Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 9

Þorgils saga skarða 9 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 9)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
8910

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það bar til eitthvert sinn að á greindi jarlsmann og gest konungs. Urðu þeir mjög sundurorða allt þangað til gesturinn vann á jarlsmanni. Það var síð dags. En er gesturinn kom til herbergis síns og segir frá þessum atburðum, þar var fátt manna fyrir, en flestir fýstu hann að fara í kirkju eða á traust konungsmanna, þangað sem fleiri væru fyrir. Jarl varð skjótt var þessara tíðinda því að hann vissi gjörla hvert hann hafði farið. Manninum hafði svo dvalist að hann var þá kominn út af herberginu er jarlsmenn komu að og tóku hann og færðu hann jarlinum og léku hann illa. Þá var myrkt svo að jarli þótti eigi tóm til að drepa hann. Var hann þá settur í fjötra og kastað inn og læst herbergi og fengnir menn til að varðveita hann. Gesturinn hafði átt frillu í garðinum og þegar hún vissi hvar komið var hljóp hún kallandi með gráti miklum í garð Eysteins hvíta og segir þeim Þorgilsi skarða og öðrum konungsmönnum hversu maðurinn var nauðulega kominn og hann mundi drepinn nema þeir frelstu hann með nokkru móti. Bar hún sína sögu með hinum mesta ákafa. Þorgils vildi þegar að þeir tækju manninn út með valdi. En Eysteinn vildi að þeir stefndu að sér konungsmönnum, þótti þeir of liðfáir vera til hvorstveggja, fyrst að taka út manninn, en verja sig eftir. Og svo gerðu þeir sem hann vildi vera láta og fleiri lögðu ráð eftir. Stefna að sér konungsmönnum og búast um í garðinum. Síðan er þeir voru búnir fara þeir Þorgils með sína sveit til herbergis þess er maðurinn var inn kastaður. Verða vökumenn við það varir. Skipast þeir fyrir durum og hyggja að þessir muni eigi svo harðlega að ganga. En Þorgils laust þann er fyrir honum varð öxarhamarshögg mikið og fleiri voru þeir lamdir er fyrir voru og stukku frá. Gekk Þorgils að hurðinni og braut, tók manninn í fang sér og bar út, braut af honum fjöturinn. Fór þessi maður með Þorgilsi heim í garðinn. En varðmenn segja jarlinum hversu harðlega þeir voru leiknir. Varð hann við það reiður mjög og lét blása saman hirð sinni og handgengnum mönnum og öllum þeim er hans flokk vildu fylgja. Lét jarl þá bera út merki sitt og vopnaðist sjálfur og allir hans menn. Ganga þeir nú út eftir bænum. Og er nú sagt þeim Þorgilsi að jarl fer að þeim með her manns vopnaðan og létu heldur ófriðlega. Þorgils heitur nú á menn sína að þeir skuli ganga út á vígin er þeir hefðu gert og verja hendur sínar rösklega ef þess þarf við og látum konung það spyrja að hann hefir hér drengjum skipað en eigi dáðleysingjum. Gengu þeir þá út og fram í vígin. Kom þá jarl að í því og spurði: Hefir þú Þorgils og þér félagar gert hér svo mikið hervirki að, brotið upp herbergi og barið menn mína en tekið þann í burt með valdi er sjálfur hafði unnið til dauða? Þorgils kvað það satt að þessi maður var á þeirra valdi er hann leitaði eftir en annað ætla eg það eitt gert er lítillar umræðu sé vert. Er nú vel að þú reynir það í dag hvort Íslendingar eru svo linir og lítils háttar sem þér sögðuð í vetur. Jarl mælti: Slíkt er mikið ofbeldi ótignum mönnum að halda til jafns við oss eða meir. Taldi hann nú margar sakar við Þorgils og eggjaði þá menn sína til atsóknar. Þorgils sagði sér það vel líka: Skuluð þér, jarl, minni til reka áður þér náið manninum. Menn urðu seinir til atsóknar því að þeir voru margir með jarli er þar áttu frændur og vini í garðinum eða aðra vandamenn. Eysteinn bóndi var svo vinsæll að engi af bændum var vinsælli. Þá lögðu hinir betri menn til og báru sáttmál í millum þeirra. En jarl var hinn óðasti og bað bera eld að bænum en Þorgils gekk út í garðinn með brugðið sverðið og bað jarl þar undir ganga ef hann þættist eftir nokkurum eiga að sjá þar. Tókust þá meðalgöngur. Tjáðu menn þá fyrir jarli hver ófæra honum var í að gera svo mikið hervirki á konungs þegnum og í konungs landi. Kom þá svo fyrir jarli að hann mundi taka sjálfdæmi. En er Þorgilsi var það tjáð neitaði hann því þverlega, bað jarl þá sækja eða frá hverfa. Eysteinn segir að Þorgils mundi vilja konungs dóm á málinu. Þorgils segir að hann vildi að svo búið stæði til konungs fundar en síðan gerði hann ráð fyrir sættinni. Eysteinn segir eigi sið að mál stæðu opin. Þorgils mælti: Sé eg Eysteinn að þú ert sáttgjarn. Svo er víst, segir Eysteinn, þykir mér góður friðurinn, er eg honum vanastur. En haltu þó Þorgils þessu máli svo fast sem þú vilt fyrir því að eg mun eigi fyrst við þig skiljast og fyrr skal hér í garðinum etið og drukkið allt það er ætt er í garðinum en eg taki nauðasætt af jarlinum. Mæltu drengja heilastur, segir Þorgils. Þá gekk Jórunn húsfreyja út í garðinn og mælti svo: Þess bið eg þig Þorgils ef eg hefi nokkuð svo gert að þér þykir vel þá stýr þú eigi þessu máli í svo mikið vandræði að þú hafir þig í veði eða bónda minn eða aðra góða menn ef þú átt kost sæmilegra sætta. Og fyrir hennar fortölur hneigðist Þorgils. Áttu nú margir menn hlut í að þeir skyldu sættast. Kom því svo að jarl varð að því leiddur með fortölum vina sinna að hann bauð alla málavöxtu á konungs dóm. Gekk þá sættin saman svo að konungur skyldi dæma öll málin óskoruð þau er þeirra í milli voru orðin og honum þótti dóms þurfa. Þótti Þorgils þessu hafa vel fylgt og fékk hann hér fyrir gott orð.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.