Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 14

Heiðarvíga saga 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 14)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorgils sér að torsótt muni að leita vegandanna, tekur fjárhlut Halls allan og hirðir og lætur í haf þá byr gefur. Fá þeir um sumarið mótviðri stór og eiga harða og langa útivist. Um veturnætur taka þeir höfn í Austfjörðum í Vopnafirði og vistar Þorgils háseta sína þar í kringum sig um veturinn og leggur ríkt undir við þá að leyna dauða Halls. Hann var maður spakur og hægferðugur.



Um sumarið [1015] fer hann til þings og hefur með sér fé Halls. Hafði þá enginn spurt þessi tíðindi. Guðmundur faðir Halls var á þingi. Þegar líður að þinglokum gengur Þorgils einn dag til Lögbergis og hefur þar upp alla sögu um víg Halls en hásetar hans sanna með hönum. Hefur hann þar fé hans og vill afhenda. Þessi fregn fær Guðmundi so mikils harms að hann gengur þegar til búðar sinnar og leggst en Barði er fyrir svörum. Spyr hann Þorgils hví hann hafi leynt þessu so lengi. Þorgils kvað sér sýnast þetta mál til nógra vandræða horfa þó eigi hefði hann þess fyr getið þar slíkir menn ættu hlut að. Þar með hefði hann viljað bíða þar til bærist sönn afspurn um þessi tíðindi af öðrum mönnum.



Barði kvað hann gjört hafa viturlega "og hefur þú haft vel og drengilega úr þessum málum," [segir sagan] býður hönum að eiga fé Halls sem hann meðferðis hafi.



En Þorgils neitar þverlega og vill ekkert af hafa, segir að so kunni falla að þeir þurfi sjálfir fjárs síns um það þetta mál sé til lykta. Barði vill hann haldi þá hálfu og það verður af.



Þá Guðmundur kemur heim af þingi spyr Þuríður kona hans hvað tíðinda sé af þingi. Hann andæpti mæðilega og kvað vísu um fráfall sonar þeirra. Hún ansar með annarri. Leggst þessi harmur so mjög á Guðmund að hann lifir ei lengur en mánuð.



Um haustið ber so við einhverju sinni að Barði hefur sest í sæti það sem Hallur var vanur í að sitja þá hann var heima og sat hann þá þeirra bræðra efstur. Móðir hans kemur inn. Og þá hún sér það rekur hún hönum gildan kinnhest og skipar hönum að skreiðast burt úr sætinu sem bráðast og vera eigi so djarfan að setjast í sæti Halls meðan hans sé óhefnt. Barði segir so skuli vera.



Um haustið fregna menn nú allstaðar að þessi tíðindi um víg Halls og drukknan Hárekssona. Þykir nú mörgum mikið vandast við það málið.



Þorgils seldi skipið hásetum sínum og létti kaupferðum, tók sér bú í Borgarfirði og settu Gíslungar nokkuð úfa við honum [segir sagan]. Hefur hann það til tals við þá og kveður þeir eigi sig einskis að kunna [segir sagan]. Verður að því lítið mark að so stöddu.



Nú er þar til máls að taka að Barði hugsar um eftirmælið og þykir eigi létt til að ráða um hefndirnar.



Þórarinnn [hans foreldri vide [þ.e. sjá] Landnámu, p. 95. Systur hans, Þórdísi Þorvaldsdóttur, átti Halldór son Snorra goða og er því ei furða þótt Snorri hafi veitt þeim Víðdælum að Heiðarvígunum. En að sá Þórarinn spaki Laxdælagoði sem Bandamanna saga um getur sé sami og þessi sýnist engan veginn geta staðist hverki vegna aldurs [því hann verður of gamall ef þessi og sá er hinn sami] né ættar. Þar er hann sagður Óspaksson, Höskuldssonar, Kollssonar en móðir Þorgerður dóttir Egils Skalla-Grímssonar sem ei kemst heim við Laxdæla sögu því Höskuldur átti öngvan Óspak fyrir son heldur Ólaf sc. [líklega svokallaður] pá og kemst það þá heim nema í því að Laxdæla saga nefnir engan af sonum Ólafs með Þórarins nafni og ei annan af hans vandamönnum en Þórarin son Bárðar Höskuldssonar og kann það að so miklu leyti að komast heim so og að hann er látinn þar vera samtíða Hermundi Illugasyni og Gellir nema hvað ættartalan er órétt so og að hann kallast Laxdælagoði og er því undarlegt að Bandamanna saga lætur hann vera norður í Víðidal eður Húnavatnsþingi] hét maður spakur að viti og framsýnn er bjó á Lækjamóti í Víðidal. Hann var fóstri Barða.



Nú líður fram að alþingi sumarið eftir. Um leið Barði ríður á þing [1016] finnur hann Þórarin fóstra sinn að máli og spyr hann nú hversu reisa skuli málið.



Þórarinn mælti: "Þér eigið um mikinn vanda að mæla og þarf hér þolinmæðis við því margir eru jafnan að frændsemi," [segir sagan] ræður hönum að biðja Hárek bóta fyrir sonu sína á næsta alþingi og þó hann fái engar bætur megi hann eigi láta sér leiðast ef hann vilji sínum ráðum að hlíta og muni allir þetta vel virða.



Barði hefur upp þessa bótabeiðslu á þingi. Hárekur var engi orðamaður [segir sagan]. Hann hafði þá brugðið búi og afsalað fé sitt allt bróður sínum Kleppjárni. Svarar hann því að hann hafi nú engi fjárforræði og geti því engar bætur goldið. Vísar hann því máli til frænda sinna og fær Barði ekki frekara svar að því sinni og fer við so búið heim.



Annað sumar [1017] leitar Barði enn ráða til Þórarins. Svarar hann að á sömu leið skuli að fara sem hið fyrra sumarið, kveður hér þurfa þolinmæði við að hafa og muni hið þriðja sumarið verða vissara hvar þeir skuli aðgang eiga ef eftir hugboði sínu fer. En nú séu margir jafnkomnir að frændsemi [segir sagan].



Barði gjörir so, hefur enn upp þetta mál áður þingi slítur og talar á þessa lund: "Mönnum mun kunnigt að vér eigum of mikil vandræði að vera [segir sagan] þar nú er sannspurt að Hallur bróðir minn er lífi minnur [segir sagan]. Beiddumst vér bóta af Háreki föður vegandanna í fyrra sumar og var oss engi úrslit veitt [segir sagan] og mun því flestum virðast að vér berum skarðan hlut fyrir yður [segir sagan]. Nú ítrekum vér sömu beiðni ef þér vitið hverju nú skal heldur svara."



Háreks var ekki við kostur og stóð honum elli [segir sagan] en hver hinna sem á þingi voru stungu höfðum hver að öðrum og fór allt á sömu leið sem hið fyrra sumarið. En allur þingheimurinn lofaði hversu spaklega var að málinu farið.



Gísli [hvert sem það hefur verið Gísli sá er Grettir hýddi og Grettis saga um getur, cap. 58, og er þar sagður sonur Þorsteins Gíslasonar er Snorri goði lét drepa. Þó getur það staðist, vide appendicem [þ.e. sjá viðbæti]] hét maður, sonur Þorsteins [að mig minnir]. Hann var í kaupferðum löngum, ofláti [segir sagan] mikill og óvar í orðum. Þetta haust kemur hann út, fer heim í Borgarfjörð til frænda sinna og fréttir af þessum málum.



Þriðja sumar áður Barði fer á þing ríður hann heim að Lækjamóti og spyr Þórarin hversu nú skuli að fara. Þórarinn mælti að nú yrði hann enn að biðja bóta sem fyr. Skyldi hann eigi oftar ráða hönum til þess, sagði nú vera þann mann kominn sem hann hefði eftir beðið. En það var Gísli.



"Spyrst mér svo frá Gísla [segir sagan] að hann er bráðskeyttur til máls að taka, frígjarn [eigi varð öðruvís lesið] og of kapp [forte: ofurkappsmaður] [segir sagan]. Segir mér so hugur um að hann muni einhverju því svara að auðgengara verði að málinu eftir en áður."



Barði kvað sér þykja mikið fyrir að biðja þá á ný bóta en kvað það mundi þó verða vera því hans ráð mundu sér til besta koma.



Narfi hét maður, frændi Gíslunga. Hann var mesti illhreysingur og ofstopamaður, rammur að afli, lyginn og ójafnaðarfullur að öllu. Við alla menn lynti hönum illa en þó verst við frændur sína. Barði hann á mönnum ef hann fékk eigi það hann vildi og tók af þeim er hann mátti. Var hann í ýmsum stöðum um land og undi hvergi.



Þórarinn bað Barða fyrir kost og mun að fá þann mann norður með sér ef hann væri á þingi og kvað til nokkurs koma mundi.



Barði kemur á þing [1018]. Þar er Gísli og fleiri frændur hans, Borgfirðingar.



Barði gengur til Lögbergis einn dag á miðju þingi og mælir: "Svo er við vaxið [segir sagan] að eg hefi hér tvisvar beðið bóta fyrir víg Halls bróður míns. Beiddi mig þar nauðsyn til[segir sagan] og var í hverttveggja sinn gefinn lítill gaumur að máli mínu. Nú sýnist mér þar nokkurrar úrgreiðslu von er þú ert Gísli so eg þurfi eigi lengur að velkjast í þessum vafa. Munu og flestir það mæla að vér eigi förum með mikilli freku að málinu og er yður því skyldara góðu að svara."



Öngvir ansa fyr en Gísli.



Hann mælir og styðst á spjótskaft fram: "Vér munum verða nokkru að svara alls þú rekur þitt erindi [segir sagan] og þú hefur berlega á mig kveðið þó eg þykist nokkuð þverkominn við málið [segir sagan]. Í fyrra sumar á Englandi var eg í þeim stað er heitir að Þúfusteini [eður eitthvað kennt við stein]. Þar sat eg á torgi og hafði nokkru silfri að verja. Lá þar hjá mér sjóður einn sem í voru sjö merkur silfurs. Riðu þar um torgið nokkrir óskynsamir menn [segir sagan] og varð einum það fyrir að hann kynntist til við mig [segir sagan] og stakk spjóti sínu við sjóð mínum og renndi upp á og reið með það burt. Hafði eg ekki þar af. Vísa eg þér þar til bróðurgjalda. Þykir mér það að glíku [segir sagan] sem þetta mál því það silfur tel eg vera á vandar veifi [segir sagan] og munum vér þar eigi önnur fé til leggja [segir sagan]."



Eiður mælti Skeggjason: "Segja skal þursi ef hann situr nökkviður við eld [segir sagan] og er illa og óviturlega undir tekið að svo stórir menn sem nú eiga hlut að."



Gísli svarar: "Hér sannast það sem mælt er: Nýsir [varð ei öðruvís lesið] fjarri en ver sjaldan, og er það þín að von að halda svo svari frænda [minnir mig. Þeir Gíslungar er að sjá af sögunni að hafi verið að vísu venslaðir við Illuga svarta ef eigi Eið. En Illugi átti Ingibjörgu dótturdóttur Miðfjarðar-Skeggja, systurdóttur Eiðs, vide [þ.e. sjá] Landnámu, p. 53 et 88, et Laxdæla sögu, cap. 4, og er því ei að undra þótt Gísla þætti skyldug liðveisla Eiðs. En í þessari sögu man eg ei að væru nokkrar ættartölur Gests eður Borgfirðinga og mun það hafa undan gengið eins og vant er í sögum og verið í því tapaða stykkinu] þinna sem nú má heyra" og hleypur í brigslyrði við Eið.



Nú mælti Eiður: "Eigi hirðum vér að skattyrðast við þig" [segir sagan].



Gjöra nú menn mikinn róm að máli Barða og þykir þunglega svarað með slíku spaklæti sem þessa er beiðst.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.