Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 3

Þórðar saga kakala 3 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 3)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
234

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Tumi Sighvatsson átti þá bú í Arnarbæli. Kom hann þegar til Keldna er hann frétti að Þórður var þar kominn og varð þar fagnafundur mikill með þeim bræðrum. Réðst Tumi til vesturreiðar með Þórði og nokkurir menn með honum. Nikulás hét maður og var Oddsson. Oddur faðir hans var ættaður úr Austfjörðum. Móðir Nikuláss var Herdís dóttir Barkar af Baugstöðum. Hann var fylgdarmaður Hálfdanar. Hann var mikill maður og sterkur og vel viti borinn. Hann fengu þau Steinvör og Hálfdan til fylgdar við Þórð. Börkur hét maður og var Guðmundarson. Hann réðst enn til ferðar með Þórði. Urðu þeir Þórður og Tumi bræður saman nær tuttugu menn þá er þeir riðu frá Keldum. Riðu þeir þá vestur yfir Þjórsá, fóru svo um héraðið að Hjalti biskupsson varð ekki var við. Riðu þá vestur til Borgarfjarðar og svo til Dala. Svertingur hét maður og var Þorleifsson. Hann bjó þá í Hvammi. Fór Tumi þangað og var þar meðan Þórður fór vestur í fjörðu. En er Órækja var utan rekinn þá dreifðist víða sú sveit er honum hafði fylgt. En er þeir spurðu að Þórður var kominn í Dala þá þótti þeim hann líkastur til nokkurrar uppreistar í móti hans óvinum. Drifu þeir þá flestir allir til hans. Tók hann við þeim flestum vel. Voru þeir fremstir í þeirri sveit frændur hans Dufgussynir: Björn kægill og Kolbeinn grön, Þorgeir Hróðbjartsson er kallaður var stafsendi, bræðrungur Dufgussona, Guðmundur Jónsson er kallaður var sorti, son Þórdísar Sveinsdóttur Sturlusonar, Ásgrímur baulufótur og enn fleiri aðrir þó að vér nefnum eigi alla. Reið þá Þórður vestur til Saurbæjar. Sturla Þórðarson bjó þá á Staðarhóli. Fékk Þórður þar góðar viðtökur. Og er hann hafði þar verið eina nótt gengu þeir Þórður og Sturla á tal. Kvað Þórður sér það sagt að hann væri mestur maður og vitrastur í þeim sveitum af hans frændum: Hefi eg það og spurt að þér hafi þær hrakningar nær borið er vér fengum á Örlygsstöðum. Hefir þú og jafnan síðan verið liðsinnaður mínum frændum, þeim er síns réttar áttu að reka. Vænti eg enn að svo munir þú til mín gera. Var mér það sagt að ekki yndir þú betur við skilnað yðvarn Órækju en þér mundi það þá í hug að veita þeim ef nokkur vildi þess réttar reka. Sturla kveðst óhóglega við kominn: Munuð þér spurt hafa að eg hefi eið svarið Kolbeini unga og þar í bundnir þeim eiðum allir hinir bestu menn í minni sveit. Þórður kallaði eiða þá ekki verið hafa annað en nauðung eina. Sturla kvaðst vilja verða honum að liði eftir því sem hann mætti sér við koma en kvaðst búinn mundu til slíkrar liðveislu sem hann vildi í ganga þá er Þórður kæmi vestan. Þórður fór þaðan vestur yfir Breiðafjörð til Barðastrandar. Þá bjó í Haga Eyvindur prestur Ragnheiðarson sem fyrr var getið. Hann átti Þórunni Gellisdóttur. Hennar móðir var Vigdís Sturludóttir. Gísli Markússon bjó á Rauðasandi. Hann átti Þórdísi Gellisdóttur, systur Þórunnar, og var hann svo mægður við Þórð. Hann var mestur bóndi fyrir vestan Arnarfjörð og var þá mjög kominn á hinn efra aldur. Hafði hann og alla ævi verið í ferðum, fyrst með Sighvati, en þá með Sturlu er hann kom í Dali. Hafði og engi maður verið einfaldari í öllum málaferlum við Sturlunga en hann. Átti hann þar og allt sitt traust er þeir voru en þurfti jafnan til að taka því að hann var hinn mesti ójafnaðarmaður. Synir Gísla hinir skilgetnu voru lítt á legg komnir en laungetna sonu átti hann marga og þá fullkomna að aldri. En er Þórður kom í Haga sendi hann menn eftir Gísla og stefndi að sér öllum bændum er nokkur málaskil kunnu. Þórður bar þá upp erindi sín, fyrst við Gísla og þá við alþýðu, beiddi Gísla ferðar suður um land til móts við Hálfdan og þar með alla aðra er hans flokk vildu fylla. Taldi hann þá upp vandræði sín sem ærin voru til, sagði það saman bera, skaða sinn og alþýðunnar í þessum sveitum, kveður og vel sama að hann væri fyrirmaður í málunum en þeir veittu honum eftirgönguna. Mun þá vera annað hvort af bragði, sagði hann, að vér munum rétta vorn hlut eða falla ella á fætur frændum vorum, og er þar góður hvor upp kemur. Gísli kvaðst eldur vera mjög frá ófriði og væri sér mál af að láta en kvað þó ærna nauðsyn á vera að allir drýgðu dáð og veittu honum: Hefi eg og þá eiða unnið Kolbeini að mér sómir allvel fyrir þá sök að vera honum mótgangsmaður. Mun eg fá til ferðar með þér, Þórður, fjóra syni mína og hvetja alþýðu þá er eg má orðum við koma og ætla eg það skulu mikið stoða. Þórður tók því vel að einu og kvaðst aldregi ætlað hafa að hann mundi sjálfan sig undan draga. Þórður fór þá norður til Eyrar í Arnarfirði. Þá bjó á Eyri í Arnarfirði Steinunn dóttir Hrafns Sveinbjarnarsonar Bárðarsonar hins svarta. Móðir hennar var Hallkatla Einarsdóttir, Grímssonar, Ingjaldssonar, Grímssonar glammaðar, Þorgilssonar errubeinsstjúps. Steinunn átti sex börn, dætur tvær og sonu fjóra. Hrafn hét son hennar hinn elsti, annar Guðlaugur, þriðji Ólafur, fjórði Oddur. Herdís hét dóttir hennar hin eldri. Hún var gift þeim manni er vér nefndum fyrr, Svarthöfða Dufgussyni frænda Þórðar. Svarthöfði var þá vistum á Eyri með Steinunni. Önnur dóttir Steinunnar hét Halla.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.