Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 6

Prestssaga Guðmundar góða 6 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 6)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá réðust þeir Ingimundur braut af Grenjaðarstöðum og fór Ingimundur til Staðar í Kaldakinn að búa til Þórarins og bjó þar tvo vetur. En Guðmundur fór inn í Saurbæ í Eyjafjörð til Ólafs Þorsteinssonar og var hann þar þessa tvo vetur er fóstri hans var að Stað. En þann hinn fyrra vetur fékk Guðmundur kárhöfði vitran. Þann vetur sat fyrstan að stóli Þorlákur biskup. Þá féll Erlingur jarl um vorið eftir. Þá voru í lög teknar Ambrósíusmessa og Cecilíumessa og Agnesarmessa en af teknir tveir dagar í hvítasunnuviku. Þau misseri eftir andaðist Hallbera Einarsdóttir og þá var gift Guðný Þorvarðsdóttir Þorgeiri biskupssyni og var boð þeirra á Hálsi og voru fimm hundrað boðsmanna. Þau misseri var bardagi á Íluvöllum með Sverri og Magnúsi. Um vorið er Guðmundur var nítján vetra brá Ingimundur prestur til utanferðar og Guðmundur fóstri hans við honum. Þeir réðu sér far að Gásum með Hallsteini kolubak og létu út hinn næsta dag fyrir Mikjálsmessu. Það var drottinsdag og leiddi það veður þá norður fyrir Núp til Melrakkasléttu. Þá kom andviðri og leggja þeir í rétt og velkir svo viku og rekur vestur að Hornströndum. Og einn aftan er þeir sátu yfir matborði sprettir tjaldskörum sá maður er Ásmundur hét. Hann var Austmaður og varð þetta á munni er hann sá út: Hviss piss, af tjöldin. Upp mennirnir hart og títt. Boðar eru allt fyrir. Hrindi borðunum og hirði ekki um matinn. Þá spretta menn upp allir og kasta af sér tjöldunum. Þá kallar Hávarður stýrimaður: Hvar er skipprestur vor? Skammt er hans að leita, segir Ingimundur, eða hvað viljið þér honum? Vér viljum ganga til skrifta, segir hann. Ekki er nú betra til skrifta að ganga en í haust. Hefi eg hvern drottinsdag beðið yður til fyrir guðs sakir en þér vilduð því aldrei hlýða. Nú varðar eigi að guð skrifti yður því að ekki er mér sjór verri en yður. Verið nú hraustir og óhræddir. Þá muntu vilja prestur heita með oss suðurgöngu og öðrum stórheitum því að nú mun ekki annað stoða. Víst eigi, segir prestur, eg mun heita ef ræð hverju heita skal en ellar mun eg taka máli fyrir alla Íslendinga þá er á skipi eru, að engi mun í heitum með yður því að eg vil nú eigi heldur yðra forsjá fyrir mér en þér hafið viljað mína forsjá í haust. Hverju viltu heita þá prestur? Eg vil heita á allsvaldanda guð og helgan kross og frú sánkti Maríu og alla helga að gefa tíunda hlut af öllu því er á land kemur til kirkna eða fátækum mönnum eftir ráði biskups. Þeir svara: Þú skalt ráða prestur því að eigi megum vér nú missa þinnar forsjá. Þá áttu þeir handtak að þessu heiti. Og eru þeir þá komnir mjög allt að boðunum og er þá á þræta mikil hvert ráð taka skal og vill sitt hver. Sumir vilja láta vinda segl upp og var til þess hlaupið. Þá ræðir Hávarður stýrimaður um við Ingimund prest ef hann kynni nafn guðs hið hæsta. Kann eg nokkur nöfn guðs og trúi eg því er segir Páll postuli að eigi sé annað helgara en Jesús. En hitt veit eg eigi hvert þú kallar hæst. Hann svarar: Ekki kalla eg slíkt presta er eigi kunnu nafn guðs. Þá kallar hann á Hallstein stýrimann og spyr: Kanntu nafnið hæsta? Hann svarar: Veit guð að eg ætla mig nú eigi muna þegar og er það þó illa og mun kunna Þórður kráka. Þórður kráka, kanntu nafnið? Hann svarar: Því er verr félagi að mér er úr minni fallið en eg veit þann er kunna mun, Þorbjörn humla mun kunna. Já, já, vel, vel. Þorbjörn humla, seg nafnið ef þú kannt. Hann svarar: Eg vildi gjarna kunna en eg ætla mig aldrei heyrt munu hafa það nafn en vísa mun eg til þess manns er eg ætla kunna munu, Einar vípa. Þá var rætt við hann og nefnir hann nafnið. En er þeir höfðu lyft segli af búlka upp varla mannhæð þá kemur áfall mikið fyrir framan búlka og aftan og dreif yfir búlkann. En þá hélt maður á reipi hverju. En Ingimundur prestur þreif hefilsskaft og vildi kippa ofan segli. Guðmundur fóstri hans átti byggð í báti og stóð milli bátsins og seglsins og skyldi greiða seglið. En í því kemur áfall annað, svo mikið að yfir gekk þegar skipið og ofan drap flaugina og af vígin bæði og utanborðs allt það er laust var á búlkanum nema menn, og lestist þá mjög skipið og svo báturinn. Þá hrindur þeim fram af boðanum og fá þeir áfall hið þriðja og var það minnst. Þá var hlaupið til austrar bæði fram og aftur en segl var undið upp. Þá sáu þeir land og ræða um hvar þeir munu komnir, sögðu sumir að þeir mundu komnir að Málmey en Þórarinn rosti, íslenskur maður, kvað þá skammt rekið hafa að því. Þá svaraði Már Eyjólfsson og lést kenna að þeir voru komnir vestur að Hornströndum að Skjalda-Bjarnarvík og kvaðst þar hafa verið áður of sumarið. Þeir báðu hann vísa leið til hafnar og vildu norður fyrir til Þaralátursfjarðar því að þar var góð höfn. Þá var leitað um hvað til skaða hafi orðið og kemur Ingimundur að Guðmundi frænda sínum. En áfallið hafði drepið hann inn í bátinn en fóturinn hægri hékk út af bátsborðinu og var fastur í seglinu. Ingimundur spurði hví hann stæði eigi upp en hann kvað svo höfugt á sér að hann mátti hvergi hrærast. Þá var rutt af honum og mátti hann eigi að heldur upp standa og spurði Ingimundur hví hann mátti eigi upp standa. Hann kvað svo höfgan fótinn á sér að hann mátti hvergi hræra. Mun eigi brotinn? spyr Ingimundur. Eigi veit eg, segir hann, ekki kenni eg til. Þá var að hugað og var fóturinn brotinn á bátsborðinu svo smátt sem skeljamoli og horfðu þangað tær sem hæll skyldi. Þeir bjuggu þar um hann í bátinum. Þá saknaði Ingimundur prestur bókakistu sinnar og var hún fyrir borð drepin. Þá þótti honum hart um höggva því að þar var yndi hans sem bækurnar voru en maður sá meiddur er hann unni mest. Og þakkaði hann það allt guði og þótti skjótt hafa ræst draum sinn er hann dreymdi áður of nóttina, að hann þóttist koma til Eysteins erkibiskups og þótti hann fagna sér vel. En Guðmundur réð drauminn að þar mundi koma yfir þá býsn. En um daginn áður þeir sigldu í boðana tekur til orða Magnús Ámundason og spyr hvort þeir vissu hvar boðar þeir væru er Þúfuboðar heita en þeir segja honum að þeir voru fyrir Ströndum. Svo hefir mig dreymt til að þeim nær mundum vér komnir. En litlu síðar en þeir höfðu þetta talað þá urðu þeir varir við boðana. Og nú hefur þá norður fyrir Reykjafjall. Þá gengur eigi lengra og leggja segl og kasta akkeri og hrífur við línuakkeri eitt um síðir og liggja þar of nóttina. En að morgni flytjast þeir til lands með viðum af skipi og höggva tré sitt og strengi á borði og létu reka upp. Þá var um rætt hversu fara skyldi með Guðmund og tók til orða sá maður er Bersi hét og kallaður valbráð því að kinn hans önnur var kolblá: Hví munum vér fara með fótbrotinn mann er vér megum eigi bjarga sjálfum oss og skjóti fyrir borð. Þórarinn rosti svarar: Mæl þú allra manna armastur og skyldi þér fyrir borð kasta ef vel væri en hér munum vér annars ráðs leita, hleypur þegar fyrir borð og Einar vípa. Þá víkur skipið svo að þeir stóðu grunn og láta síga Guðmund ofan í vaðmáli fyrir borð en Þórarinn og Einar taka við honum og hélt um sitt lær hvor þeirra og hann sinni hendi um háls hvorum þeirra. Þá gengu sumir eftir og hlífðu þeim við áföllum og drógust svo til lands að út vildi draga að útsoginu en þá skreið á er brimið hratt þeim að upp og komust að landi um síðir. Þá kastar skipinu til djúps og skolar til hafs út allt úr skipinu og braut skipið allt í spón en lítið kemur á land af fjárhlut. Þar bjó sá maður er Snorri hét og var Arngeirsson. Hann var læknir. Hann tekur við Guðmundi og gerir við hann sem hann kunni best. En hann var þó félítill og vildi vel. Margir menn komu þangað úr næstum héruðum og vildu duga þeim og fé þeirra. Þá hét Ingimundur prestur að bókakista hans skyldi á land koma og bækur. En fám nóttum síðar spurðist að hún var á land rekin að Dröngum heil og allt það er í var og hélt ein hespa en tvær voru af brotnar. En allar aðrar kistur voru upp brotnar, þær er á land komu, og allt úr það er í var. Þá fór Ingimundur þangað að þurrka bækur sínar og var hann þar til Marteinsmessu. Þá fór hann norður aftur að finna fóstra sinn og vildi vita hvað liði um fót hans en þá var festur fóturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.