Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 17

Víglundar saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 17)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
161718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þeir Víglundur og Trausti liggja nú í valnum. Raknar
Víglundur við og leitar að bróður sínum og finnur að líf er
með honum. Ætlar hann þá að veita honum umbúð því að hann
treystist eigi enn að bera hann til byggða. Þá heyrði hann
íshöggvagang. Var þar þá kominn faðir þeirra með sleða. Lætur
hann Trausta þar í og ekur honum heim til Ingjaldshvols en
Víglundur ríður einn saman. Lætur hann þá undir sæng sína í
jarðhús og var þar þá Ólöf fyrir og batt um sár þeirra. Voru
þeir þar á laun og urðu græddir að heilu og lágu þeir alla
tólf mánuði í sárum.Hólmkell lét heygja sonu sína og þá menn sem með þeim höfðu
fallið. Heita það nú Kumlahaugar síðan. Spurðist þetta nú
víða og þótti öllum þetta mikil tíðindi. Höfðu það og allir
nær fyrir satt að Þorgrímssynir væru fallnir.Fundust þeir Hólmkell og Þorgrímur og skildi ekki þetta
þeirra vinfengi og urðu á það sáttir að leggja eigi þessi mál
til laga né dóma. En er Þorbjörg vissi það sendir hún orð
Lón-Einari föður sínum að hann skyldi taka vígsmálið eftir
sonu sína og sækja sonu Þorgríms til fullra sekta ef þeir
lifðu. En þótt Einar væri gamall ræðst hann þó fyrir málið og
sótti sonu Þorgríms báða á Þórsnessþingi til fullra sekta.
Spurðist þetta nú heim í hérað.Hásetar Hákonar sigldu fram um sumarið þegar er þeir voru
búnir og komu við Noreg og fundu Ketil og sögðu honum allt
hversu farið hafði og þótti honum seinlega á horfast um
hefndina við Þorgrím og sonu hans. Synir Ketils voru þá
nýkomnir úr víkingu, Gunnlaugur og Sigurður. Þeir voru hinir
frægustu menn. Gunnlaugur ofláti hafði þess heit strengt að
synja öngum manni fars ef líf lægi við en Sigurður hinn spaki
hafði þess heit strengt að launa aldrei illu gott.Ketill segir nú sonum sínum fall Hákonar og biður þá fara til
Íslands og hefna sinnar svívirðingar og drepa Þorgrím prúða.
Þeir létu seint við því og fóru þó sakir bænarstaðar föður
síns. Og þegar er þeir komu í haf rak á fyrir þeim storma og
stórviðri og velktust þeir úti allt til veturnátta, komu þá
við Snæfellsnes í þoku mikilli og brutu skipið við
Öndvertnesið. Komust menn allir lífs á land en lítið náðist
af fé.Þorgrímur spurði það og svo hverjir menn á voru. Reið hann
til móts við þá og bauð þeim Gunnlaugi og Sigurði heim til
sín við alla sína menn og það þágu þeir og voru þar um
veturinn. Mikið fannst Sigurði um Helgu en þó talaði hann
fátt við hana. Aldrei urðu þeir varir við Þorgrímssonu.Það var einn tíma er Gunnlaugur kom að máli við Sigurð bróður
sinn.Hann mælti svo: "Skulum við ekki leita til hefnda við Þorgrím
því að það veit eg að við fáum fullgott færi á honum?"Sigurður mælti: "Þetta er betra ómælt. Þætti mér eg þá launa
illu gott ef eg skyldi þann mann drepa er mig hefir áður
tekið af skipbroti og gert við mig hvern hlut öðrum betur.
Skyldi eg heldur verja hann en vont gera ef því væri að
skipta."Skildu þeir sitt tal og kom Gunnlaugur aldrei að því oftar.Líður nú veturinn og láta þeir bræður búa skip sitt og búast
að sumri til burtferðar. Töluðu það sumir menn að vel mundi
hafa fallið á með þeim Helgu og Sigurði en þó kom það ekki
mjög á loft fyrir alþýðu manna.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.