Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 62

Þorgils saga skarða 62 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 62)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
616263

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Riðu þeir Þorgils þá upp til Reykjaholts. Höfðu þeir þá spurt að Egill var heima. Ætlaði Þorgils að þá skyldi greiðast um mál þeirra Egils. Þeir Þorgils komu upp í Reykjaholt þá er mjög var morgnað. En það bar saman að þeir riðu frá Grímsstöðum og maður gekk út í Reykjaholti sá er Koðrán hét og var kallaður skröggur. Hann sá ríða marga menn vopnaða eftir götunni frá Grímsstöðum og riðu heldur mikinn. Hann hljóp inn og sagði Egli að fjöldi vopnaðra manna reið að garði. Hljóp Egill þá upp og geymdi eigi að klæðast og tók kirkjulykil og mælti: Þar mun vera Þorgils frændi og eigi horfinn heimsóknum við mig. Komst Egill í kirkju og lauk aftur hurðinni. Þorgils gekk upp að kirkjudurum. Var þar Þórður prestur kominn fyrir kirkjudyrin og heilsaði Þorgilsi. En hann tók vel kveðju hans og spurði hann brátt að Egli hvort hann væri heima. Prestur segir að hann var heima og þá í kirkju kominn. Þorgils mælti: Satt muntu segja og kvaðst séð hafa veslinginn er lauk kirkjuhurðinni og sýndist sem eigi væri klæðmargur. Prestur mælti: Eigi veit til hvers happs hætti þó hann hefði beðið Þorgils minn. Þorgils gekk þá til manna sinna, bað þá af baki stíga og bauð þeim öllum þar að vera, látið hesta yðra ganga í tún. Sturla kvað eigi það ráð að gera það því að Pétur postuli á töðuna og hefir hann ekki til saka gert við Þorgils. Einar bóndi og Bergur báðu menn af reka hestana vellinum og Þorgils bauð þeim um að þeir mundu fá menn til að annast hestana. Þeir segja svo vera skyldu. Voru þá hestar reknir af túni og gætt út í nesjum. Menn sveimuðu þá þegar inni um húsin og fundu drykk í kjallara Egils og sögðu Þorgilsi og vildi hann eigi að drukkinn væri. Vil eg, segir hann, öngvu spilla láta. Fóru þá menn í milli þeirra Þorgils og Egils, Bergur Ámundason og Þórður prestur. Stóðust þeirra þykkjur fjarri. Þóttist Egill eiga á Þorgilsi stórsakir fyrir heimsókn þá er hann hafði þangað farið þá er Þorsteinn var handhöggvinn. Áttu þá margir menn góðan hlut að. Var einn af þeim Sturla Þórðarson frændi þeirra, Einar Halldórsson, Bergur Ámundason, Þórður prestur. Var Þorgils þá svo þver að hann sagði svo að hann skyldi þar það hervirki gera að Egil ræki allan aldur minni til þótt hann héldi lífi. Töldu menn þá um fyrir Agli að meiri von væri að hans hluti mundi þá því meir við brenna sem lengur stæði misþykkt þeirra. Lét Egill þá beiða sér griða og það fékkst. Gekk hann þá úr kirkju. Töluðust þeir frændur þá við. Bauð Egill dóm Sturlu á málum þeirra. Taldi hann á Þorgils margar sakir og svo um staðarábúð og fjárauðn þá sem orðið hafði um veturinn er Þorgils tók við búinu og ógreidd stóð og aðför í Reykjaholti og slíkar fjártökur sem þá höfðu orðið um veturinn. Þorgils taldi á Egil ótrúnað mikinn og fjörráð, kenndi honum og mest af óþokka þeim er héraðsmenn höfðu til hans um veturinn er hann var í Reykjaholti. En hvað sem þar var um talað þá varð það að lyktum að Egill gekk til handa við Þorgils og seldi honum sjálfdæmi. Skyldi hann skipa öllum málum þeirra sem hann vildi. Lögðust þeir Þorgils þá til svefns og allur flokkur þeirra nema þeir menn er vöktu en Egill bjó til greiða. Og er Þorgils vaknaði lét hann syngja sér messu De Sancta Margareta. En er tíðum var lokið gengu þeir í stofu. Var hún vel tjölduð og upp settir bjórar. Var þá Egill hinn glaðasti og beini hinn besti og drukkið nokkuð af alþjóð. En er menn voru mettir lét Egill kalla Þorgils og Sturlu í litlustofu og svo margt manna svo að stofan var full. Var þá drukkið fast og veisla hin besta. Tjáðu menn þá fyrir Þorgilsi hversu vel Egli fór. Hann tók því vel og lét sér finnast um fátt. Í þenna tíma kom Högni Böðvarsson úr Bæ og nokkurir menn með honum. Hann segir að herra Brandur ábóti hafði verið um nóttina að Lundi í Reykjardal og hann var þá kominn í Bæ og hafði Böðvar því eigi þangað riðið að hann vildi ríða með ábóta þangað að áliðnum degi. Þorgils tók blíðlega við Högna og skipaði honum upp hið næsta sér. En er kom að nóni dags komu þangað tveir menn. Þórarinn hét annar en annar Jörundur gestur. Þeir voru sendir af Þorvarði Þórarinssyni, sögðu að hann var kominn ofan að Rauðsgili. Vildi hann að Þorgils kæmi til móts við hann og töluðu um ráðagerðir sínar. Segja þeir að Þorvarður var með tíu tigi manna. Brá Þorgils við þegar og bað leggja á hesta. En er menn voru búnir lét Þorgils kalla til sín Egil. Gengu þeir á tal. Var þar við Sturla og Einar og Bergur Ámundason og Þórður Hítnesingur. Sagði Þorgils þá upp gerð með þeim Agli. Var það fyrst að Egill skyldi gjalda staðnum að Reykjaholti fé það allt er eyðst hafði þann vetur er Þorgils átti þar bú. Þorgils skyldi rakna láta það sem tekið var í Reykjaholti hið fyrra sinn. Egill skyldi og öngvum manni veita í mót Þorgilsi en gera honum njósn ef hann vissi honum háska von. Þorgils hét Egli trausti sínu hvar sem hann kæmi því við. Á hvorigan voru þar fégjöld skild. En þaðan af skyldu þeir fella saman frændsemi þeirra og fulla vináttu. Og héldu þeir það vel. Þóttust menn það brátt finna að Egill undi vel við. Þorgils kvaddi Egil að hann skyldi ríða með til móts við Þorvarð. Egill bauð honum þangað um kvöldið og þeim mönnum sem hann vildi. Riðu þeir þá til Rauðsgils og var Þorvarður þar fyrir. Var með honum Finnbjörn og Ögmundur Helgason, Magnús og Helgi Helgason, Sumarliði hinn sterki, Þorgeir og Oddur og Ögmundur prjónn, Ólafur frá Bustarfelli. Gengu þeir þá á tal Þorgils og Þorvarður frændur og Sturla og nokkurir menn, töluðu þá um með sér hvað í milli hafði farið um veturinn og greindi þá þar lítt á.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.