Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 102

Þorgils saga skarða 102 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 102)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
101102103

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Vigfús Gunnsteinsson sat að Sauðafelli og höfðu þeir Sighvatur þá sæst á sín mál og skyldi þar heita hleytivinátta. Milli þeirra Þorvarðs og Vigfúss höfðu farið vináttumál. Þeir fundust að Keldum og var Vigfús lengi með Þorvarði um veturinn. En er Vigfús kom heim fann hann Sturlu mág sinn og bað að Sturla skyldi draga saman sætt með þeim Þorvarði og Sighvati. Bar Vigfús þá fram orðsending Þorvarðs og sáttarboð og flutti það með mikilli kunnáttu. Sturla fýsti sætta og kvaðst þykja ósýn leiðrétting um hefndir eftir Þorgils þótt svo búið stæði. Taldi Sturla það upp að Sighvatur hefði beðið Gissur og Hrafn liðs og vildi hvorgi veita honum til aðfara. Var þá fundur á kveðinn suður við Iðu annan dag viku í efstu viku á langaföstu ef eigi meinaði forföll. Sendi Vigfús þá menn til Þorvarðs að segja honum svo búið. En er Sighvatur reið heiman fór hann með leynd svo að hvorki vissi það Gissur né Hrafn. Hann reið í Reykjaholt. Var þar Hallvarður gullskór. Hann hafði komið út um sumarið með boðskap Hákonar konungs. Var hann þá virður mikils. Gekk þá skattur yfir land sem mörgum mönnum er kunnigt orðið og ritum vér þar eigi fleira af, en þó eru þar mikil söguefni. Réðust þeir Hallvarður og Egill til ferðar með Sighvati. Og er þeir komu suður til Hallbjarnarvarðna kom þar í móti þeim Sturla og Vigfús. Reið Vigfús og Egill og Hallvarður til Þingvallar. Sturla og Sighvatur riðu suður til Laugardalsskarða. Tók þá veður að þykkna og gerði á drífu og því næst fjúk. Gerðist þá færð ill. Lögðust þá fyrir bæði menn og hestar af óveðri. Þeir lágu úti um nóttina í skörðunum en veður rauf upp í mót degi. Fóru þeir þá suður af heiðinni og voru drottinsdag í Laugardal en riðu mánadag í Skálaholt. Segja heimamenn að biskup bannaði þeim allar heyjagjafir og öngvan beina vildi hann láta þeim vinna. Þótti honum þeir draga flokka á staðinn. Gekk Sighvatur þá til biskups og kvaddi hann en biskup svaraði lágt. Sighvatur mælti: Herra, látið gefa hestum vorum hey og mönnum vorum mat. Litlu síðar komu þeir í Skálaholt Þorsteinn Skeggjason og Jón kárín, segja Þorvarð vera kominn til Iðu. Fóru þeir þar með griðum fyrir hann og tóku önnur í móti af Sighvati. Var þá fundur stefndur í Laugarási. Biskup var beiddur að fara til fundarins en hann vildi eigi og heimti að Sighvati fé það er hann þóttist átt hafa að Þorgilsi. Kallaðist goldið hafa fyrir hann fjóra tigi hundraða fyrir víg Valgarðs. Vildi eg gjarna, segir biskup, hafa gefið það fé til þess að Þorgils væri heill og lífs og þó annað jafnmikið, en nú vil eg hafa út hvert hundrað. Sighvatur mælti: Þá skuld mun eg gjalda að sál Þorgils mætti fyrir þess fjárhalds sakir eigi hart hafa. Fóru þeir Sighvatur til fundar. Var þar margt talað í hljóði en sumt opinberlega. Gekk þá sætt saman. Var það þá handsölum bundið. Skyldi þá þegar upp lúka. Skyldi dæma fyrir hönd Sighvats Sturla og Hallvarður er verið hafði lögunautur og vin Þorgils, Egill Sölmundarson. En fyrir hönd Þorvarðs, Vigfús Gunnsteinsson, Þorsteinn Skeggjason, Jón úr Ási. Sagði Sturla upp gerðina að þeir gerðu hálft annað hundrað hundraða fyrir víg Þorgils. Skyldu niður falla þrír tigir hundraða fyrir aðför við Þorvarð og rán og spjöllvirki þau er ger höfðu verið á Grund. Var það mælt að hvorir skyldu gjalda sínum mönnum sem til ynnist. Í sætt þeirra Hrafns í Bjarnardal hafði Þorgils hlotið að gjalda örfum Finnbjarnar tuttugu hundruð og skyldi Þorvarður það gjalda. Og þá skyldi biskup taka skuld sína í staðinn af Þorvarði. Þorvarður skyldi gjalda Sighvati sex tigi hundraða. Skyldi vera þriðjungur í gulli og brenndu silfri, annar í gripum sæmilegum og dugandi löndum, hinn þriðji í þeim gripum er engi væri minna en tíu aura verður. Gripargjald það er á Sighvats hluta kom skyldi Þorvarður láta fara vestur til Staðar og skyldi Sighvatur láta virða. En þeir allir er sannir urðu að áverkum við Þorgils eða viðgöngu skyldu utan fara og vera utan þrjá vetur eða gjalda tíu hundruð fyrir hvern. Jón usti er þeir kenndu víg Þorgils skyldi utan fara og koma aldrei út, en öngvir þeir sem sannir urðu að áverkum við Þorgils skyldu vera vistum í Vestfirðingafjórðungi meðan þeir Sighvatur og Guðmundur væru uppi. Þorvarður var eigi úr landi ger. En hann lýsti því að hann ætlaði utan áður þrír vetur væru liðnir. Fyrir víg Bergs voru gervir sex tigir hundraða og svo fyrir víg Ásbjarnar voru gervir sex tigir hundraða ef aðildarmenn vildu því hlíta. Vígsbætur allar þær sem dæmdar voru fyrir víg Þorgils greiddi Þorvarður vel og skörulega. Þakkar Þorvarður þeim mönnum er í dómi höfðu setið og lést frjáls þykjast er hann var sáttur við þá bræður. Og skal eg, segir hann, þetta jafnan bæta við frændur hans og tengdamenn. Hann gaf Sighvati silfurker gott, skarlatskyrtil og fingurgull, Guðmundi silfurbelti. Fór Þorvarður austur yfir ár en Sighvatur var um nóttina í Skálaholti. Um morguninn riðu menn í brott en Sighvatur var eftir. Hafði hann eigi lokið erindum við biskup. Segir hann honum þá hversu til var ætlað um skuld hans. Biskup kvað sér það vel líka. Sighvatur segir svo biskupi: Eg er hestlaus, segir hann, og bað hann biskup ljá sér eða selja nokkurn hest svo að hann væri fær þaðan. Biskup synjaði alls þverlega. Þótti honum Sighvatur hafa mælt við sig áður eigi svo sæmilega sem honum líkaði. Sighvatur keypti þá hest að Katli presti. Voru þeir Sighvatur þar um daginn og átu þar náttverð þrír. Lét biskup gefa þeim að drekka. Reið Sighvatur út til heiðar um kvöldið og varð fátt að kveðjum með þeim biskupi en hann kom heim til Staðar föstudag langa.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.