Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 23

Víga-Glúms saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 23)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Sá maður kom að hlaupandi þar er þeir börðust er var í
skinnkufli og hafði sverð í hendi. Hann kom að þar er
Þorvaldur tasaldi féll fyrir Eysteini og þegar hleypur hann
að Eysteini og höggur hann banahögg.Síðan fór hann í lið með Glúmi og þá mælti Glúmur þetta: "Kom
heill þú Þundarbenda. Gott kaup var það er eg keypti þig. Þú
munt nú vel gjalda verð þitt í dag."Glúmur átti þræl þann er svo hét, því mælti hann þetta en þar
var þó raunar Vigfús sonur hans og kenndu hann fáir eða engir
nema Glúmur því að hann hafði þá þrjá vetur verið í sekt og í
leyndum og ætluðu flestir að hann væri utan farinn.Svo bar að er Glúmur hopaði að hann lá fallinn en þrælar hans
báðir lögðust á hann ofan og voru þar stangaðir spjótum til
bana. En þá kom Már að í því með sína menn. Þá fór Þórarinn
af baki og börðust þeir Már svo að öngvir áttu hlut í með
þeim. En Glúmur spratt upp og barðist þá frýjulaust og var þá
liðsmunur engi.Eiríkur hét húskarl Þórarins. Hann var að verki sínu um
morguninn. Hann hafði enga hlíf né vopn. Hann fær sér trélurk
í hönd og fór til fulltings við Þórarin og varð Glúmi hið
mesta ólið að honum því að menn og hlífar meiddust fyrir tré
því er hann hafði að vega með.Þess er getið að Halldóra kona Glúms kvaddi konur með sér "og
skulum vér binda sár þeirra manna er lífvænir eru úr hvorra
liði sem eru."En er hún kom að þá féll Þórarinn fyrir Mávi og var öxlin
höggvin frá svo að lungun féllu út í sárið. En Halldóra batt
um sár hans og sat yfir honum til þess er lokið var
bardaganum.Halli hinn digri kom fyrstur til meðalgöngu og mart manna með
honum. Og lauk svo bardaga að fimm menn voru fallnir af
Esphælingum, Þorvaldur krókur og Arngrímur, Eysteinn og
Eiríkur og Eyvindur austmaður. En af Glúmi var fallinn
Þorvaldur tasaldi og Eyjólfur Þorleifsson og Jöður og þrælar
tveir.Þórarinn fór heim með förunautum sínum. Glúmur fór og heim
með sína menn og lét færa hina dauðu í úthýsi eitt og var
búið um Þorvald virðulegast því að klæði voru borin undir
hann og var hann rifaður í húð.En er menn voru heim komnir þá mælti Glúmur við Halldóru:
"För vor mundi hafa orðið góð í dag ef þú hefðir heima verið
og hefði Þórarinn eigi lífs brott komist."Hún segir að Þórarni væri lítil von lífs "en þó muntu eiga
skamma stund héraðvært þótt hann lifi en ef hann deyr muntu
eiga aldrei landvært."Síðan mælti Glúmur við Guðbrand: "Þú hefir mikillar frægðar
aflað þér í dag er þú lagðir að jörðu Þorvald krók og mikið
lið veittir þú oss í dag."Hann svarar og kvað ekki á þá leið verið hafa enda varið
hendur sínar.Glúmur segir: "Sá eg glöggt hvað títt var, barn að aldri en
vegið slíka hetju sem Þorvaldur var og muntu verða frægur af
þessu verki. Af því fékk eg sóma utanlendis er eg vó
berserkinn."Hann svarar: "Ekki hefi eg Þorvald vegið."Glúmur segir: "Eigi er að dylja þessa vinur, þú veittir honum
banasárið. Firrst þú eigi gæfu þína."Til þess þrætti hann við Guðbrand að hann trúði og gekk við
og þótti virðing að. Hann mátti og eigi dylja að eigi væri
þetta fyrir satt haft og þá var honum á hendur lýst víginu.
Og þótti þá minni slægja í en þeir ætluðu er kjöru Þorvald
til eftirmáls.Það segja menn að Glúmur mælti: "Það þykir mér illa er Már
lætur binda um þó að hnekkistikill sé ger í höfði honum."Það kallaði hann svo er í kross var sprungið.Már svarar: "Eg mundi þess minnur þurfa ef eg legðist niður
og hefði eg þræla mína að skildi."Þá mælti Glúmur: "Harðslægur var Hrísateigur nú í dag
sveinar," segir hann.Már segir: "Fyrir það mun þér ganga sem harðslægur hafi verið
því að nú muntu Þverárland hafa slegið úr hendi þér."Glúmur svarar: "Það ætla eg að þú vitir það ógjörla."Már segir: "Vera má að eg viti eigi. Fyrir það mun þér ganga
sem eg viti."En er Helga spurði tíðindin, systir Glúms, þá fór hún til
Þverár og spurði hversu sonur hennar hefði fram gengið.Glúmur svarar: "Eigi fékk hraustara mann."Þá mælti hún: "Sjá vildi eg hann dauðan ef eigi eru önnur
föng á."Það var henni veitt og lét hún hefja hann í vagn og búa
hóglega um. Og er hún kom heim fægði hún sár hans og batt
síðan og kom svo ráði hans að hann mælti við menn.Það voru lög þar að menn féllu jafnmargir að það skyldi kalla
jafnvegið þótt mannamunur þætti vera. En þeir er ávíga urðu
skyldu kjósa mann til eftir hvern mæla skyldi. En þótt nokkuð
kynni það í málum að gerast síðar er betra þætti að hafa
annan veg kosið þá skyldi eigi skipta kjörinu. En er Þórarinn
spurði að Þorvaldur tasaldi var lífs þá kaus hann Þorvald
krók bróður sinn til eftirmáls. En litlu síðar spurði hann
það að Guðbrandi var eignað það vígið og vildi hann þá heldur
hafa annan til kosið en þó varð nú þessu fram að halda sem
fyrr var kosið.Þeir hitta nú Einar Eyjólfsson. Lætur Þórarinn að nú muni
hann taka til þeirra mála er þeir höfðu með sér talað.Hann segir: "Slíkt er mér þar í hug sem fyrr að Bárður var
veginn."Tók nú Einar málið til meðferðar á þingi um sumarið og sótti
Glúm. Þórarinn lá í sárum allt sumarið og svo Þorvaldur
tasaldi og urðu báðir græddir. Glúmur hafði mikinn liðsafla á
þinginu og svo hvorirtveggju. Var nú leitað um sættir af
göfgum frændum hvorratveggju og varð það að sættum að bæta
skyldi víg Steinólfs svo að fram væri færð sýkna Vigfúss
Glúmssonar. En Guðbrandur var sekur um víg Þorvalds og kom
Glúmur honum utan. Og fóru við svo búið heim og undu þeir
Þorvarður og Þórarinn illa við og þóttist Þórarinn enga sæmd
hafa fyrir víg Þorvalds bróður síns. Sat nú Glúmur í
virðingu.Um veturinn eftir kom upp vísa er Glúmur hafði þá nýort:Virkis spyr að verkum

víns hirði-Sif mínum.

Erat að manna máli

morð, voru þau forðum.

Liggr þeim er hrafn of huggar,

hörveig, talið gjörva.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.