Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 4

Heiðarvíga saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 4)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorbjörn hét maður, kallaður Þorbjörn kjálki. Hann bjó í Kjálkafirði [hoc caput cum Eyrbyggja, cap. 15, per omnia concordat [þ.e. þessa atburðar er getið í Eyrbyggju, 15. kafla, en aðeins stuttlega]]. Á milli Styrs og hans höfðu lengi deilur verið og hafði Styr aldrei náð hefndum á hönum eftir sínum vilja. Nú þótti hönum vel til fallið að brúka berserkina þar til so hann kæmi sér í geðþokka við þá. Segir hann þeim þessa sína fyrirætlan og eru þeir þess allfúsir. Þangað koma þeir á nóttu og berja að dyrum. En af því fólk allt var í svefni var eigi skjótt gengið til dyra. Skipar Styr þá að brjóta upp dyrnar og það gjöra berserkirnir.



Þorbjörn svaf í skála. Hann vaknar við þennan hávaða og spyr hver þar fari með slíkum óspektum og taki hús á fólki um nætur. Styr segist þar vera og nú hafi hann þá menn með sér er þori að sjá hönum í augu og nú vilji hann launa hönum margar skapraunir og hafi það of lengi undan dregist og sé hönum að verða við. Þorbjörn kveðst hvergi mundi flýja né friðar beiðast, segist senn kominn af fótum fram. Þeir megi gjöra hvað þeir geti. Hann vilji taka við eftir föngum.



Þorbjörn lá í lokrekkju rammlegri. Hleypur hann nú upp í sænginni og tekur sverð er þar hékk og varði sig. Styr eggjar nú berserkina stórum og segir það eigi skammlaust að einn maður standi so lengi fyrir þeim. Og við þessi eggjunarorð verða berserkirnir óðir og brjóta lokrekkjuna að Þorbirni en hallmæla Styr að hann eggi sig en vogi hvergi sjálfur nærri að koma. Styr gengur þá fram í ákafa og sækir að Þorbirni og so lýkur að Styr leggur hann í kviðinn so hann fellur.



Geðjast nú berserkjunum vel að framgöngu Styrs og segjast gjarnan vilja fylgja so djörfum höfðingja. Ríða nú þaðan og lýsa víginu [getur um náttstaði þeirra í sögunni. Voru þeir fjórir [að mig minnir] og einn í Ljáskógum]. Koma nú heim að Hrauni og geðjast nú hverutveggi vel að öðrum og þykir þeim Styr góður og röskur foringi. Stóð nú eigi minni ótti af hönum en áður og þótti óvinum Styrs hann nú allóárennilegur. Líður nú af veturinn.



Styr átti dóttur eina gjafvaxta er Ásdís hét. Leiknir [Halli, segir Eyrbyggja saga, cap.16], sá yngri berserkurinn, lagði það í vanda sinn að hann sat löngum á tali við hana og að tafli. Tók þá mönnum til að verða margrætt um þetta og kom það fyrir Styr en hann kvað það engu varða og lét sem hann ekki vissi þó hann það vel sæi.



Nokkrum tíma síðar talast þeir við berserkirnir og Styr. Spyr hann hversu þeim getist að sínu haldi. Þeir láta vel yfir og segja sér þyki hann vera höfðingi þeim til hæfis. Falla þá so orð í þeirra tali að Styr spyr hvert þeir vilji ei leita sér nokkrar staðfestu og kvonga sig. Leiknir svarar að eigi sé það sér fjærri. Styr spyr hvar hönum renni hugur til. Leiknir svarar það muni helst í hans valdi. Styr svarar að þó hér væri nokkur ójöfnuður á þá félli sér hann vel í geð og mætti það enn nú reynast betur. Styr spyr og Halla hvert hönum standi hugur til nokkurrar konu [segir sagan]. Halli segir það vera.



Styr spyr: "Hvar?"



Halli segir Vermundur eigi þar svörum að ráða og mundi það með hans aðfylgi takast mega. Styr tekur engu fjærri og fella nú þetta tal um sinn. Skömmu síðar vekur Leiknir sama mál.



Styr mælti: "Til skapsmuna ertu mjög við mitt lyndi en þess skaltu gæta að þú hefur ekki fé móti að leggja."



Leiknir svarar: "Þó eg sé maður félaus þá kann vera eg geti unnið þau verk þér til vilja sem aðrir menn fá ei orkað og með því móti leyst mig frá fjártillagi en verið þér jafnan hér eftir til liðs með Halla bróður mínum. Átt þú mótstöðumenn marga og er þér því þörf traustra manna en þú fáir mér bólfestu nokkra."



Styr kvað það satt vera því sér væri stórt traust að þeirra gjörvugleika og vildi hann gjöra þar nokkra tilraun á áður. Þykir nú berserkjunum eigi óvænlega á horfast.



Um vorið [985] ríður Styr út að Helgafelli til Snorra. Vinátta var þá góð þeirra á millum. Gekk Snorri á veg með hönum og ræddust þeir við allan daginn en enginn maður vissi hvað þeir töluðu eður hvaða erindi Styr átti við Snorra.



Eru berserkirnir mjög eftirleitnir um konumálin og einna mest Leiknir. Styr segir hann verði að sýna nokkurt þrekvirki áður. Leiknir læst þess albúinn og spyr hvað það sé.



Styr mælti: "Hér er hraun hjá bæ mínum illt yfirreiðar. Hefi eg oft hugsað að eg vildi láta gjöra veg þar um og ryðja það en mig hefur skort mannstyrk. Nú vildi eg þú gjörðir það."



Leiknir segir það þyki sér eigi mikið fyrir ef hann njóti liðs Halla bróður síns. Styr sagði hann mætti það við hann eiga.



Taka nú berserkirnir að ryðja hraunið að kvöldi dags og að þeirri sýslan eru þeir um nóttina. Vega þeir stór björg upp þar þess þurfti og færa út fyrir brautina en sumstaðar koma þeir stórum steinum í gryfjurnar en gjöra slétt yfir sem enn má sjá. Var þá á þeim hinn mesti berserksgangur. Um morguninn höfðu þeir því lokið. Er það eitt hið mesta stórvirki er menn vita og mun sá vegur æ haldast með þeim ummerkjum sem á eru meðan landið stendur.



Skulu þeir nú gjöra eitt gerði og hafa því lokið að dagmálum. Á meðan býr Styr þeim bað sem þeir skulu í fara þá þeir hafa af lokið gerðinu. En að morgni skal Leiknir hafa brullaup. Baðið var so til búið að þar var felldur stór hlemmur ofan í gólfið með einum glugga á sem vatninu var inn um hellt. Húsið var grafið í jörð og voru dyr fyrir því með sterkum stokkum og húsið allt af nýjum viðum og hið rammbyggilegasta. Skarir voru fyrir dyrunum upp að ganga.



Um morguninn þá þeir eru að gerðissmíðinni lætur Styr Ásdísi búa sig sem allra best en bannar henni að vara berserkina við hvað hann hafi í ráði. Og áður en þeir hafa lokið gerðinu gengur hún burt frá húsunum á svig við berserkina þar þeir eru að sínu starfi. Leiknir kallar til hennar og spyr hvert hún vilji. Hún svarar engu.



Þá kvað Leiknir vísu þessa [hún er so eftir Eyrbyggja sögu og so minnir mig vísan væri en hvert hin sem í Eyrbyggju eftir fylgir var þar minnist eg ei]:



Hvert hafið, Gerðr, um gjörva,



gangfögr liðar hanga,



ljúg vætr að mér, leygjar



línbundin, för þína,



því að í vetr, hin vitra,



vangs sákat þig ganga,



hirðidís, frá húsi,



húns, skrautlegar búna.



Nú hafa þeir af lokið þessu starfi. Gengur Styr í móti þeim, þakkar þeim með fögrum orðum fyrir starfið og segist nú hafa búið þeim bað er þeir skuli í fara. Hafi þeir nú það þrekvirki unnið er sér allvel hugnist og uppi muni verða um alla ævi.



Halli er í fyrstu eigi ráðinn að ganga í bað og spyr ef eigi skuli fleiri ganga í baðstofu með þeim. Styr svarar það muni eigi hent öðrum mönnum að ganga í bað ásamt slíkum afarmönnum sem þeir eru. En Leiknir vill gjöra það að vilja Styrs.



Nú setjast þeir í baðstofu og er hlemmurinn lagður yfir og borið grjót á. Dyrunum er og lokað og borið grjót fyrir sem rammlegast en á skarirnar er breidd blaut uxahúð. Baðstofan er gjörð ákaflega heit. En þá þeir hafa setið í baðinu litla stund lætur Styr bera sem óðast brennheitt vatn og steypa inn um glugginn. Finna nú berserkirnir að eigi er allt heilt við þá. Hamast þeir nú í baðinu og brjótast á hlemminn. Springur Leiknir inni en Halli kemst út. Og er hann kemur á skarirnar verður hönum fótaskortur og fellur á húðinni en Styr er þar fyrir með reidda öxi og höggur á háls hönum so Halli lét þar lífið.



Að þessu verki unnu lætur Styr leiða heim þjóra tvo tvævetra og höggur þá því það var trúa í þá daga að ef so væri gjört yrði ei af eftirmálum. Spurðist þetta víða og ræddu menn misjafnt of víg þessi [segir sagan].



Skömmu síðar [985] gifti Styr dóttur sína Snorra goða og varð hann við þær tengdir traustari móti óvinum sínum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.