Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 1

Þórðar saga kakala 1 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 1)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þórð Einum vetri eftir lát Snorra Sturlusonar hófust þeir atburðir er mörg tíðindi gerðust af síðan, utanferð Gissurar Þorvaldssonar fyrir sunnan land en Órækja fór utan í Eyjafirði. Það haust kom út Þórður Sighvatsson að Gásum og Jón Sturluson og var þá barn að aldri. Solveig móðir hans kom og þar út og dætur hennar. Jón lindiás var stýrimaður á skipi því. Í þenna tíma var Kolbeinn ungi mestur höfðingi fyrir norðan land og hafði þröngt undir sig mestum hluta landsins. En þá er Gissur fór utan hafði hann sett Hjalta frænda sinn í rúm sitt og skyldi hvor þeirra Kolbeins veita öðrum ef ófriður væri ger á aðra hvora, Sunnlendinga eða Norðlendinga. Voru og Dufgussynir utan reknir, Svarthöfði og Kolbeinn. Björn skyldi vinna eiða Kolbeini að vera aldrei á móti honum við hvern sem hann ætti um. Sturla Þórðarson var tekinn með valdi við Brú með Órækju sem fyrr var ritað og skyldi annaðhvort fara utan eða sverja Kolbeini tylftareið og hinir bestu menn honum úr Vestfjörðum að vera aldrei á mót Kolbeini þó að Þórður kæmi til eða nokkur maður hæfi ófrið í móti honum. Páll prestur Hallsson reið norður og Ketill prestur Þorleiksson, Gunnsteinn Hallsson og Vigfús son hans, Þóroddur prestur og allir hinir bestu menn úr þeim sveitum sem hann átti forræði. Sór Sturla eið og þessir menn með honum og reið heim síðan. Þetta hið sama sumar reið Einar Þorvaldsson og Þórdís Snorradóttir og hinir bestu bændur með þeim úr Ísafirði norður á fund Kolbeins og fengu þar sæmilegar viðtökur og gjafir góðar. Og að skilnaði þeirra játuðu þau öll því er Kolbeinn vildi eða beiddi. Riðu þá vestur með þeim Einar Jónsson og Einar dragi og þeir sex saman af fylgdarmönnum Kolbeins. En þá er þau komu til Staðar í Steingrímsfjörð gerðu þeir menn til Ásgríms Bergþórssonar á Kallaðarnesi. Kom hann til móts við þá og festi trúnað sinn með eiðum við Kolbein og var til þess trauður í fyrstu. En þá er þeir heyrðu að annaðhvort skyldu allir menn vinna Kolbeini eiða í Vestfjörðum eða sæta afarkostum ellegar fór honum þá sem öðrum er ekki var til annarrar handar að hann sá ekki annað sitt ráð en gera svo sem beitt var. Riðu þeir þá vestur til Ísafjarðar og stefndu þar fund búendum, höfðu þá uppi eiðamálið. Gekk það auðvelt sem von var því að þar voru margir vinir Kolbeins hinir stærri búendur en í annan stað vildu allir gera vilja Einars og Þórdísar. Sóru þá allir bændur eið Kolbeini. Eftir það fóru þau vestur til Barðastrandar og áttu þar fund við höfðingja og stefndu til Gísla af Sandi og höfðu uppi orðsending Kolbeins að Gísli skyldi sverja eið eða mæta ella því meira fjandskap af Kolbeini sem hann hefði í fleira því verið, sem honum var til mótgangs, en aðrir. Gísli kveðst aldrei mundu Kolbeini eiða sverja. Fór þá í heitan og fjandskap af hvorumtveggjum. Var þar við Eyvindur prestur Þórarinsson, góður maður og göfugur, er oftast var vanur að vera umbót með Gísla og öðrum mönnum þeim er þess þurftu við. Þar var og Þórarinn Kollason systurson Eyvindar. Kölluðu þeir þá Gísla á tal við sig og báðu hann að hyggja í hvert óefni komið var, kváðu nú eigi Sighvat eða Sturlu til liðveislu við hann eða aðra þá er honum hefðu mestir flutningsmenn verið. Gísli kvað Kolbein annars maklegan eða þá menn er ráðið höfðu Sighvat eða Sturlu en hann veitti þeim né einn trúnað. Eyvindur kvað þá á hitt að líta að hann breytti eigi svo að hann tæki afarkosti á mót en sveitin hefði ófrið og þótti öllum það af honum hljótast. Gísli kveðst þó aldrei Kolbeini Arnórssyni mundu eið sverja hvað sem í skurð gengi. Eyvindur þagnaði þá um hríð og mælti síðan: Sverðu þá eið Kolbeini unga. Eg á þann son er Kolbeinn heitir og er heitinn eftir Kolbeini Sighvatssyni og má þá verða réttur eiður þinn er þú veist það í hug þér að þú þykist honum sverja. Gísli kveðst þetta gera mundu með forsjá þeirra. Gengu þeir þá með þessu ráði til móts við þá Einar og Norðlendinga. Sagði Eyvindur þá að Gísli vildi gera eftir bæn hans og annarra vina sinna. Stafaði Einar Jónsson þá Gísla eið en hann sór eftir því sem þeir Eyvindur prestur höfðu ráðið og sá engi maður í það. Sóru þá allir bændur eiða á þeim fundi, þeir sem þess voru beiddir. Skildu þeir þá slíkir vinir sem þeir fundust. Fóru þeir Einar þá norður í fjörðu og gengu þar allir hinir stærri bændur til eiða utan fáir menn. Sanda-Bárður og nokkurir menn vildu eigi sverja. Eftir þetta riðu þeir Kolbeins menn norður. Nú fékk Kolbeinn með slíku móti vald yfir Vestfjörðum sem hér var sagt. Þetta sama haust varð Þorfinnur afturreka í Hrútafirði. Voru þar Dufgussynir á skipi og margir aðrir íslenskir menn. Riðu þeir þá heim í Hjarðarholt. Fór þá Björn drumbur norður á fund Kolbeins og Þorsteinn Hjálmsson með honum. Skyldu þeir þá friða fyrir þeim bræðrum við Kolbein. En er þeir komu á hálsinn hjá Svínavatni reið þar maður á móti þeim. Sá hét Jón og var kallaður liðsmaður. Þorsteinn spyr hann tíðinda. Hann sagði þeim skipkomu að Gásum og að þar var á Þórður Sighvatsson. Þorsteinn spurði hvert Jón skyldi. Eg skal fara í Vestfjörðu, sagði hann, að finna yður hina stærri bændur. Þorsteinn spyr hvað erinda sé. Jón segir: Hefir Kolbeinn til þess orð send, ef Þórður kæmi hér fram nokkur, að taka hann og skyldi færa honum. Þorsteinn bað hann finna aðra bændur en við munum ríða á fund Kolbeins. Þá skildu þeir. Reið Jón þá vestur en þeir Þorsteinn riðu þá norður og Björn. Og þá er fal sýn í milli þeirra Jóns mælti Björn við Þorstein: Þau tíðindi hefi eg frétt að eg mun aftur hverfa og ríða eigi lengra. Hví sýnist þér svo? sagði Þorsteinn. Björn svarar: Eg veit að bræður mínir munu jafnskjótt fara til Þórðar sem þeir ná honum hverigu sem eg heit Kolbeini en eg vil fylgja þeim. Þorsteinn varð fár um og kvað hann ráða mundu. Þetta var um dagmálaskeið. Sneri Björn nú aftur og reið svo norðan að hann fann ekki menn, kom heim í Hjarðarholt er lítið var af nótt. Vakti hann upp bræður sína og sagði þeim þessi tíðindi. Þeir urðu þessu fegnir og þótti hann vel farið hafa. Sátu þeir nú heima um hríð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.