gengur á öngvu nema á rannsóknum."



Þorkell kvaðst eigi vita við hver brögð er þeir voru í komnir
en kvaðst eigi nenna að leggja hann við velli að óreyndum
sökum.



Sveinki svarar: "Þess er að von að þér megið drepa mig en
þykja mun það skjótræði mikið að saklausu en þess mun eg á
leita að hafa mann fyrir mig áður en eg hníg að grasi."



Og þá skilur með þeim og fóru í burt.



Þá mælti Sveinki: "Í burt skulum við enn héðan og ofan til
sjóvar eftir nautaferlinum."



Og er þeir koma ofan til sjóvar þá mælti Sveinki: "Hólmur
liggur hér fyrir landinu sem þú sérð og er það mikið sund ef
þú værir heill og ósár en nú er það enn meiri mannraun.
Þangað vildi eg að þú legðist út í hólminn ef þú þykist til
fær og verður þú nú að reyna þrótt en eg skal sækja þig þegar
er óhætt er."



Gunnar kvað honum vel fara "og væri mér vandlaunuð þessi
liðveisla. En á það munum við hætta að eg leggist til
hólmsins og þótt nokkuru væri lengra."



Gunnar leggst nú út í hólminn með öllum vopnum sínum og
gengur honum það vel og var stirður mjög. Eftir það lagðist
hann þar niður og grefur sig í brúkið og firrir sig svo við
kulda.



Og er Sveinki þykist vita að Þorkell er á brottu þá reri hann
skipi sínu út til hólmsins og hitti Gunnar og kvað mál vera
að veita honum nokkura hjálp. Gunnar var þá mjög dasaður svo
að hann gat varla gengið. Sveinki flutti hann heim til sín og
var hann þar nokkurar nætur og hvíldi sig.



Þá mælti Sveinki: "Nú munu hér eigi verða langvistir þínar
því að eg ber eigi traust til að halda þig hér og því vildi
eg senda þig á fund Helga Ásbjarnarsonar vinar míns. Og vil
eg að þú komir þar á náttarþeli og skaltu ganga að
norðurdyrum að húsi því er Helgi sefur í og er það siðvenja
þeirra manna er hann sækja að trausti að klappa á þær dyr.
Gengur hann þá sjálfur til dyra. Og oft hafa þessi dæmi
orðið."



Síðan vísaði Sveinki Gunnari á leið og sagði hvar hann skyldi
fara og skildu við svo búið.



Gunnar fór til þess er hann kom í Mjóvanes. Þar bjó Helgi þá.
Gunnar drap á norðurdyr á húsi því er Helgi svaf í.



Helgi vaknaði og mælti: "Skjóls þykist sá þurfa er þar ber."



Helgi gengur út sjálfur og kvöddust þeir. Gunnar segir honum
allan sinn málavöxt og orðsending Sveinka og jarteiknir að
sanna sögu hans.



Helgi svarar: "Eigi er sá forsjálaus er Sveinki hjálpar. Nú
mun eg eigi við þér taka því að mjög standast hugir vorir í
móti. En þó á eg margt gott Sveinka að launa og gakk inn í
útibúr mitt."



Þar var Gunnar um veturinn og vel haldinn.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.