Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 86

Grettis saga Ásmundarsonar 86 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 86)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
858687

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hér hefur upp þátt Spesu og Þorsteins.



Þorsteinn drómundur var ríkur maður og hafði hina mestu
virðing. Hann spurði nú að Þorbjörn öngull var farinn úr
landi og út í Miklagarð. Brá hann skjótt við og seldi frændum
sínum eignir sínar í hendur en hann réðst til ferðar og
leitaði eftir Öngli og fór jafnan þar eftir sem hinn fór
undan. Vissi Öngull ekki til hans ferða.



Þorsteinn drómundur kom út í Miklagarð litlu síðar en Öngull
og vildi fyrir hvern mun drepa hann en hvorgi kenndi annan.
Nú vildu þeir koma sér í sveit með Væringjum og var því vel
tekið þegar þeir vissu að þeir voru Norðmenn. Þá var Mikael
katalak konungur yfir Miklagarði.



Þorsteinn drómundur sat nú um Öngul ef hann mætti að nokkuru
kenna hann og gat það ekki leikið fyrir fjölmenni. Lá hann
þar jafnan vakandi og undi lítt við sinn hag. Þóttist hann
mikils hafa misst.



Nú var það þessu næst að Væringjar áttu að fara í herför
nokkura að friða landið af hernaði. Og áður en þeir fóru
heiman var það siður þeirra og lög að eiga vopnaþing og enn
gerðu þeir svo. Og þá er vopnaþingið var sett þá skyldu allir
Væringjar þar koma og svo þeir sem þá ætluðu að ráðast til
ferðar með þeim og sýna vopn sín. Hér komu þeir báðir,
Þorsteinn og Öngull. Bar Þorbjörn fyrr fram sín vopn. Hann
hafði þá saxið Grettisnaut. En er hann sýndi það þá dáðust
margir að og sögðu að það væri allgott vopn og kváðu það
mikið lýti á að skarðið var í miðri egginni og spurðu hann
hvað til hefði borið.



Öngull sagði það frásagnarvert "því að það er þessu næst
segjanda að út á Íslandi," segir hann, "að eg drap kappa þann
er Grettir hét hinn sterki er þar hefur mestur garpur verið
og fullhugi því að hann gat engi unnið fyrr en eg kom til. Og
með því að mér varð auðið að vinna hann þá bar eg af honum en
þó hafði hann mörg mín öfl. Hjó eg þá í höfuð honum með
saxinu og þá brotnaði skarð í egginni."



Þeir sögðu er næstir stóðu að sá hefði verið harður í haus og
sýndi hver öðrum. Af þessu þóttist Þorsteinn vita hver Öngull
var og beiddist að sjá saxið sem aðrir. Lét Öngull það til
reiðu því að flestir lofuðu hreysti hans og framgöngu. Hann
hugði að þessi mundi svo gera en hann vissi öngva von að
Þorsteinn væri þar eða frændur Grettis.



Tók Drómundur nú við saxinu og jafnskjótt reiddi hann það upp
og hjó til Önguls. Kom það högg í höfuðið og varð svo mikið
að í jöxlum nam staðar. Féll Þorbjörn öngull ærulaus dauður
til jarðar.



Við þetta urðu menn mjög ókvæða. Greip gjaldkerinn staðarins
þegar Þorstein og spurði fyrir hverja sök hann gerði slíkt
óhæfuverk þar á heilögu þingi.



Þorsteinn sagðist vera bróðir Grettis hins sterka og það með
að hann hefði aldrei hefndinni fram komið fyrr en þar. Og þá
tóku margir undir að sjá hinn sterki maður mundi mikill fyrir
sér hafa verið þar sem Þorsteinn hefði rekist svo langt út í
heim að hefna hans. Ráðsmönnum staðarins þótti þetta líklegt.
En fyrir því að engi var sá þar er kynni nokkuð um að bera
með Þorsteini þá voru það lög þeirra að hver sá er mann dræpi
skyldi öngu fyrir týna nema lífinu. Fékk Þorsteinn skjótan
dóm og heldur harðan. Hann skyldi setja í myrkvastofu í
dyflissu eina og bíða þar bana ef engi leysti hann út með fé.



En er Þorsteinn kom í dyflissuna var þar maður fyrir. Sá
hafði þar lengi verið og kominn að bana af vesöld. Þar var
bæði fúlt og kalt.



Þorsteinn mælti við þenna mann: "Hversu þykir þér ævi þín?"



Hinn svarar: "Harðla ill því að mér vill engi við hjálpa en
eg á öngva frændur til að leysa mig."



Þorsteinn mælti: "Mart er fyrir óráðinu um slíkt og verum
kátir og gerum okkur nokkuð að gleði."



Hinn kvað sér að öngu gaman verða.



"Þó skulum við prófa," segir Þorsteinn. Tók þá og kvað kvæði.
Hann var raddmaður mikill svo að varla fannst hans líki.
Sparði hann nú ekki af. Almenningsstræti var skammt fram frá
dyflissunni. Kvað Þorsteinn svo hátt að gall í múrnum og
hinum er áður var hálfdauður þótti mikið gaman að vera. Lét
hann svo ganga fram á kveldið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.