Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 8

Þorgils saga skarða 8 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 8)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Hákon konungur hafði skipaðan jarl í Þrándheimi Knút son Hákonar jarls galins. Knútur jarl var mikill maður vexti og vænn sýnum. Hann hafði margar náttúrur fram yfir aðra menn. Engi var sá maður í Noregi er svo kynni skynja steina náttúru sem hann. Var hann drykkjumaður mikill og þótti vera nokkuð vanstilltur við drykkinn þá er á hann fékk. Hinn síðasta vetur er Þorgils var í Noregi var hann norður í Þrándheimi með Eysteini hvíta og höfðu þeir sveit mikla af norrænum mönnum og íslenskum mönnum. Eysteinn var bóndi góður. Margt var annarra manna handgenginna með honum í bænum, bæði hirðmenn og gestir. Konungur var eigi í bænum. Þorgils var mest fyrir konungsmönnum. Knútur jarl var þá ríkastur maður í bænum og var með honum sveit mikil. Margt varð til greina um veturinn með konungsmönnum og jarlsmönnum. Það var eitt sinn að þeir Knútur jarl drukku í einu herbergi og Þorgils og mikill fjöldi annarra manna og voru nokkuð drukknir. Var þá talað margt. Mælti Knútur jarl heldur háðulega til Íslendinga, talaði til Snorra Sturlusonar og annarra íslenskra manna er verið höfðu með Skúla hertoga. Tók jarl á þeim öllum lítilmannlega. En Þorgils svarar svo í móti að þeir frændur hans mundu verið hafa að eigi mundi sig allmikið vanta þykja á við hann fyrir utan nafnbót. Þetta líkaði jarli stórilla, urðu af þessu mjög sundurorða. Kom þá svo að jarl hljóp upp bölvandi og greip öxi. En er Þorgils sá það sprettur hann upp og brá sverði. Hlupu menn þá á milli svo þykkt að þeir náðust eigi til. Skildu þeir að því. Gengu þeir Þorgils á brott litlu síðar. Leið af nóttin. Stóð jarl upp og hlýddi tíðum. Síðan sendi hann eftir Þorgilsi og bauð honum í boð sitt. Var Þorgils treglegur en Eysteinn fýsti Þorgils. Fór til með honum Eysteinn og mjög margir saman. Var jarl þá hinn blíðasti og skildu góðan afleiðing. Var þá kyrrt um hríð og áttust fátt við.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.