Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 13

Heiðarvíga saga 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 13)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Guðmundur [Guðmundur var Sölmundarson. Sá Sölmundur var Eilífsson og bjó í Ásbjarnarnesi fyrir son sinn Guðmund. Hans dóttir var Þuríður gyða, systir Guðmundar. Hana átti Þorsteinn Ingimundarson á Hofi í Vatnsdal, þeirra son Ingólfur fagri, hans dóttir Jórunn er átti Ásgeir æðikollur á Ásgeirsá, faðir Kálfs og Hrefnu er Kjartan Ólafsson átti, vide [þ.e. sjá] Vatnsdæla saga et Landnáma, p. 93 og 96. Laxdæla saga, cap. 20, segir að Guðmundur eignaðist Þuríði dóttur Ólafs pá. Þeirra synir Hallur, Barði, Steinn og Steingrímur en dætur Ólöf og Guðrún. Þuríður var skapstór og skörungur mikill so sem í þessari sögu má síðar sjá] hét maður. Hann bjó í Ásbjarnarnesi á Vatnsnesi. Guðmundur hafði verið hinn röskvasti drengur en var kominn í elli þá þessi saga gjörðist. Hann átti þrjá sonu. Hallur hét sá elsti, Barði [hann er kallaður Víga-Barði, Landnáma, p. 96, og eins í Vatnsdæla sögu] annar, þriðji Steingrímur. Hallur var í kaupferðum jafnan, spakur að viti og hinn besti drengur.



So bar við þá hér var komið sögunni að hann var staddur í Noregi, sem oftar, næsta sumar eftir víg Þorsteins. Í Björgvin [minnir mig] voru fyrir þeir Hárekssynir og spyrja þar til Kolskeggs sem fyr er getið að fylgdi Snorra að drápi Þorsteins. Þá Hárekssynir urðu hans varir í bænum leituðu þeir hans að þeir gætu hefnt á hönum fyrir víg Þorsteins. Hann var og mágur [minnir mig] Snorra. Kolskeggur leitar undan en þeir ná fjárhluta hans en hönum eigi. Þetta var um vorið 1014]. Er hann nú félaus og farþurfi, falar alls staðar far en fær hvergi, hittir Hall og biður liðs, kvartar um hrakning sinn og vandræði. Hallur gefur hönum skip sitt og nokkurn kaupeyrir so hann kemst undan og fer til Englands [að mig minnir].



Hallur leitar sér nú fars til Íslands og fær hvergi. Fer hann út til Þrándheims og finnur þar mann er Þorgils hét. Þeir höfðu átt félag saman fyrri en voru þá skildir. Hallur biður hann fars. Hinn tekur því treglega. Hallur mælti að hann vænti best til hans drengskapar því þeir hefðu mælt það fyrrum þá þeir voru í félagi saman að hverugir skyldi hendur við öðrum bægja [segir sagan] ef annar þyrfti hins lið í nauðsyn. Þorgils lætur þá til leiðast að hann fái farið, þó ei með öðrum kosti en hann kaupi skipið hálft af sér og þetta gjörir Hallur.



Hárekssynir spyrja að Hallur hefur undan skotið Kolskegg og sé skipráðinn hjá Þorgils. Sjá þeir að þeir hafa misst mannsins og snúast að Halli. Verða þeir Hallur síðbúnir og so skjótt sem byr rann á leggja þeir út undir ey þá í Þrándheimi er Fólskn heitir og liggja þar nokkurar nætur fyrir byr. Bóndi einn lítill bjó í eyjunni. Hann var vitlítill og vesalmenni. Hann átti þar allgóðan skóg. Skipverjar þeirra Þorgils fóru þangað og hjuggu sér efnivið en bónda líkaði illa og knurraði um.



Þeir Hárekssynir fá njósn af að þeir Hallur liggja undir eynni, taka sér nú lítinn bát og róa þangað átta saman frá skipi sínu um nótt upp að eynni annars vegar, tala við bónda og spyrja hversu spakir kaupmenn séu eður hvert stýrimaður sé á skipi jafnan. Hann segir þeim allt af létta að þeir séu óspakir og gjöri sér miklar skemmdir á skógi sínum en Hallur banni þeim og því sé sér best til hans þokkað. Þeir láta sem þeir eigi leyndarmál við Hall að tala, slá til kaups við bónda og gefa hönum hálfa mörk silfurs ef hann geti komið Halli á sinn fund so eigi séu aðrir við staddir. Bónda grunar að hér muni prettur undir búa en þykir þó fagurt féð, tekur við og lofar þessu, fer þar eftir til Halls og hrósar góðmennsku hans er hann banni að spilla skógi sínum. Vilji hann nú launa hönum með því að gefa hönum lof til að höggva sem hönum líkar þar bestur er skógurinn og skuli hann koma með sér. Hallur gegnir þessu fálega í fyrstunni, leiðist þó til við fagurmæli bónda og fylgist með hönum í rjóður eitt þar bestur var skógur. Eigi höfðu þeir þar lengi staðið áður bóndi gengur frá Halli, skilur hann þar einan eftir og læst hafa nokkurt nauðsynjaerindi. En þá bóndi er burtu hlaupa þeir Hárekssynir allir saman úr launsátrinu að Halli og vega þar strax að hönum so þar skipti engum orðum og engri vörn kemur hann fyrir sig. Vega þeir hann þar, hylja hræ hans og róa þar eftir í skyndingu burt. Skipverjum Halls þykir seinka afturkvomu hans, spyrja bónda hvar hann hafi skilist við hann en bóndi lætur sem hann hafi gengið frá sér í skóginum. Trúa þeir hönum illa, taka hann og kúga til sagna so hann verður að láta hið sanna uppi. Vísar hann þeim hvar hann gekk seinast frá hönum. Finna þeir Hall þar dauðan og dysja hann en festa bónda þar jafnskjótt upp.



Hárekssynir þykjast nú nokkru hafa á veg komið um hefndirnar, fara sem fljótast suður með Noreg og allt til Danmerkur. Og að áliðnu sumri brjóta þeir skip sitt í spón við Jótlandssíðu so enginn komst af.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.