Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞTjald ch. 3

Þorsteins þáttr Tjaldstœðings 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞTjald ch. 3)

UnattributedÞorsteins þáttr Tjaldstœðings
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorsteinn Ásgrímsson var í hernaði og var manna
gervilegastur, mikill og sterkur. En er hann kom heim úr
víkingu komu menn á fund hans og segja honum líflát föður
hans.



Þorsteinn svarar: "Bitu hann enn ráðin Haralds konungs en
brátt mun eftir verða ætt vora ef Haraldur konungur skal einn
fyrir sjá."



Síðan varði hann föðurleifð sinni í silfur og lausafé og
kveðst ætla að hann mundi ei keppa við Harald konung. En þá
var för mikil til Íslands úr Noregi eftir þau stórvirki er
menn ráku harma sinna. Nú bjóst Þorsteinn til Íslands og með
honum Þorgeir bróðir hans tíu vetra gamall og Þórunn
föðursystir þeirra, fóstra Þorgeirs.



En er búið var skip til hafs þá mælti Þorsteinn við félaga
sína: "Það mundi faðir minn ætla þá er hann lét mig ei út
bera að eg mundi nokkuð minnast að hefna hans ef hann yrði ei
sóttdauður. Nú þó að ei komi þar niður sem vera skyldi þá er
þó ei ámælis vert ef jafnmenni kemur fyrir. Nú vil eg fara í
Þrömu til Þórorms."



Og svo gerir hann, koma þar á náttarþeli og tóku hús á þeim.



Þá mælti Þorsteinn: "Nú skulu menn það vita að eg ætla hér
til föðurhefnda og vildi eg hafa þar til yðvart liðsinni."



En þeir sögðust honum veita skyldu slíkt er þeir mættu. Síðan
slá þeir eldi í bæinn og brann þar inni Þórormur og sveit
hans öll. En um morguninn höggva þeir upp búið og bera til
skips, láta í haf eftir það og lést Þorsteinn nú fúsari í haf
að láta en þá að honum væri því brugðið á Íslandi að hann
hefði ei hefnt föður síns.



Þeir láta nú í haf og koma skipi sínu í Rangárós. En sá maður
var fyrir sveit er Flosi hét og var Þorbjarnarson. Hann var
landnámsmaður. Ríða menn til skips. Kom þar Flosi og
kannaðist hann þegar við Þorstein og spurði hann hvað hann
hafi til rekið að fara út hingað.



Þorsteinn mælti: "Eg hefi farið sem sumir aðrir heldur
skyndilega af Noregi með vandkvæði og nú í sökum við Harald
konung. Nú vildi eg hér staðfestast og vera frjáls."



Hann kvað slíkt þá menn henda sem ekki vilja láta yfir
drífast "en vér skulum þér vel fagna."



Hann nam land að ráði Flosa fyrir ofan Víkingalæk og út til
móts við Svínhaga, bjó í Skarði hinu eystra. Hann átti
Þórdísi dóttur Gunnars Sigmundarsonar, Sighvatssonar hins
rauða er féll við Sandhóla. Sighvatur hinn rauði átti
Ingibjörgu dóttur Eyvindar lamba, Berðlu-Kárasonar, systur
Finns, föður Eyvindar skáldaspillis. Sonur Þorsteins og
Þórdísar var Gunnar.



Þorsteinn var drengur góður og sér nógur um alla hluti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.