Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 73

Þorgils saga skarða 73 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 73)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
727374

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorláksmessudag var fundur stefndur við Djúpadalsá. Komu þar til margir héraðsmenn. Var þá talað um tíðindi þessi, fráfall Eyjólfs. Beiddi Þorvarður sér viðtöku af bóndum. Fluttu það með honum Þorgils og Sturla. Varð að því lítill rómur. Orti Þorvarður á um úrskurð við bændurna, Þorvarð úr Saurbæ og Hall af Möðruvöllum, Örnólf úr Miklagarði og enn fleiri aðra. Þorvarður úr Saurbæ svarar fyrst, lést eigi ráða eiga meir en eins manns: Má eg vel sæma við þann sem er en best að engi sé. Þeir Hallur sögðu að þeir mundu ekki taka ráð þessi fyrir hendur bóndum. Gengu bændur þá á eintal. En er þeir höfðu talað um hríð gengu þeir aftur á fundinn, sögðu Þorvarði að það var samþykki bænda að þeir vildu eigi taka við honum í hérað: Er oss Þorvarður sagður hinn mesti ofsamaður en févani mjög en eiga þó að svara stórum vandræðum. Viljum vér bíða þess er Hákon konungur og Þórður Sighvatsson gera ráð fyrir. En er Þorvarður skilur að engi er þessa kostur þá riðu þeir af héraði og vestur til Skagafjarðar. Gisti Þorvarður á Silfrastöðum en Þorgils í Flatatungu. Var þá fundur stefndur við Vallalaug. Komu þar til bændur flestir. En um daginn er þeir riðu ofan eftir Jökulsárbökkum talast þeir við Þorvarður og Þorgils um liðveislu þá er Þorvarður hafði heitið Þorgilsi til héraðs í Skagafirði. En Þorvarður færðist úr fangi, segir þar einkis mundu sín orð metin. Þar var hjá Finnbjörn. Gekk þá í nokkur grein með þeim Þorgilsi og Þorvarði. Finnbjörn mælti: Mikla fylgd og góða áttu að launa Þorgilsi og mikið hefir hann til sæmdar unnið við þig og góðu hefir þú honum heitið og mælti að honum nokkurum orðum. Þorvarður kvaðst allt halda mundu við Þorgils það er hann hafði honum bestu heitið og hann átti undir sér. Þótti honum Þorgils hafa verið eigi tillagamikill í Eyjafirði. Riðu þeir þá til fundar. Var þá komið fjölmennt. Beiddist Þorgils þá af bóndum að þeir tækju við honum til höfðingja yfir héraðið, taldi til frændsemi við Kolbein að réttum erfðum, þóttist nær kominn til ríkis í Skagafirði. Broddi svarar þar fyrstur manna. Ef hann skyldi þar nokkurum höfðingja þjóna vildi hann helst Þorgilsi en betur að þjóna öngvum ef hann mætti kyrr sjást. Sturla flutti þetta mest manna og Ásbjörn. Í þessu kom Þórarinn kaggi sendur af Heinreki biskupi. Las hann þar upp bréf. Stóð það á bréfi því að biskup kallar Þorgils og Þorvarð í banni og alla þá menn er á Þverárfundi hafa verið og með ófriði þangað á sveitir í móti þeim Eyjólfi og Hrafni, fyrirbauð hverjum manni að taka við Þorgilsi í hérað og hét þeim banni og afarkostum er að því yrðu kunnir. Var þá því lokið að bændur mundu nokkurn kost á gera að taka við Þorgilsi. Lagði Þorvarður þar og ekki til. Segir Þorgils bóndum að hann var ekki að heldur héraði horfinn og hann mundi til leita þegar hann þóttist föng á hafa og hirða ekki hvað biskup segði. Broddi kvað alls allt mega þótt nauðigur skyldi. Skildi svo þenna fund og töluðu þeir Broddi og Þorgils lengi hljótt. Það spurðist vestan úr sveitum að Hrafn var kominn til móts við Þorleif og þeir höfðu flokk mikinn. Voru þar Borgfirðingar. Það er og sagt að Hrafn léti safna mönnum um Dali og þótti þá ekki friðlegt að ríða vestur á sveitir. Beiddi Þorgils Þorvarð að ríða vestur með sér en hann bauð að fylgja honum um Borgarfjörð til Bláskógaheiðar. Þorvarður þóttist eigi til hafa hestakost og taldist undan alla vega að fylgja honum í Vestfjörðu en bað hann Þorgils að ríða austur í fjörðu við svo marga menn sem hann vildi og vera þar til þess er lyki málum þeirra. Finnbjörn bauð Þorgilsi að ríða vestur með sér og vera þar við sjöunda mann. Þóttist hann vera vanfær sakir sárs þess er hann hafði fengið og þótti hann lítill afli og vildi hann það eigi. Skildust þeir Þorgils og Þorvarður við Vatnsskarð. Var þar skilnaður laglegur. Þakkar Þorvarður þá enn af nýju Þorgilsi liðveislu og hafði uppi hin fegurstu framheit. Þorgils svarar því fálega. Reið Þorgils vestur Vatnsskarð. En er hann kom í Langadal þá voru þar slíkar fréttir allar sem fyrr höfðu verið af þeim Þorleifi og Hrafni. Þá gerði Þorgils Þórð Hítnesing og þá tólf saman að þeir mundu ríða um fjöll fyrir ofan allar byggðir og koma til móts við hann í Haukadalsskarði en eg vil ríða hið fremra. Þórður skyldi og ríða til móts við Þorgils ef hann yrði var við flokkinn. Þeir Þórður riðu þar til er þeir komu fyrir Vatnsdalsbotn. Fundu þeir þar Gelli Pálsson og Lýting Arngeirsson, Sigmund Gestsson. Þeir voru sendir af Þorleifi á njósn að vita um ferð þeirra Þorgils og Þorvarðs. Kvöddust þeir kynnilega og sögðu hvorir öðrum lausnartíðindi. Segja Borgfirðingar Hrafn hafa komið til móts við þá á Arnarvatnsheiði og beitt Þorleif að hann mundi ríða með þeim norður að þeim Þorgilsi og Þorvarði. En Þorleifur vildi hvergi ríða á sveitir með flokk en bauð Hrafni að ríða til Borgarfjarðar og lést þá mundi verja hann með Borgfirðingum ef hann væri þangað sóttur. Hrafn vildi það eigi. Sögðu að hann reið heim til Sauðafells og hyggjum vér að hann sé heldur fjölmennur. Skildust þeir að því og riðu þeir Þórður þá til Miðfjarðar og leituðu þar til fararskjóta. Riðu síðan í Haukadalsskarð og komu þar um myrknætti sem Þorgils var og svaf allur flokkurinn. En er þeir riðu að varð af dynur mikill. Vöknuðu menn við það. Vindur var af landsuðri en þeir höfðu sett upp spjót sín. Þeir voru mjög svefnvana. Einar bóndi spratt upp fyrstur manna og þreif til spjóts síns og mælti: Nú ríða djöflarnir hér að oss, sprettum upp og dugum vel. Þórður mælti: Menn ríða að en eigi djöflar. Og þá kenndi Einar mennina. Þorgils spratt upp og nokkurir menn fleiri. Sagði Þórður þau tíðindi sem hann hafði spurt. Riðu þeir Þorgils þá þegar þeir voru búnir þar til er þeir komu að Vestliðaeyri. Þar áðu þeir mjög lengi. Menn ræddu um að það væri óráðlegt, svo fjölbyggðar sveitir sem þar voru, að ríða þar um. Þorgils kvaðst eigi vilja hlaupa um horn Hrafni svo að hann ætti eigi kost að finna hann ef hann vildi. Sturla segir að Hrafn mundi eigi í þessu sinni að ráða þar sem hann hafði áður forviða orðið. Hrafn var heima að Sauðafelli og sá reið Þorgils. Var þar bang mikið um atreið en þeir heftu sig sjálfir. Riðu þeir Þorgils um kvöldið á Rauðamelsheiði. Skildust þeir frændur með kærleik miklum. Bauð Þorgils Sturlu til Staðar með sér en Sturla reið heim í Hítardal. Sátu heima um kyrrt um sumarið. Hrafn var lengstum að Sauðafelli. Var þá griðalaust með mönnum og sættalaust og aðfaralaust þó að kalla. Sturla reið vestur til Saurbæjar litlu síðar en Hrafn til Borgarfjarðar. Dvaldist Sturla litla hríð vestur og reið heim þaðan.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.