Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 43

Íslendinga saga 43 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 43)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
424344

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Snorri Sturluson var tvo vetur með Skúla sem fyrr var ritað. Gerðu þeir Hákon konungur og Skúli hann skutilsvein sinn. En um vorið ætlaði Snorri til Íslands. En þó voru Noregsmenn miklir óvinir Íslendinga og mestir Oddaverja af ránum þeim er urðu á Eyrum. Þó kom því svo að ráðið var að herja skyldi til Íslands um sumarið. Voru til ráðin skip og menn, hverjir fara skyldu. En til þeirrar ferðar voru flestir hinir vitrari menn mjög ófúsir og töldu margar latar á. Guðmundur skáld Oddsson var þá með Skúla jarli. Hann kvað vísu þessa: Snorri latti mjög ferðarinnar og kallaði það ráð að gera sér að vinum hina bestu menn á Íslandi og kallaðist skjótt mega svo koma sínum orðum að mönnum mundi sýnast að snúast til hlýðni við Noregshöfðingja. Hann sagði og svo að þá voru aðrir eigi meiri menn á Íslandi en bræður hans er Sæmund leið en kallaði þá mundu mjög eftir sínum orðum víkja þá er hann kæmi til. En við slíkar fortölur slævaðist heldur skap jarlsins og lagði hann það ráð til að Íslendingar bæðu konunginn að hann bæði fyrir þeim að eigi yrði herferðin. Konungurinn var þá ungur en Dagfinnur lögmaður var ráðgjafi konungsins. Hann var hinn mesti vin Íslendinga og var það af gert að konungur réð að eigi varð herförin. En þeir Hákon konungur og Skúli jarl gerðu Snorra lendan mann sinn. Var það mest ráð þeirra jarls og Snorra. En Snorri skyldi leita við Íslendinga að þeir snerust til hlýðni við Noregshöfðingja. Snorri skyldi senda utan Jón son sinn og skyldi hann vera í gíslingum með jarli og það endist sem mælt var. Snorri varð heldur síðbúinn og fékk harða útivist, lét tré sitt fyrir Austfjörðum og tók Vestmannaeyjar. Jarlinn hafði gefið honum skipið, það er hann fór á, og fimmtán stórgjafir. Snorri hafði ort um jarl tvö kvæði alhend og voru klofastef í drápunni: En er Snorri kom í Vestmannaeyjar þá spurðist brátt inn á land útkoma hans og svo með hverjum sæmdum hann var út kominn. Ýfðust Sunnlendingar þá mjög við honum og mest tengdamenn Orms Jónssonar. Þótti þeim sem hann mundi vera settur til af Noregsmönnum að standa á móti svo að þeir mættu engu eftirmáli fram koma um víg Orms. Var mest fyrir því Björn Þorvaldsson er þá bjó á Breiðabólstað og þótti vænn til höfðingja. Sunnlendingar drógu spott mikið að kvæðum þeim er Snorri hafði ort um jarlinn og snöru afleiðis. Þóroddur í Selvogi keypti geldingi að manni að þetta orti: Snorri gisti í Skálaholti er hann fór frá skipi og þeir tólf saman, höfðu meir en tylft skjalda og alla mjög vandaða og létu allt vænt yfir sér. Þá kom þar Björn Þorvaldsson með fylgdarmenn sína og voru þeir allgemsmiklir Steingrímur Skinngrýluson og aðrir þeir er fóru með honum. Og kom svo að Björn gekk í berhögg við Snorra og spurði hvort hann ætlaði að sitja fyrir sæmdum þeirra of eftirmál Orms en Snorri duldi þess. Björn lét sér það ekki skiljast og hélt þar við heitan. Magnús biskup átti hlut að með þeim en þó skildu þeir heldur stuttlega. Snorri fór heim í Reykjaholt og var þar um veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.