Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 14

Reykdœla saga 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 14)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
131415

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður hét Narfi. Hann var frændi þeirra Vémundar og bjó í
Laxárdal.



Svo er sagt að maður hét Hallsteinn og var Þengilsson. Hann
bjó á þeim bæ er að Höfða heitir. Hann átti dóttur er Þóra er
nefnd. Hennar bað Helgi son Þorbjarnar úr Árskógi og var hún
honum föstnuð og á kveðin brullaupsstefna og skal Hallsteinn
inni hafa boðið.



Svo er sagt að Vémundur kom að máli við Narfa frænda sinn og
taldi um fyrir honum að honum væri það til að kvænast og
kveðst hann vera mundu fulltingsmaður að ef hann vill og
nefnir til Þóru dóttur Hallsteins í Höfða.



Narfi kvað það vera óvænt stofnað "því að hún er áður," segir
hann, "föstnuð Helga úr Árskógi. En líkar mér," segir hann,
"kvonfangið ef þú mátt ná til handa mér þessi konunni."



Og um haustið fara þeir Vémundur tíu saman út í Höfðahverfi á
þann bæ er heitir á Bárðartjörn. Þar bjó sú kona er Ísgerður
hét. Þeir taka þar gisting. Hún var fyrir sér og fjölkunnig
mjög og svo er sagt að hún var vinkona Vémundar.



Hún lagði þau ráð til að þeir færu til nausta og biðu þar ef
nokkura veiði bæri í hendur þeim um morguninn og kvað þá koma
mundu brúðmennina: "Mun eg," segir hún, "vera í umsjá um
yðvart mál."



Og nú fara þeir Vémundur sem fyrir þá var lagt.



Steinfinnur hét maður. Hann var fróður maður og fjölkunnigur
nokkuð. Honum Steinfinni var boðið til boðsins til skemmtanar
mönnum.



Svo er sagt að brúðurin sat í dyngju sinni um daginn og margt
kvenna hjá henni. Og þá er búið var til að þær komi inn
konurnar þá sendi Hallsteinn húskarl sinn eftir þeim að þær
færu inn úr dyngjunni. Húskarlinn tók í hönd henni og leiddi
hana eftir sér. Og er þau komu út þá gerði á myrkur svo mikið
að þau máttu ekki sjá frá sér. Og þá var húskarlinn sleginn
mikið högg meðal herðanna og um höfuðið en bylur mikill kom
að henni svo að hún fauk í einu allt ofan til naustanna. Þá
kom kall mikið í naustdyrnar og var um rætt að þeir skyldu
hafa hendur á henni Þóru ef þeim væri svo mikið um að
varðveita kost hennar sem þeir höfðu látið. Þeir Vémundur
hlaupa nú úr naustdyrum og fara á bak. Vémundur setur Þóru í
kné sér og riðu þeir nú á brott með brúðina og fara þar til
er þeir koma í Fnjóskadal og mjög svo til Þverár. Þar bjó sá
maður er Gunnsteinn hét. En þá dvaldist ferð þeirra og var
það af fjölkynngi Steinfinns sem enn mun sagt verða síðar.



Þeim Hallsteini þótti í óvænt efni komið vera þá er
húskarlinn sagði þeim sögu sína að hann var lostinn mikið
högg en brúðurin á brott tekin. Og þá segir hann gera svo
mikið myrkur að aldrei vissi hann hvert hún hvarf. En þeir
Hallsteinn þóttust það vita að af fjölkynngi mundi verið hafa
myrkrið og af ráðum Vémundar ætluðu þeir þetta mundi verið
hafa og ræddu margt um þetta sín á milli.



Svo er frá Steinfinni að segja að hann sat upp og horfir í
jörðina fyrir sig fram og mælti við engan mann. Þá spyrja
þeir ef hann þættist nokkuð til vita hvað af Þóru var orðið.
En hann kveðst það gjörla mega vita og sagðist þó eigi munu
segja þeim nema þeir gefi honum til þrjár merkur silfurs.
Þeir sögðu að það þótti þeim lítið til að vinna ef nokkuð
mætti þá þessi svívirðing af þvost þeirra máli en Helgi segir
það fé vel komið er honum var gefið. Steinfinnur sagði mörgum
mein að heimskunni og kallar það óviturlegt er þeir þóttust
ekki til vita hvað af brúðinni var orðið.



Og nú segir Steinfinnur að Ísgerður hafði þar komið frá
Bárðartjörn og rekið fótaskinn sitt um höfuð honum
húskarlinum "og af því varð myrkrið og svo vindurinn sá er
henni feykti ofan til naustanna."



Hann segir að þeir Vémundur höfðu þar verið í naustinu "og
tóku þeir við Þóru og reiddu brott."



Og nú kvað hann heldur mundu seinka ferðinni þeirra Vémundar.



Helgi fór nú við tuttuganda mann en þeir voru allir eftir,
Hallsteinn bóndi og Steingrímur og Þorbjörn úr Árskógi faðir
Helga. Nú fara þeir Helgi og finna þá Vémund við Þverá og sló
þegar í bardaga þar í brekkunni við þá Vémund og hans
förunauta. Þar féllu þrír menn af liði Vémundar en tveir af
Helga. Húskarl Gunnsteins frá Þverá var þar skammt brott frá
er þeir börðust. Hann hljóp heim og sagði Gunnsteini til en
hann fór þegar að skilja þá og sagði að hann mundi Vémundi
veita ef Helgi vildi eigi frá hverfa með festarkonu sína. Og
nú skiljast þeir. Fór Helgi heim með konuna og gerði brullaup
til hennar.



Vémundur fór til Áskels og sagði honum til svo búins og varð
Áskell illa við og þótti hann mjög klæmst hafa til þessa máls
og kvað hann jafnan láta skammt á milli óspektanna. Og nú
sendir Áskell enn orð Eyjólfi Valgerðarsyni að hann komi til
móts við hann og fyndust að Hálsi. Og nú tala þeir um málin
og var sú gerð þeirra að jafna saman vígunum en víg Narfa
skal koma fyrir heimsóknina og brotttöku konunnar með en
hinir mennirnir fjórir skulu vera jafnir er þar féllu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.