Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞTjald ch. 2

Þorsteins þáttr Tjaldstœðings 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞTjald ch. 2)

UnattributedÞorsteins þáttr Tjaldstœðings
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá var Haraldur hinn hárfagri konungur yfir Noregi og hafði
mjög lagt land undir sig að sköttum. Hann heimti til sín þann
mann er Þórormur hét og var konungs frændi og bjó í Þrömu.



Konungur mælti: "Eg veit að ei hafa skattar goldist af
Þelamönnum. Nú vil eg að þú heimtir af Ásgrími syni Úlfs
hersis því að öngum gef eg upp mína skuld. En það hefi eg
sannfregið að þeir feðgar hafa mikinn áhuga haft síðan er eg
fékk Noreg með svo miklu starfi þá vil eg hann hafa með öllum
skyldum."



Þórormur kveðst mundu fara erinda konungs "en lítt segir mér
hugur um að þeir muni svara."



Konungur mælti: "Þá skal vita hvorir ríkari eru en mæl til
alls vel í fyrstu."



Fer hann nú og hittir Ásgrím, ber upp konungs erindi og
krefur þar þvílíks fjár sem annarstaðar.



"Nú gerið yður ei endemi að halda réttu fyrir konungi."



Ásgrímur svarar: "Það hygg eg að mínir frændur sitji á þessum
eignum skattalausum. En þótt konungur sjá ágirnist meira en
menn viti dæmi til þá vil eg þó frjáls vera og engan skatt
gjalda."



Þórormur kveðst ætla að hann mundi óviturlega fyrir búast "og
hefir þeim mönnum ei veitt að deila kappi við konung sem ekki
hafa verið óríkari menn en þú ert."



Fer Þórormur á konungs fund og segir honum svo búið.



Konungur mælti: "Skjótt munum vér gera skiptin þá. Vér munum
eignast land hans og lausafé en ætla honum lengd af jörðu" og
kvaddi til Þóri ármann sinn að gera til hans.



En er Þórormur var í brottu frá Ásgrími átti Ásgrímur þing
við bændur og mælti: "Það er meiri von að konungur sjá taki
þunglega voru máli. Nú vil eg senda honum gjafir en ei skatt
og geri eg það fyrstur minna manna."



Síðan valdi hann til sendimenn og færa konungi gjafir. Það
var hestur gauskur og þar með mikið silfur.



Koma sendimenn fyrir kóng og mæltu: "Ásgrímur hersir sendi
yður góða kveðju og ríki yðru en hann hefir spurt orðsending
yðra um skatt. En hann vill ei hann gjalda heldur hefir hann
sent yður margar vingjafir."



Konungur mælti: "Berið aftur gjafir hans allar. Eg skal
konungur í þessu landi og setja lög og rétt en ei hann."



Nú verða sendimenn aftur að fara við svo búið.



Og á þessi stundu kom Þórormur og lét Ásgrímur þings kveðja.



Þá stóð Ásgrímur upp og mælti: "Vita munuð þér ákall við oss
af Haraldi kóngi. Hygg eg nú hér vera komna vel flesta bændur
af Þelamörk þá er ráðamenn eru. Nú vil eg að vér verðum
samdóma fyrir konungsmönnum að ei brjóti þetta á mér einum.
Er það mest von að konungur leggi fjandskap á þann er fyrir
beitist. Nú vil eg vita svör af yður."



Bændur létust hann hafa fengið formælanda fyrir sig "en ekki
er oss um skatt að gjalda."



"Þá veljið þér yður þann," sagði Þórormur, "sem verst gegnir.
Hafa margir þeir borið lægra hlut fyrir Haraldi konungi er
svo mundi sýnast sem hvergi mundu hafa minni hamingju og hafa
þó lágt fyrir honum farið."



Ásgrímur svarar: "Á það vil eg sáttur vera sem aðrir bændur
vilja."



En þingið var sett við skóg nokkurn.



En er þingið raufst þá mælti Þórormur við þræl sinn: "Gakk þú
til og drep Ásgrím og leita þegar í skóginn."



Hann gerir svo, leitar fram í milli mannanna og hjó hann
þegar banahögg og svo hafði konungur ráð til sett. En bændur
drápu þegar þrælinn en Þórormur komst þó nauðuglega í skóginn
undan og síðan til skips, fer nú á konungs fund og segir
honum sem komið var.



Konungur mælti: "Trautt mun fást hugfullari þræll og því fékk
eg hann til að eg vissi að sá mundi feigur er hann vægi. En
sárt vildi eg leika alla þá er mér brjótast í móti."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.