Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞUxaf ch. 10

Þorsteins þáttr uxafóts 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞUxaf ch. 10)

Anonymous íslendingaþættirÞorsteins þáttr uxafóts
91011

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það er að segja að Styrkár talaði við Þorstein og spurði
hvort hann vildi fara með honum á Heiðarskóg. Þorsteinn lést
búinn þeirrar ferðar. Bjuggust þeir einn morgun snemma og
fóru á skíðum upp á fjall og linntu eigi fyrr en þeir komu að
kveldi dags til eins sæluhúss og ætla þar að vera um nóttina.
Skiptu þeir þá verkum. Skyldi Þorsteinn vatn sækja en Styrkár
eld kveikja.Þorsteinn gengur þá út og tók upp spjót er Styrkár hafði
gefið honum og vatnsfötur í aðra hönd og er hann kemur mjög
til vatnsins sá hann stúlku ganga með vatnsfötur. Hún var
ekki foraðs há en ógnar digur og er hún sér Þorstein kastar
hún niður fötunum og bregður við hart og hleypur aftur á veg.
Þorsteinn lætur og eftir sínar vatnsfötur og hleypur eftir.
En er stúlkan sér það rykkir hún hart undan. Hleypur þá hvort
sem getur og dregur þá hvorki sundur né saman með þeim.
Gengur þessu þar til er Þorsteinn sér skála standa mjög
stóran og rammgervan. Þar hleypur þessi stúlka inn í og
skellir aftur hurðu. En er Þorsteinn sér það skýtur hann
eftir henni spjótinu og kemur í skálahurðina og flýgur í
gegnum hurðina.Þorsteinn gengur þá að skálanum og inn í, finnur spjót sitt á
gólfinu en ekki sér hann til stúlku sinnar. Honum verður
gengið innan um skálann og þar til er hann kemur að einni
lokrekkju. Þar brann ljós á kertistiku. Þorsteinn sér að kona
liggur í sænginni, ef konu skyldi kalla. Hún var bæði há og
digur og að öllu tröllsleg. Hún var stórskorin mjög í andliti
en álits bæði svört og blá. Hún lá í einum silkiserk. Hann
var því líkastur sem hann væri þveginn í mannablóði. Flagðið
var þá í svefni og hraut ógurlega hátt. Skjöldur og sverð
hékk uppi yfir henni. Þorsteinn steig upp á rekkjustokkinn og
tók ofan sverðið og brá. Hann fletti þá klæðum af flagðinu.
Sá hann þá að hún var öll alloðin nema einn díli undir hinni
vinstri hendi sá hann að snöggur var. Það þóttist hann vita
að annaðhvort mundi hana þar járn bíta eða hvergi
annarstaðar. Hann leggur sverðinu á þessum sama flekk og
fellur á hjöltin. Sverðið bítur svo að oddurinn stóð í
dýnunni. Kerling vaknaði þá og eigi við góðan draum og
fálmaði höndunum og spratt upp. Þorsteinn hefir allan einn
rykkinn að hann slökkvir ljósið og stökkur upp yfir flagðið í
sængina en hún hleypur fram á gólfið og ætlar að vegandinn
muni til dyranna leitað hafa en er hún kemur þar sæfist hún á
sverðinu og deyr.Þorsteinn gengur þá að henni og kippir burt brandinum og
hefir með sér. Hann gengur þá þar til er hann kemur að hurðu.
Hún var greypt í stokk og hnigin eigi allt í klofa. Hann sá
mikinn mann á palli sitja og mjög stórskorinn og héngu yfir
honum öll herklæði. Á aðra hönd honum sat mikil skessa og
illileg og ekki alleldileg. Piltar tveir léku á gólfinu. Þeim
var sprottið hár úr kolli.Skessan tók til orða: "Hvort syfjar þig Járnskjöldur faðir?""Eigi er Skjalddís dóttir. Liggja á mér hugir stórra manna."Hann nefndi þá piltana, annan Hák en annan Haka, og bað þá
fram ganga til Skjaldvarar móður sinnar og vita hvort hún
vekti eða svæfi.Skjalddís svaraði: "Óráðlegt er faðir að senda ungmenni í
myrkri því að eg vil segja þér að eg sá í kveld hlaupa tvo
menn ofan af fjalli. Þeir eru svo fóthvatir að eg hygg að það
sé fátt af vorum mönnum að þeim standist.""Eigi þykir mér á því liggja," segir Járnskjöldur, "því að þá
eina menn sendir konungur hingað að eg óttast þá ekki því að
það er einn maður að eg hræðist en sá heitir Þorsteinn og er
Oddnýjarson utan af Íslandi en svo er sem mér hangi blað
fyrir auga um öll mín forlög hvað sem því veldur.""Ólíklegt er það faðir," segir hún, "að sá Þorsteinn komi
nokkurn tíma á Heiðarskóg."Piltarnir gengu nú fram en Þorsteinn veik sér frá. Þeir
hlaupa fram og út.En er nokkur stund var liðin tók Skjalddís til orða: "Fram
fýsir mig að ganga."Nú hleypur hún fram á hurðina hart og heimslega. Þorsteinn
snýr þá undan en er hún kemur að útidyrum þá fellur hún um
móður sína dauða. Henni verður þá kalt og kynlegt við. Hún
hleypur þá út úr skálanum. Í því kemur Þorsteinn að og höggur
af henni höndina með sverðinu Skjaldvararnaut. Hún vill þá
inn aftur í skálann en Þorsteinn ver henni dyrnar. Hún hafði
skálm í hendi. Þau sækjast um hríð en svo lýkur með þeim að
Skjalddís fellur dauð. Í því kom Járnskjöldur út. Hann hafði
brugðið sverðið í hendi, bæði bjart og biturlegt, svo að
Þorsteinn þóttist ekki slíkt séð hafa. Hann höggur þegar til
Þorsteins. Hann veik sér við höggið og varð þó sár á læri.
Sverðið renndi niður í völlinn allt upp að hjöltum. Laut
Járnskjöldur þá við en Þorsteinn reiddi upp sverðið
Skjaldvararnaut bæði hart og títt og höggur til Járnskjaldar.
Það högg kom á öxlina, tók af höndina og fótinn. Féll
Járnskjöldur þá við. Þorsteinn lætur þá skammt stórra höggva
í milli og höggur þá af honum höfuðið.Eftir það gengur Þorsteinn inn í skálann en er hann gengur
inn varð hann eigi fyrr var við en hann var gripinn upp og
færður niður. Þorsteinn finnur þá að þar var komin Skjaldvör
kerling og var þá sýnu verri viðureignar en fyrr. Hún
greyfðist þá niður að Þorsteini og ætlar að bíta sundur í
honum barkann. Þorsteini kemur þá í hug að sá mun mikill vera
er skapað hefir himin og jörð. Hafði hann og heyrt margar
sögur og merkilegar frá Ólafi konungi og þeirri trú er hann
boðaði, heitir nú af hreinu hjarta og heilum hug að taka við
þeirri trú og þjóna Ólafi meðan hann lifði, ef hann kæmist
heill og lífs í brott, af allri kunnáttu. Og er hún ætlaði
tönnum að víkja að barka Þorsteins en hann hafði staðfest
heitið kemur geisli inn í skálann ógurlega bjartur og stendur
þvert framan í augun kerlingar. Við þá sýn varð henni svo
illt að dró úr henni mátt og magn allt. Hún tók þá að geispa
niðörklega. Hleypur þá úr henni spýja og ofan í andlit
Þorsteini svo að nálega hélt honum við bana af illsku og óþef
þeim er af stóð. Þykir mönnum og eigi örvænt að í brjóst
Þorsteini muni af komið hafa nokkur partur sakir þess að
mönnum þykir sem hann hafi eigi síðan dygglega einhamur verið
hvort er því veldur meir spýja Skjaldvarar eða það að hann
var út borinn. Liggur nú hvorttveggja þeirra í milli heims og
heljar svo að þá mátti hvorki upp standa.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.