Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ldn ch. 19

Landnámabók 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ldn ch. 19)

Anonymous íslendingasögurLandnámabók
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Skalla-Grímur kom þar að landi, er nú heitir Knarrarnes á
Mýrum. Síðan kannaði hann landið, og var þar mýrlendi mikið
og skógar víðir, langt á milli fjalls og fjöru.



En er þeir fóru inn með firðinum, komu þeir á nes það, er
þeir fundu álftir; það kölluðu þeir Álftanes.



Þeir léttu eigi fyrr en þeir fundu þá Grím hinn háleyska;
sögðu þeir Grímur allt um ferðir sínar og svo, hver orð
Kveld-Úlfur hafði sent Grími syni sínum. Skalla-Grímur gekk
til að sjá, hvar kistan hafði á land komið; hugðist honum svo
(að), að skammt þaðan mundi vera bólstaður góður.



Skalla-Grímur var þar um veturinn, sem hann kom af hafi, og
kannaði þá allt hérað. Hann nam land utan frá Selalóni og hið
efra til Borgarhrauns og suður allt til Hafnarfjalla, hérað
allt svo vítt sem vatnföll deila til sjóvar. Hann reisti bæ
hjá vík þeirri, er kista Kveld-Úlfs kom á land, og kallaði að
Borg, og svo kallaði hann fjörðinn Borgarfjörð. Síðan skipaði
hann héraðið sínum félögum, og þar námu margir menn síðan
land með hans ráði.



Skalla-Grímur gaf land Grími hinum háleyska fyrir sunnan
fjörð á milli Andakílsár og Grímsár; hann bjó á Hvanneyri.
Úlfur hét son hans, faðir Hrólfs í Geitlandi.



Þorbjörn svarti hét maður; hann keypti land að Hafnar-Ormi
inn frá Selaeyri og upp til Fossár; hann bjó á Skeljabrekku.
Hans son var Þorvarður, er átti Þórunni dóttur Þorbjarnar úr
Arnarholti; þeirra synir voru þeir Þórarinn blindi og Þorgils
orraskáld, er var með Óláfi kvaran í Dyflinni.



Skorri, leysingi Ketils gufu, nam Skorradal fyrir ofan vatn
og var þar drepinn.



Björn gullberi nam Reykjardal hinn syðra og bjó á
Gullberastöðum. Hans son var Grímkell goði í Bláskógum; hann
átti Signýju Valbrandsdóttur, Valþjófssonar; þeirra son var
Hörður, er var fyrir Hólmsmönnum. Björn gullberi átti
Ljótunni, systur Kolgríms hins gamla. Svarthöfði að
Reyðarfelli var annar son þeirra; hann átti Þuríði
Tungu-Oddsdóttur, þeirra dóttir Þórdís, er átti Guðlaugur
hinn auðgi. Þjóstólfur var hinn þriðji son Bjarnar, fjórði
Geirmundur.



Þorgeir meldún þá lönd öll að Birni fyrir ofan Grímsá; hann
bjó í Tungufelli. Hann átti Geirbjörgu, dóttur Bálka úr
Hrútafirði; þeirra son Véleifur hinn gamli.



Flóki, þræll Ketils gufu, nam Flókadal og var þar drepinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.