Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 2

Þórðar saga kakala 2 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 2)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En er Þórður var á land kominn í Eyjafirði þá voru þar fyrir heimamenn Kolbeins unga og hleyptu þegar til Skagafjarðar á fund Kolbeins og sögðu honum að Þórður var út kominn. Þórður varð landfastur laugardag hinn næsta fyrir Maríumessu síðari. Hún var á öðrum degi viku. Voru þar í kaupstefnunni margir hinir stærri bændur, þeir er verið höfðu ástvinir föður hans. Kemur þá til hans Halldóra móðir hans og aðrir frændur hans og urðu allir honum fegnir í fyrstunni. En er þeir hugsuðu um ríki Kolbeins unga, hversu mikið orðið var, þá þótti þeim nálega sem Þórður væri látinn. Og vöktust þá upp af nýju þeir harmar er Halldóra hafði beðið því að engi hans frænda treystist að veita honum en alþýða var svo hrædd að ekki þorði við hann að mæla það er eigi var á allra manna viti. En margir voru í sökum vafðir við Þórð, er farið höfðu með eignir þær er faðir hans hafði átt og bræður. En er Þórður sá hversu alþýðu var snúið af hræðslugeði til mótgangs við hann fyrir ríki Kolbeins svo að hverjum þótti sem láta sjálfan sig eða eignir sínar ef honum gerði nokkurn góðan hlut þá fékk hann sér hesta og reið inn til héraðs. Þórður reið nú inn á Grund. Þá bjó á Grund á föðurleifð hans Styrmir Þórisson og Sigríður Sighvatsdóttir. Þau áttu tvö börn. Hét Teitur son þeirra en Halla dóttir. Teitur var þá eigi heima og farinn út í Grímsey. Þá er Sighvatur og Sturla voru látnir þá lét Kolbeinn eiga skuldadóm eftir Sighvat og gerði hann félausan. Í því máli vafði hann alla hina stærri bændur í Eyjafirði með öðru hvoru, að þeir skyldu ágirnast og kallast átt hafa eða lét þá kaupa hvort er þeir vildu eða eigi og gefa frjálsar eignir fyrir til þess að þá væri öll alþýða meir bundin í mótgangi við Þórð ef hann kæmi til Íslands. Þá lét hann sem hann keypti Grundarland sumt að Halldóru og Tuma og gaf þeim við eignir í Skagafirði. Bjuggu þau mæðgin þá að Þverá. Þótti Kolbeini sem Tumi mundi þar minna áleiðis koma til mótgangs er óvinir hans sátu umhverfis. En Styrmi og Sigríði Sighvatsdóttur rak hann norður til Eyjafjarðar er þau bjuggu áður í Bjarnarstaðahlíð, þóttu þau þar sitja fyrir njósnum, en kvað Sigríði það sagt hafa að sæmilegt væri að hún settist í rúm föður síns. Sigríður kvað Kolbein mega reka sig á braut af staðfestu sinni en aldrei þykist eg að heldur eiga Grundarland þótt eg setjist þar niður. En þetta varð sem annað svo að vera sem Kolbeinn vildi. Þá er Þórður kom á Grund kom til hans Árni ábóti og Guðmundur Gilsson og báðu þeir hann verða á brottu sem fyrst, sögðu þann tíma er Kolbeinn yrði var við útkomu hans að hann mundi þegar gera menn til hans. Tóku það flestir upp fyrir Þórði að Hálfdan mágur hans væri líkastur til að veita honum nokkvern styrk fyrir kosta sakir og ættar en kváðu Steinvöru systur hans höfuðskörung og líklega til framhvata margs við Hálfdan bónda sinn. Tók Þórður þá það ráð að ríða suður um land. Var þá eigi meira föruneyti Þórðar að sinni úr Eyjafirði en tveir menn, Snorri Þórálfsson er út kom með honum og annar maður er Hámundur hét og var Þorsteinsson. Hann var kallaður auga. Hann var leiðtogi þeirra. Riðu þá norður yfir Vöðlaheiði og svo upp hina nyrðri leið á Sand. En er Kolbeinn ungi spurði útkomu Þórðar þá sendi hann þegar norður til Eyjafjarðar þrjá tigu manna. Voru þar fyrir heimamenn hans. Og er þeir komu til Gása könnuðu þeir búðir allar með brugðnum vopnum og fundu Þórð eigi sem von var að. Eftir það undu þeir illa við sína ferð og tóku síðan Leif austmann er síðan var kallaður Knarrar-Leifur og létu sem þeir mundu fóthöggva hann, Leifur hafði verið vin Þórðar og félagi, en tóku vopn öll er kaupmenn áttu. Kaupmenn allir áttu hlut að, sögðu Leif saklausan og fyrir það létu þeir Leif lausan en rændu tvo íslenska menn, Styrkár Einarsson og Þorbjörn skakk, til þriggja tiga hundraða. Eftir það fóru þeir vestur og sögðu Kolbeini að Þórður var riðinn á Sand. Kolbeinn sendi þegar menn Hjalta biskupssyni, bað hann veita sér og setja þær gíslar fyrir sem honum þætti vænst að duga mundi. Hjalti var heima og jók heldur fjölmennið. Þórður reið leið sína þar til er hann kom til Keldna. Hálfdan og Steinvör tóku við honum vel. En er Þórður hafði fáar nætur verið að Keldum þá heimti hann á tal Hálfdan mág sinn og Steinvöru systur sína og sagði að þeim mundi kunnigur skaði sá hinn mikli er hann hafði beðið í láti föður síns og svo og bræðra og svo teknar allar eignir vorar en látið mér hvergi óhætt. Nú er eg til þess hingað kominn mágur á ykkarn fund að krefja þig nokkurrar liðveislu og vita ef guð gefur þann tíma að vér mættum með nokkuru móti fá sæmdir vorar. Þykir mér engi maður jafn líklegur til liðveislu við mig sem þú, fyrst sakir vensla og þess að þú ert kostameiri fyrir fjár sakir og annars afla en hver annarra minna venslamanna. Vænti eg og hér best að sem þið eruð. Steinvör svaraði vel máli hans og kvað einsætt vera Hálfdani að drýgja dáð og veita Þórði allt slíkt er hann mætti, kvað hann hafa verið engan styrjaldarmann hér til: Hefi eg hann og sjaldan eggjað að ganga í stórmæli en nú mun eg það bert gera að lítið mun verða okkart samþykki ef þú veitir eigi Þórði bróður mínum. Mun þá svo fara sem minnur er að sköpuðu að eg mun taka vopnin og vita ef nokkurir menn vilji fylgja mér en eg mun fá þér af hendi búrluklana. Var Steinvör þá málóð um hríð en Hálfdan þagði og hlýddi til. En er Steinvör þagnaði þá mælti Hálfdan: Svo líst mér sem menn muni hér fleira við þurfa en ákafa einn saman ef þetta mál skal nokkvern stað eiga er Þórður byrjar. En mér er kunnast hvað manna eg er sjálfur. Eru mér lítt hendar stórdeildir og er eg heldur hniginn fyrir aldurs sakir en verið þó ávallt ósamur að eiga hlut í stórmælum. En mér sýnist sem þeir er í þetta mál ganga sem nálega hafi allt landsfólk í móti sér. Vil eg og vita hvern afla Þórður fær annars staðar þar sem frændur hans og vinir eru. Mun eg ef Þórður kemur hér með nokkvern styrk liðs ganga í mál með honum lengur. Steinvör eggjar þessa svo mjög. Gerðu þau það ráð öll saman að Þórður skyldi fara í Vestfjörðu og leita eftir hverjir menn honum vildu veita. Sagði Hálfdan þar marga þá menn er harma sína áttu að rétta við Kolbein og Sunnlendinga, kvað þá enn mundu gjarnari ófriðar en sig eða sína menn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.