Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 145

Íslendinga saga 145 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 145)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
144145146

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Eftir þessi tíðindi er nú voru sögð lagði Kolbeinn ungi undir sig allan Norðlendingafjórðung og tók heimildir á öllum goðorðum af þeim mönnum er átt höfðu að fornu. Var það þá kallað ójafnaður og rangindi er Sighvatur hafði haft ríki og goðorð af mönnum norður þar. Um vorið eftir lét Kolbeinn heyja skuldadóm eftir Sighvat í Eyjafirði. Var þá dæmt af örfum allt fé það er Sighvatur hafði átt, bæði lönd og lausafé og jafnvel Grundarland. Var það selt Styrmi og Sigríði dóttur Sighvats en tekin af þeim Bjarnarstaðahlíð fyrir. Halldóru og Tuma syni Sighvats var fengin Grund í Svarfaðardal og bjuggu þau þar fyrst. Þá er Kolbeinn fór frá skuldadóminum var hann út í Hörgárdal á einum bæ. Hann var manna fimastur og leikinn mjög. Hann henti sér skemmtan að og hljóp yfir þúfu eða garðsrúst lága og féll af svo að undir honum varð höfuðið og varð honum meint við og mest í bringunni. Þar sló í þrota og opnaðist. Hafði hann það mein meðan hann lifði og það leiddi hann til grafar. Um sumarið eftir á alþingi bar Gissur hernaðarsakir á alla þá menn er verið höfðu í Apavatnsför. Gengu menn þar til festu fyrir úr öllum sveitum vestan. Var þar fyrir goldið stórfé af mörgum og dregið suður um land. Það gjald líkaði mönnum allþungt sem von var að. Vermundur Tumason bjó að Ökrum í þenna tíma, frændi Kolbeins unga. Hann átti Oddnýju dóttur Halls Þorsteinssonar í Glaumbæ. Ólöf Benediktsdóttir var móðir Oddnýjar. Hún var þar að Ökrum og hafði kú um veturinn og hjábú. Þorsteinn galti hét maður. Hann gætti nauta Vermundar. Brandur hét son Þorsteins. Hann gætti sauða Vermundar og var vasklegur maður. Hann var á vist með Vermundi en Þorsteini föður hans voru kaup gefin til verka. Þetta var nokkurum vetrum eftir Örlygsstaðafund. Vermundur ræddi um einhverju sinni við Þorstein nautamann sinn og kveðst eigi vilja að hann stæli töðu hans fyrir kú Ólafar mágkonu sinnar. Þorsteinn kvaðst það eigi gert hafa, kvað Hall í Glaumbæ gefa svo fóður kú hennar og Skíða Bjarnason bróður hennar sammæddan er þá bjó á Frostastöðum að hann þurfti eigi að stela fyrir kúna. Vermundur hét hann á braut, kvað hann eigi skyldu þar lengur vera. Þetta var milli jóla og föstu. Þorsteinn fór á braut um daginn en Brandur son hans var genginn til sauðfjár og vissi ekki til þessa. Maður hét Guðmundur guðiþekkur. Hann var Gunnarsson og átti heima á Ásgrímsstöðum í Hegranesi. Hann gekk til Miklavatns að veiða fiska aðfangadag jóla og var það á föstudag. Og um kveldið áður hann fór heim tók að dimma mjög. Þá gekk maður að honum mikill og ákaflega þreklegur. Hann var í kufli og lét slúta hattinn. Guðmundur spurði hver hann væri. Hann kvaðst Járngrímur heita. Hvert skaltu fara? sagði Guðmundur. Upp í Hornskarp, sagði hann, og þaðan til Akra og þaðan vestur til Línakradals. Síðan gekk hann á brott. Guðmundur leit eftir honum og sá að svört bót var á milli herða honum. Fór Guðmundur heim og vissi ekki til manna er hann sá ljós og menn. Það sama kveld var veginn á Hornskarpi sá maður er Geir hét. Glámur svartmönungur vó hann, systurson hans. Nú er þar til að taka er áður var frá horfið að laugardaginn eftir reið Vermundur Tumason til laugar og með honum Ásgeir auraprestur, fylgdarmaður hans. Hann var skartsmaður mikill og manna listugastur, raddmaður mikill. Vermundur kom síð heim og þeir félagar og gengu til stofu og brann ljós í stofunni og dregið upp en myrkt hið neðra. Tjölduð var stofan. Öngva sáu þeir menn þar. Vermundur bað förunaut sinn sjá fyrir hestum þeirra og gekk Ásgeir þá úr stofunni en Vermundur festi upp vopn sín. Brandur hafði komið heim nokkuru áður og sat hann í koluskugga og hafði snarpa öxi í hendi. Hann vissi þá að faðir hans var á braut rekinn og það segja sumir menn að Vermundur hefði lostið hann um veturinn nokkuru áður. Og er Vermundur fló af sér yfirklæði sitt það er hann hafði yst þá hleypur Brandur að honum og höggur á öxlina og mjög svo frá höndina. Var það banasár. Brandur hleypur út og strýkur brott í náttmyrkrinu. Hann kemur í Haga og finnur þar föður sinn. Þeir koma á Flugumýri og var Kolbeinn í hvílu kominn og menn hans. Brandur gekk að húðfati Einars draga Illugasonar, hann var vel til hans, og sagði honum áverkann við Vermund og réðst um við hann hvort hann skyldi eigi ganga á vald Kolbeins. Einar bað hann á brottu verða skjótt og kvaðst eigi nenna að taka hann en þótti þess vert. Fóru þeir feðgar þá í brott og námu staðar í nautahlöðu á Dýrfinnustöðum. Þar bjó þá Kollsveinn Karf-Helgason. Kolbeinn spurði þegar um nóttina áverkann en Vermundur lést drottinsdaginn. Var þá sent eftir Bersa bróður hans vestur til Móbergs. Kom hann á Flugumýri og hafði sanna njósn af hvar þeir Brandur voru og var Brandur þar handtekinn í hlöðunni og varðist vel áður og særður mörgum sárum. Síðan leiddu þeir hann út og varð vel við og vó Bersi að honum. Þorsteinn faðir Brands fór með þeim og gaf Kolbeinn honum grið. Hann fastaði kárföstu eftir son sinn norður á Völlum í Svarfaðardal. Vermundur var færður til Staðar og flutti Kolbeinn ungi og hans menn lík Vermundar til kirkju.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.