Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 44

Íslendinga saga 44 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 44)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
434445

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þenna vetur var Guðmundur biskup í Odda með Sæmundi eftir bardagann á Helgastöðum. Þenna sama vetur spratt upp mikill fjandskapur með þeim Birni Þorvaldssyni og Lofti biskupssyni. Varð þeim margt til. Skildi þá fyrst á um skóga Kolskeggs hins auðga og Lofts. Kolskeggur átti bú á Leirubakka og lágu saman skógar þeirra Lofts. Og þótti Lofti húskarlar Kolskeggs hafa höggið skóg sinn og beiddi þar bóta fyrir en Björn Þorvaldsson vildi engu bæta láta og taldi Loft ljúga allt til um skógamerki. Og hér með færðu Breiðbælingar Loft í flimtan og gerðu um hann dansa marga og margskonar spott annað. Sáttarfundur var settur með þeim í Árnesi. Skyldu gera Þorvaldur Gissurarson og Sæmundur Jónsson. En er Loftur innti sitt mál sagði hann Pál biskup föður sinn segja þau skógamörk sem eg segi. Kolskeggur svarar: Engi þótti faðir þinn jafnaðarmaður í fyrstu og heldur fylginn sínu máli þó að hann yrði nú góður maður er hann varð biskup. Loftur hljóp þá upp og mælti: Heyr þar til, þú rassragur maður mundir bregða föður mínum rangindum. Skal nú aldrei sættast. Sæmundur mælti: Ekki, ekki. Þorvaldur tók þá til orða: Eigi mun nú ekki eitt þitt þurfa ef duga skal. Sendu þeir þá eftir Lofti og báðu hann halda sættir þær er handseldar voru en Loftur vildi það eigi nema Þorvaldur ynni eið að gerð þeirra. Þeir gerðu skóga til handa Kolskeggi. Bað Sæmundur Loft gefa upp eiðinn Þorvaldi en hann vildi það víst eigi. Þorvaldur vann eið og skildu við það að þá líkaði hvorumtveggja verr en áður. Það var og mikil undirrót um missætti þeirra Bjarnar og Lofts að Oddaverjum þótti þungt að Haukdælir hæfust þar til ríkis fyrir austan ár. Voru mjög í þessu með Lofti synir Sæmundar Haraldur og Vilhjálmur er þá voru mest á legg komnir. Það var háttur Sæmundar að hann hafði veisludag hvern vetur Nikulásmessu og bauð til öllu stórmenni þar í sveit. Sæmundur sat jafnan á miðjan bekk en skipaði Lofti frænda sínum utar frá sér hið næsta en Björn sat gagnvert Sæmundi á annan bekk í öndvegi. Þar var drukkið fast og talað margt við drykkinn. Sló þá í orðaheimtingar með þeim Lofti og Birni og vinum hans. Var mest fyrir því Steingrímur Ísfirðingur. Fór þá upp sumur kveðskapurinn og skildust þeir þar með hinum mesta fjandskap. Og hér eftir sendir Loftur menn til Snorra og kærði sín mál fyrir honum og var það sumra manna mál að Snorri letti lítt Loft uppreistar á mót Birni. Um vorið eftir fardaga sendi Snorri Valgarð Styrmisson fylgdarmann sinn suður til Lofts og dvaldist hann þar um hríð. Þá sendi Loftur mann á Breiðabólstað að segja Birni að hann mundi þar koma í annarri viku og bað hann svo við búast að hann ætlaði að þá skyldi endir verða á deilum þeirra. Eftir þetta höfðu hvorirtveggju mikinn viðurbúning um vopn og herklæði. Einar Gíslason var á Breiðabólstað og bjó vopn þeirra Bjarnar nokkurar nætur. Hann var vin Lofts og sagðist þar mundu koma með Lofti að ákveðnum tíma og vera þeim það óþarfur er hann mætti. Og nú er að dró stefnudeginum söfnuðu hvorirtveggju liði. Voru með Lofti þrír synir Sæmundar: Haraldur, Vilhjálmur og Andrés, þrír synir Þorsteins Jónssonar: Andrés, Ámundi, Gunnar. Þar var og Guðlaugur af Þingvelli son Eyjólfs Jónssonar, bróður Keldna-Valgerðar, og Ingibjörn bróðir hans og Finnur Þorgeirsson frændi hans. Guðlaugur var fyrir mest með Lofti af öllum hans mönnum en hann hafði þá hið besta mannval og eigi færri en tíu tigi manna. Björn hafði sjö tigu manna fyrir. Þar var Markús Marðarson utan frá Núpi og Páll úr Steinsholti. Árni Magnússon var þar og kominn til gistingar. Þeir Björn höfðu búist um fyrir sunnan kirkju, höfðu lagt stórviðu frá stoðum þeim er voru við húsamótin forkirkjunnar og aðalkirkjunnar og aðra þar er mættust sönghúsið og kirkja og suður á kirkjugarðinn og skipuðu sér þar á milli og horfðu sumir austur en sumir vestur. Og er Loftur reið í túnið kvað hann þetta: Þá hringdi til messu er þeir komu á bæinn. Sæmundur úr Odda var þar kominn og sátu þeir á hestum sínum og hafði tvö hundruð manna. Hann gerði menn heim til kirkjugarðsins og sagði svo að þeir menn allir skyldu grið hafa er þangað vildu ganga í flokk hans hvort er þeir vildu til þess taka fyrr eða síðar. Hann lét og bjóða Árna grið einslega en hann lést með Birni hafa mat etið um kveldið og sagðist þar vera mundu um daginn. Loftur spurði áður þeir veittu atgöngu hvort þar væri nokkur vin eða tengdamaður Orms Svínfellings eða Snorra Sturlusonar, sagðist þeim öllum vilja grið gefa. Þá svaraði Árni óreiða: Hér kenni eg mitt mark á þessu en þó mun eg eigi við Björn skiljast að sinni. Björn mælti, kvað eigi víst hvorir fyrir griðum ættu að ráða þann dag. Slær nú í bardaga og gengur nú allhörð hríð af hvorumtveggjum og voru hinir áköfustu lengi. Loftur gekk austan að þeim en Guðlaugur vestan og var þar Björn fyrir. Hann var í pansara digrum og barðist alldjarflega. Þeir höfðu borið að sér grjót og báru það út á þá. Loftur bað sína menn eigi kasta aftur og bíða þess að grjótið þyrri þeim. Maður lést af Lofti snemma fundarins. Björn varð mjög móður af vörninni og mælti við Árna óreiðu að hann skyldi verja beggja þeirra rúm drengilega meðan hann gengi upp að kirkjunni og hvíldi sig. Allir léttu þeir heldur á Árna um vörnina en Steingrímur mest. Björn spretti frá sér pansaranum er honum var orðið heitt. En er hann kom aftur sáu þeir Guðlaugur að hann var ber um hálsinn. Hljóp Guðlaugur fram og lagði til Bjarnar með spjóti því er þeir kölluðu Grásíðu og sögðu átt hafa Gísla Súrsson. Lagið kom í óstinn og snerist Björn upp að kirkjunni og settist niður. Guðlaugur gekk til Lofts og sagði honum að Björn var sár orðinn. Loftur spyr hver því olli. Við Grásíða, svarar hann. Hve mjög mun hann sár? sagði Loftur. Guðlaugur sýndi honum spjótið og var feitin ofarlega á spjótinu, á fjöðrinni. Þóttust þeir þá vita að það var banasár. Var þá Loftur spurður hvort þeir skyldu sækja að lengur. Loftur segir að enn væri eftir Steingrímslota. Var þá veitt allhörð hríð og atsókn en Steingrímur varðist alldrengilega og féll þar. Eftir það hljópu margir menn úr kirkjugarðinum til griða í flokk Sæmundar og þeir Markús og Páll í fyrra lagi. Það veitti þeim Bjarnar mönnum þyngst er þeir tóku grjótið það millum herða sér er bökunum horfðu við er hinir fengu eigi niður drepið með hlífunum er móti þeim Lofti horfðu. Héðinn prestur lést þar með Birni og alls sjö menn. Árni óreiða lagði lík Bjarnar á kirkjugarðinn og bað Sæmund þar taka við mági sínum og er nú verra en fyrr. Kolskeggur auðgi var þar með Birni. Og er hann hljóp í flokk Sæmundar til griða sletti Andrés Þorsteinsson flötu sverði beru um herðar honum og spurði hve dýr þá skyldi matarvætt. Halda lagi, segir Kolskeggur. Öllum mönnum voru þá grið gefin. Loftur gekk þá til Sæmundar og spurði hvert lið hann vildi veita þeim. Sæmundur spyr hvers þeir beiddu. Þeir sögðu að þess beiddu þeir að hann riði heim í Odda og hefði þar setu en þeir létust mundu hafa aðra í Skarði og bíða svo þings en fjölmenna síðan til þings og vita hvorir þá yrðu aflameiri. Sæmundur varð eigi búinn til þessa og kvað sér eigi sama að deila við Þorvald mág sinn. Þeir Loftur veittu honum stórar átölur áður þeir skildu. Reið Loftur þá heim með sveit sína. Tíðindin flugu þegar um nóttina út yfir á. Og er Þorvaldur spurði í Hruna reið hann þegar í Skálaholt og bjóst þar til varnar því að mönnum þótti sem Loftur mundi ekki ógert láta en Sæmundur mundi veita honum með allan sinn afla. Fundurinn á Breiðabólstað var Bótólfsmessu. En Loftur reið fyrir þingið vestur til Borgarfjarðar og gisti í Stafaholti. Var Snorri þar kominn búi sínu því að hann vildi eigi sitja í Reykjaholti ef hann ætti ófrið við Sunnlendinga. Snorri tók allvel við Lofti og hét honum sinni liðveislu á þingi ef Sæmundur og nokkurir aðrir höfðingjar vildu veita honum. Reið Loftur þá út á Kolbeinsstaði að finna Þorlák móðurbróður sinn og Ketil son hans er þá bjó í Hítardal, er átti Halldóru dóttur Þorvalds Gissurarsonar og slævuðu þær mægðir mjög liðveislu þeirra feðga við Loft. Oddur Sveinbjarnarson og enn fleiri þingmenn Sæmundar fóru suður um heiði til fundar við hann og ætluðu að hann mundi veita Lofti. Loftur reið og suður um þingið og var Sæmundur eigi á þingi en Þorvaldur var þar allfjölmennur. Treysti Loftur þá eigi á þingreiðina og fór suður á Eyjasand og svo út í Vestmannaeyjar og var þar um hríð. Þorvaldur mæltist mjög einn við á þinginu því að engir menn gengu í berhögg við hann um liðveislu við Loft. Gissur Þorvaldsson var þá tólf vetra gamall. Hann sótti Loft til sektar. Fleiri voru þeir sóttir er meiri slægur þótti til. En er Þorvaldur spurði að Loftur væri farinn í Eyjar út þótti Þorvaldi sem hann mundi þaðan veita áhlaup nokkur þá er honum þætti tími til. Var því og eigi trúað að Sæmundur mundi eigi veita honum í þraut. Þorvaldur tók það ráð eftir þingið að hann dró lið saman og sendi orð vinum sínum og frændum og ætlaði að draga skip saman og fara út í Eyjar að Lofti. Kom Arnór Tumason til liðs við hann. Sighvatur sendi og til liðs Þorvaldi sonu sína. Var Tumi fyrir Eyfirðingum. Höfðu þeir mikla sveit og voru þeir allóspakir er þeir komu suður um land. En Sturla var fyrir Dalamönnum. Hann hafði það vor tekið við búi að Sauðafelli. Reið Sighvatur til Borgarfjarðar með honum og bað hann svo segja Þorvaldi að hann mun finna Snorra og letja hann að fara til liðs við Loft sem áður var orð á. En ef hann fengi eigi latt hann sagði hann þá báða fara mundu. Snorri var allmjög snúinn á liðveislu við Loft því að illa hafði verið með þeim Birni. Líkaði honum og illa spott það er Sunnlendingar höfðu gert af kvæðum hans. Voru þá kveðnar í Stafholti vísur nokkurar. Þessi var ein: Snorri var heldur ófrýnn er Sighvatur kom í Stafaholt en þó samdist vel með þeim bræðrum og skildu við það að lokið var liðveislu við Loft. En er Sighvatur kom vestur í Dala spurðu vinir hans hversu farið hefði með þeim bræðrum. En Sighvatur segir að Snorri hefði öxi reidda um öxl svo hvassa að hann ætlaði að hvetvetna mundi bíta þá er þeir fundust. Síðan tók eg hein úr pússi mínum og reið eg í eggina svo að öxin var svo slæ að hló á móti mér áður við skildum. Þá er Sæmundur spurði liðsdrátt Þorvalds reið hann heiman úr Odda og vissu fáir menn hvar hann var og hafði hann af því allþungt orð er hann varð að engu liði frændum sínum. Þá var þetta kveðið:

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.