Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 63

Þorgils saga skarða 63 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 63)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
626364

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En er þeir höfðu talað um hríð kom þar ríðandi Brandur ábóti og með honum Böðvar úr Bæ mágur hans. Voru þeir fimm saman. Tóku menn við honum blíðlega. Ábóti var fár við Þorgils. Þótti honum illa er hann hafði farið með skari nokkuru að Böðvari í Bæ. Ábóti hafði vitað ferð Þorvarðs. Tók Þorvarður þá að leita liðveislu við Þorgils að hann veitti honum til hefndar eftir Odd bróður sinn við þá Hrafn og Eyjólf, taldi þar til frændsemi við þá Odd en eigi síður það er þeir Hrafn og Eyjólfur höfðu sýnt við Þorgils og að engi maður mundi sæmdum sínum halda meðan þeirra uppgangur væri og eigi yrði lægður þeirra ofstopi og ójafnaður með nokkuru tilfelli. Sótti eg því, segir Þorvarður, þig að ráðum að mér þótti þú glíkastur til nokkurar liðveislu hér um. Muntu nú og sjá þann afla er eg hefi fengið af Austfjörðum og vænti eg að góða raun muni gefa. Er það þó mjög lítið móti slíku ofurefli sem við er að skipta. Mun eg það sýna vilja að mér þykir betur að þú styrkir mig til þessa. Þorgils mælti: Mér líst meira vandkvæði á þessum hlut en eg geri hér um skjóta úrlausn. Vil eg ráðast hér um við herra Brand ábóta og Sturlu frænda minn og aðra vini mína. Gengu þeir þá báðir Þorgils og Sturla og kölluðu þeir þá til Brand ábóta. Þorgils kallaði til með sér Einar og Þórð. Ábóti kallaði til með sér bróður Heming og Böðvar úr Bæ. Spurði þó ábóti fyrst að sættum þeirra Þorgils og Egils og segir Þorgils honum þar frá. Ábóti mælti að vel væri þótt Borgfirðingar hlytu þungt af Þorgilsi því að þeir voru þá illa er hann var góðs frá þeim verður. Þorgils tjáði þá fyrir ábóta beiðslu Þorvarðs og alla þeirra viðræðu. Bað hann leggja til heilræði með sér hverju hann skal svara um þetta vandræði: Mun eg yður best til trúa að þér munuð til hafa vit og góðvilja að ráða hér um. Ábóti svarar skjótlega: Letja vil eg þig og alla frændur mína og vini að fara með ófriði á annarra manna sveitir. En eigi skal Þorvarður það ætla og eigi þú að eigi forþykki mér það í drápi Odds frænda míns þar sem hann var kasaður í urð sem melrakki eða þjófur en mér er það bannað að eiga nokkurn hlut í mannráðum eða nokkurs kyns ófriði. En það er þér eigi verra að vera eigi einum saman ef þér þykir þess von að þú munir eigi um kyrrt sitja. Eða hvað leggur þú til Böðvar? Fátt kann eg til slíks að leggja, segir Böðvar, en það vildi eg að þeir Hrafn og Þorgils yrðu góðir vinir en óspar er mér Eyjólfur til ófara ef svo mætti verða því að hann varð hér allóvinsæll í héraði í sumar. Er mér lítil von að Þorgils sitji um kyrrt þegar þeir mega við komast. Þá svarar Sturla: Eigi þykir það vandalaust að veita Þorvarði að ráða með honum í fjarlægar byggðir eða sveitir með lítið lið. En vér trúum hvorumtveggjum illa, Borgfirðingum og Dalamönnum. En vér höfum lið fátt en búið illa. Þorvarður sýnir nú og allan sinn styrk. Vænist hann og öngra manna liðveislu. Má þá sjá hversu óráðlegt er að fara með alllítinn afla á svo stórar sveitir. Eða hvað viltu Þorgils til mæla við Þorvarð ef þú vilt nokkurn kost á gera? Það er knefað, segir Þorgils, að eg vil hafa Skagafjörð og sveitir norður að Hrútafirði þó að Þorvarður sættist við Hrafn og Eyjólf eða ellegar förlast þeir með öðru móti. Ábóti svarar: Betur ynni eg þér Þorgils að njóta Skagafjarðar, ættleifðar vorrar, en þeim sem að nú hafa. En eigi vil eg fýsa þig ferðar því að mér þykir eigi laust fyrir liggja. Spratt ábóti þá upp og bað að verða skyldi guðs vilji. Mæltu þá sumir menn að honum hlypi kapp í kinn því að hann var dreyrrauður á að sjá og mælti þetta er hann gekk í brottu: Hart er það að vér skulum bera frændur vora göfga bótalausa fyrir bóndasonum og svo mundi þykja Ormi bróður mínum ef hann lifði. Nú gekk Þorgils til Þorvarðs. Sótti Þorvarður þá enn um liðveislu við Þorgils með framboðnum fégjöfum og öllum þeim sæmdum sem hann mætti honum veita og að leggja líf sitt við hans nauðsyn ef hann kynni þess að þurfa, kvað þá eigi skyldu skilja meðan líf þeirra væri, við hverja menn sem skipta væri. Þorgils mælti: Með bænastað þínum Þorvarður og fögrum framheitum um liðveislu og aðra hluti má eg gera kost á því að fara norður til sveita við það ef Sturla vill fylgja mér og skiljast eigi fyrr við þig en þessi mál lúkast með einhverju móti. Þá mælti Sturla: Fylgja mun eg þér frændi hvert á land sem þú vilt fara svo sem eg hefi heitið við hverja sem að eiga er. En litlu ráði þykir mér sæta ferð þessi að fara norður um land með svo lítið lið og lítt búið því að sumir hafa nokkur vopn en sumir engi og þó lítt hestabirgir. Þorgils mælti: Veit eg frændi að þér mun vel fara. Þykist eg þinna ráða mjög þurfa þar sem þú ert kallaður hinn vitrasti maður. Þykir mér og þig til draga nokkuð fyrir þann skaða óbættan er þú hlaust í brennu á Flugumýri og drápi Halls mágs þíns. Þykir mér Þorvarður eiga þeim öllum góðu að launa er í þessa ferð ráðast. Vil eg og spyrja Einar og Þórð mág minn hvort þeir vilja fylgja mér í þessa ferð. En fylgdarmenn mína og þingmenn þykist eg frjálsa eiga til fylgdar við mig. Þeir segja að þeir mundu fylgja Þorgilsi en þótti Þorgils þurfa að honum ynnist nokkuð til sæmdar ef ferð þessi tækist vel. En margir mæltu það að farið hefðu flatt fyrir þeim Hrafni og Eyjólfi þótt vænna hafi til hætt. Lauk Þorgils þá upp fyrir Þorvarði hvern hann mundi á gera. Vil eg, segir hann, hafa Skagafjörð og þau ríki er vestur eru þaðan ef þeir Þorvarður ættu að ráða sem flestum þótti ólíklegt. Og að þeirri einni sætt ganga skyldi Þorvarður sem Þorgils léti sér vel að getast og hann þættist sæmdur af. Var þá sagt Brandi ábóta og Egli og Böðvari. Vildi ábóti eigi til ganga og kvaðst fullkomlega vilja letja fararinnar: Mun hér mörgum manni saklausum vera misgert í þessi ferð svo að ósæmilegt er að eg leggi þar samþykki til og má vera að mér kenni heiftar um suma menn svo að eg fái eigi allra orða gætt sem skyldi ef eg tala margt til. Egill vildi og eigi til ganga sakir vináttu við Hrafn. Þorvarður játti því öllu sem hann var beiddur. Tóku þeir Þorgils þá höndum saman og skildi Sturla fyrir handlagi. Hét Þorvarður og Þorgilsi sinni liðveislu með frændsemi svo sem hann ynnist til meðan þeir væru báðir uppi. Var nú ráðin norðurferð þeirra og skildu að því. Þorgils reið í Reykjaholt og með honum þrír tigir manna. Ábóti reið í Bæ en Sturla í Ás. Þórður reið ofan eftir Reykjadal því að hann átti þar von hests. Brandur ábóti mælti að þeir Þorgils mundu finnast um daginn eftir.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.