Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 3

Heiðarvíga saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 3)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
234

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Vermundur hét maður, kallaður Vermundur hinn mjóvi. Hann bjó í Ísafirði á bæ þeim er Laugaból heitir [það mun heldur hafa verið í Vatnsfirði, því Eyrbyggja saga, cap. 38, getur ei um að Vermundur hafi búið þar fyr en hann fylgdi Snorra til Borgarfjarðar um vorið eftir er Styr var veginn, og eftir Grettis sögu, cap. 51 [calculo [þ.e. að reikningi] Þormóðar 1018, þá Grettir kom þar vestur], en það er Eyrbyggja saga, cap. 14, segir hann hafi búið í Hraunhöfn þá hann fékk berserkina [því hún lætur hann hafa tekið þar við búi 982 en þegið berserkina 983]. Man eg fyrir víst að þessi saga sagði ei heldur á Vestfjörðum þó er Eyrbyggja sögu sögn trúlegri]. Sá var bróðir Styrs. Hönum þótti bær sinn lasinn og mjög að falli kominn. Þessvegna fór hann [983] utan til Noregs að sækja sér við til húsabótar. Hákon jarl réði þá í Noregi. Vermundur hitti á þar hann sat um veturinn. Brátt kom hann sér í vingun við jarlinn og gaf hönum gráfeldi og skinnavöru sem hann hafði með sér fært. Þar var hann um veturinn með jarli í góðri vináttu.



Berserkir tveir voru með hirð jarls. Hét sá eini Halli, annar Leiknir. Hann var þeirra yngri [Eyrbyggja saga, cap. 14, segir þeir hafi verið svenskir að kyni því Eiríkur hinn sigursæli Svíakóngur hafði sent þá jarlinum]. Hafði jarlinn þá til stórvirkja því þeir voru menn miklir fyrir sér, skapstórir og sterkari öðrum mönnum. Væru þeir eggjaðir eður reiðir stóð ekki fyrir þeim og kom þá að þeim slíkur berserksgangur að öngvir menn stóðust. Þótti því flestum ódælt við þá að skipta.



Að vori [984] þá kaupmenn bjuggust til Íslands og Vermundur hafði búið skip sitt kveður jarlinn hann að máli eitt sinn og biður hann mæla til þess í sinni eigu sem hönum leikur helst hugur á. Vermundur svarar að nokkuð sé það sem sér þyki helst gripur í en sé uggandi hvert jarlinn vilji veita sér það. Jarlinn spyr hvað helst það sé. Vermundur segir það vera menn þá tvo hina öflgu sem eru í hirð hans, þyki sér mesta gersemi í þeim ef jarlinn vilji gefa sér því sér sé mikið traust að þeim en hann eigi sökótt víða. Jarlinn svarar að hann hefði ætlað hann mundi til annars heldur mælast og annað væri hönum þarfara því hann þekki so skaplyndi berserkjanna að eigi sé bændum hent að halda þá ef eigi er að þeirra skapi gjört. Muni sér þykja á sinn hluta gjört ef illa er að þeim farið eður veitt nokkur vélræði og býður Vermundi að kjósa annað. En Vermundur vill ei annað þiggja og lætur að þessi vandhæfi séu eigi so mikil að hann geti þá eigi vel haldið fyrir skapsmuna sakir so þeir vel uni. Jarlinn svarar að þá skuli hann þessu ráða en miklu þyki sér varða að vel sé við þá gjört. Heitir Vermundur góðu um það. Og það verður að lyktum að berserkirnir fara með Vermundi.



Gefur þeim vel byri heim um sumarið og tekur Vermundur strax að bæta hús sín og hafði þá til heimilisstarfa. Brátt fannst það á skapi berserkjanna að þeir voru eigi felldir til vinnu en voru fúsir til manndrápa og stórvirkja. Sögðu þeir Vermundi að jarlinn hefði selt sig hönum í hendur til trausts móti fjandmönnum hans en eigi til vinnu. Voru þeir skapstirðir og gjörðust nú ofurefli Vermundar [Eyrb. cap. 14, segir öðruvís frá þessu, nefnilega að Halli bað Vermund að fá sér kvonfang sæmilegt en Vermundur taldist undan og því sló Halli á sig úlfbúð og illindum]. Iðrast hann nú að hann beiddi þessarar gjafar af jarlinum og hugsar um hverninn hann geti komið þeim af sér.



Þetta spyrst víða að Vermundur hefur þegið berserkina af jarlinum. Þykir nú óvinum Vermundar hálfu verra á hann að ráða en áður.



Vermundur átti dóttur eina fullvaxna. Halli lagði hug á hana og var oft á ræðum við hana. Þetta rómaðist brátt og verður Vermundur þessa var en lætur sem hann viti eigi.



Um veturinn [en Eyrbyggja, cap. 14, segir að berserkirnir hafi komið til Styrs um haustið 984] á útmánuðum sendir Vermundur mann að Hrauni til Víga-Styrs bróður síns þess erindis að hann býður hönum að heimboði til sín. Styr tekur því fálega í fyrstu en segir þó hann muni koma, kveður það eigi hafa verið vanda bróður síns fyrri og heldur hér muni nokkuð undir búa því fátt hafði þeirra milli farið þangað til, fer þó heiman með nokkra menn og ríður vestur í Ísafjörð að Laugabóli. Tekur Vermundur hönum forkunnar vel og þakkar hönum komuna. Gistir þar Styr þrjár nætur í góðu yfirlæti. Var það kallað kynnisför [confer [þ.e. samanber] Þórðar hreðu sögu, cap. 5. Eiður varð þessa var að kynnisvist að Reykjum].



Þann dag er Styr vill burtu ríða sitja þeir bræður yfir drykkjuborðum. Eru nú báðir allglaðir og fellur allt vel á með þeim.



Þá mælir Vermundur: "Nú skaltu hafa þökk bróðir að þú hefur eftir bón minni heimsótt mig og þar það hefur ei fyrri verið vildi eg þú nytir þess í nokkru. Hér er gjöf sú er mér sýnist þér vel í hag koma. Það eru berserkir tveir er hér hefi eg með mér. Veit eg að þú átt marga mótgöngumenn og víða árása von."



Styr mælti: "Þetta er mikill skenkur og af því eg veit það ei í minni eigu er þessu sé jafnvægt þá kann eg þér eigi betri laun en eg gefi þér þessa berserki aftur so þú njótir þeirra best sjálfur."



Vermundur þykkist við og segir hann gjöri eigi rétt að virða illa er hann bjóði hönum til sæmdar so þarfa gjöf.



Styr svarar: "Segðu hitt bróðir að þú iðrast þú hafir við berserkjunum tekið því nú finnur þú þig eigi mann að halda þá fyrir þeirra skapsmuna sakir."



Vermundur segir þá að so er og lætur upp allt hið sanna og biður hann að leysa sig við þetta vandræði. Styr kveðst deigur við þeim að taka því jarlinn sé til eftirmælis ef þá saki nokkuð. Muni hann þó þar að ráða ef þeir vilji sér fylgja og leysa so vandræði hans því sér sé það skyldast. Vermundur verður þessu glaður.



Nú eru berserkirnir kallaðir þangað og spurðir ef þeir vilji Styr fylgja. Segir Vermundur að Styrs og þeirra lunderni muni betur saman koma því hann eigi sökóttara en sé skörungur í geði, en sig þurfa heldur að snúast við búskapar annríki. Berserkirnir segja að jarlinn hafi sig hönum alleina fengið til fylgdar en vel og höfðinglega lítist sér á Styr. Þó muni þeir á þetta hætta þar hann lofi að gjöra eftir sínu geði og brúka sig til mannhefnda meir en búsýslu. Verður það af að berserkirnir skulu fara með Styr og skilja nú við Vermund allir.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.