Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 18

Víglundar saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 18)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
171819

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú víkur sögunni til Eiríks jarls. Hann gerðist maður gamall
og dó af elli. Tók Sigmundur son hans eignir eftir hann og
fékk öngva nafnbót af Haraldi konungi því að konungur lagði
heldur óþykkju á alla frændur Þorgríms sakir vináttu við
Ketil. Helgi hafði kvongast í Noregi og var kona hans önduð
er hér var komið sögunni. Hann átti eina dóttur barna er
Ragnhildur hét, kvenna fríðust. Helgi undi eigi í Noregi og
fór til Íslands og kom í Austfjörðu seint landnámatíðar. Hann
keypti land í Gautavík að Gauta er það land hafði numið og
bjó þar til elli.Nú skal nefna fleiri menn til sögunnar. Steinólfur hét maður
er bjó í Hraunsdal. Hann átti þann son er Þorleifur hét,
mikill maður og efnilegur. Hann bað Ketilríðar en hún vildi
ekki eiga hann. Þorleifur talaði þar mikið um að hann skyldi
fá hennar þótt hún vildi eigi þar samþykki til gefa. Mjög var
Þorbjörg honum samþykk.En er svo var komið að Þorgrímssynir voru mjög svo alheilir
orðnir sinna sára spurðu þeir föður sinn hvað hann legði þeim
til ráðs.Hann svarar: "Það þykir mér ráð að þið komið ykkur í skip með
þeim bræðrum, Gunnlaugi og Sigurði, og biðjið hann fars um
Íslandshaf og segið liggja við líf ykkart sem satt er. Þið
skuluð dyljast en hann mun halda heitstrenging sína og flytja
ykkur. Er Sigurður góður drengur og munuð þið af honum gott
hljóta enda munuð þið og þess við þurfa því að þar munuð þið
mín gjalda."Var þetta nú statt gert.Það segja menn að Ketilríður væri mjög harmþrungin um
veturinn. Svaf hún oft lítið og vakti í saumstofu sinni um
nætur.Þá sömu nótt er Víglundur ætlaði til skips um daginn eftir,
því að þeir Ketilssynir voru þá hafbúnir, fóru þeir til Foss
og gengu í stofu Ketilríðar og sat hún þar fyrir og vakti en
þjónustukonur hennar sváfu.Hún fagnar þá vel þeim bræðrum: "Hefir nú langt verið síðan,"
segir hún, "er fundi vora bar saman og þykir mér nú allvel er
þið eruð heilir og vel til reika."Settust þeir bræður þá niður hjá henni og töluðu lengi. Sagði
Víglundur henni þá alla ætlan sína.Hún lét vel yfir því: "Þykir mér," segir hún, "vel þegar þér
gengur vel til hversu sem um mig líður.""Gifst þú eigi meðan eg er í brott," segir Víglundur."Faðir minn mun því ráða," segir Ketilríður, "því að eg má
ekki, enda vil eg ekki í móti hans vilja gera. En vera má að
mér sé ekki hægra en þér ef öðruvís verður en þó mun það sínu
fram fara."Víglundur bað hana skera hár sitt og þvo höfuð sitt. Hún
gerði og svo.En er það var gert mælti Víglundur: "Það læt eg um mælt að
engin skeri hár mitt né þvoi höfuð mitt önnur en þú meðan þú
lifir."Síðan gengu þau út öll saman. Þau skildu í túninu úti.
Minntist Víglundur til Ketilríðar en hún grét sárlega. Var þá
auðfundið að þeim þótti mikið fyrir að skilja en þó varð nú
svo að vera. Gekk hún þá inn í stofu sína en þeir fóru veg
sinn.Þá kvað Víglundur vísu áður en þau Ketilríður skildu:Mær, nem þú mínar vísur,

munnfögr, ef þú vilt kunna.

Þær munu þér að gamni,

þorngrund, verða stundum.

En ef, ítrust, verðr úti

eygarðr litinn, Freyja,

þá muntu mín, hin mjóva,

minnast hverju sinni.


En er þeir voru komnir skammt úr garði þá kvað Víglundur
vísu:Stóðum tvö í túni.

Tók Hlín um mig sínum

höndum, hauklegt kvendi,

hárfögr og grét sáran.

Títt flugu tár um tróðu,

til segir harmr um vilja.

Strauk með drifhvítum dúki

drós um hvarminn ljósa.


Litlu síðar er Ketilríður kom í stofu sína kom Hólmkell bóndi
þar og sá dóttur sína grátna mjög. Hann spurði hví henni yrði
svo ósvefnsamt.Hún segir. "Því, að mér kemur í hug fall bræðra minna.""Vildir þú láta hefna þeirra?" segir Hólmkell."Það skyldi prófa ef eg væri svo karlmaður mikils ráðandi sem
nú er eg kona."Bóndi svarar: "Vit það fyrir satt dóttir að eg hefi það fyrir
þína skuld gert að ganga ekki að þeim bræðrum því að eg veit
að þeir lifa og dylst þú ekki fyrir mér á hvorn máta er þú
vilt vera láta því að eg skal, þegar eg get, drepa þá ef það
er þinn vilji."Hún svaraði þá: "Að síður skyldu þeir drepnir ef eg skyldi
ráða að hvorgi skyldi sekur hafa verið ger ef eg skyldi ráða
og svo peninga til gefa þeim til farareyris ef eg ætti og svo
skyldi eg öngvan annan mann eiga en Víglund ef eg skyldi
kjósa."Hólmkell stóð þá upp og gekk út og tók hest sinn og reið
eftir þeim bræðrum.En er þeir sáu hann mælti Trausti: "Þar ríður Hólmkell og er
einn saman og er eitt til ef þú vilt fá Ketilríðar og er það
þó eigi gott ráð, að drepa Hólmkel en taka Ketilríði."Víglundur segir: "Þó að það væri á baki að eg sæi aldrei
Ketilríði héðan af þá vildi eg það þó heldur en gera Hólmkeli
nokkuð mein og lítt myndi eg honum þá dyggð er hann hefir mér
veitta, slíka harma sem hann ætti mér að launa, enda mun
Ketilríður nóga harma bera þó að eigi sé drepinn faðir hennar
sá sem henni vildi allt gott.""Svo er og betur," segir Trausti."Nú skulum við," segir Víglundur, "ríða í túnið fyrir
Hólmkel. Er honum það sæmdarauki."Og svo gerðu þeir. Ríður Hólmkell fram um þá og snýr síðan
aftur og heim. Þeir bræður fara nú aftur á götuna og sjá þeir
að þar liggur fésjóður og gullhringur á götunni með
rúnakefli. Þar eru ristin á öll orð þeirra Ketilríðar og
Hólmkels og það með að þetta fé gefur hún Víglundi.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.