Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 22

Víga-Glúms saga 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 22)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Helga systir Glúms er átt hafði Steingrímur í Sigluvík var þá
komin á Laugaland. Hún var móðir Þorvalds tasalda og var hann
þá átján vetra.Þorvarður hét maður Örnólfsson og sonur Yngvildar er kölluð
var allrasystir. Hann bjó í Kristnesi. Guðbrandur hét sonur
hans, tólf vetra gamall. Þorvarður var vitur maður og var þá
gamall, meðallagi góðgjarn. Hann var snemma á fótum þann
morgun og bað sveininn taka hesta og ríða síðan til Þverár.Og er þeir komu þar var Már nýfarinn á brott. Glúmur fagnar
vel Þorvarði. Hann spyr hvort nokkuð væri leitað um sáttir
milli manna. Glúmur kvað ekki það vera.Þorvarður segir: "Er til búið málið?"Glúmur kvað það eigi vera."Slíkur dagur væri vel til fallinn. Þoka er mikil og mun eigi
verða vart við ef menn fara hljóðlega."Síðan segir Glúmur hvar þá var komið og segir að sex menn
einir voru heima.Þorvarður svarar: "Heldur ertu fámennur en þetta ráð mun þó
duga er þú hefir haft."Nú ríður Þorvarður til Espihóls og voru menn eigi upp risnir
er þeir komu þar.Hann hitti Þórarin og spyr: "Hverja meðferð ætlið þér að
hafa? Skuluð þér nokkura sætt bjóða Glúmi um vígsmálið?"Þórarinn svarar: "Vant ætlum vér það að bjóða Glúmi sætt."Þorvarður segir: "Hvort er til búið vígsmálið?"Þórarinn segir: "Ekki hefi eg til spurt eða hvað veistu af?"Hann segir: "Már fór í morgun með átjánda mann í málatilbúnað
en Glúmur sat við sétta mann heima og væru nú fullgóð föng á
að rétta hlut sinn. Og því tekst yður lítt að þér gerið eigi
slík hvatræði sem Glúmur."Þórarinn svarar: "Ekki nenni eg að búa tyllisakir hér í
móti."Þorvarður segir: "Á það er að líta hvort nokkur var sökin eða
engi áður Steinólfur var drepinn. Hefir hann eigi fíflt konu
hans? Víst ætla eg að slík mál þyki eigi engis verð."Þórarinn svarar: "Illt þykir mér með slíku máli að fara."Hann segir: "Hvað er slíkt að tala? Kom Glúmi fyrir nokkuð er
hann óhelgaði Sigmund mág yðvarn og er nú og einsætt að láta
eigi svo auvirðast."Þórarinn segir: "Eigi mundi eg vita nema það væri ráð."Síðan stóðu menn upp og eggjar Þorvaldur krókur að ríða til
Uppsala og stefna Steinólfi til óhelgi.Þórarinn svarar: "Eigi er það ráðlegt en það munum vér þó
gera."Þeir urðu saman fimmtán. Sjö eru nefndir, Þórarinn og
Þorvaldur krókur, Ketill sonur hans, Arngrímur og Eysteinn
berserkur og Þórður Hrafnsson er bjó að Stokkahlöðu og átti
Vigdísi Þórisdóttur er Sigmundur hafði átt fyrr, Eyvindur
austmaður. Hann var vistum með Þórði.Nú fóru þeir til Uppsala en Þorvarður fór á Öngulsstaði, þar
bjó góður búandi, Halli hinn digri, en sendi son sinn til
Þverár og bað segja Glúmi fyrirætlan þeirra Esphælinga "en
ríð til móts við mig síðan hvatlega."En er Þorvarður kom á Öngulsstaði þá spurði Halli hvað hann
segði tíðinda."Ekki enna," sagði hann.Síðan sagði hann Halla hvar þá var komið.En Halli þóttist sjá að líkindum að hann mundi þessu öllu á
leið hafa komið, sagði að slíkir menn væru til mikils
ófarnaðar að hann vildi að allir ættu illt saman "og væri það
maklegt að þú værir drepinn."Halli fór skyndilega með alla sína menn þá er hann fékk,
karla og konur, og vildi ganga milli manna ef þyrfti.Guðbrandur kom til Þverár og sagði að faðir hans hafði hann
þangað sent, sagði honum tíðindin "og lést hann vera þess
skyldur að segja þér það er þig varðar að Esphælingar ætla að
stefna Steinólfi til óhelgi."Glúmur segir: "Hví kom faðir þinn eigi sjálfur?"Hann svarar: "Eg kalla allt eitt hvor okkar sem fór."Glúmur segir: "Vel hefir faðir þinn gert er hann sendi þig
hingað ef vér þyrftum manna við."Hann tók sveininn af baki og fjötraði hest hans.Þá mælti Guðbrandur: "Það mælti faðir minn að eg skyldi
skynda heim."Glúmur svarar: "Ekki er það. Heldur vill faðir þinn að þú
sýnir vaskleik þinn í dag."Nú tekur Þorvarður til orða: "Seinn er Guðbrandur sonur
minn."Halli segir: "Hvert fór hann?"Þorvarður svarar: "Eg sendi hann til Þverár."Halli segir: "Það er vel að þú hittir fyrir nokkura brögðótta
og er þetta hæfilegt."Esphælingar riðu yfir ána, sá Glúmur för þeirra, og ætluðu
yfir að Knarrarvaði. Þá mælti Glúmur að Már væri heldur til
seinn. Síðan rann Glúmur úr garði eftir þeim og þeir með
honum sem til voru, sex karlar með Guðbrandi. Glúmur hafði
skjöld sinn og höggspjót, gyrður sverði, rennur á leiðina
fyrir þá og menn hans eftir honum.Og er Þórarinn sá ferð hans biður hann að þeir ríði leið sína
og hvorki skjótara né seinna "og má oss eigi um það
hallmæla."Þórður Hrafnsson spurði Þórarin hvort þeir skyldu eltast láta
með tuttuganda mann undan Glúmi "þótt hann sé með sétta
mann."Þórarinn svarar: "Ríðum því að Glúmur vill dvelja oss og bíða
svo sinna manna."Þórður segir: "Því er eigi kynlegt að vér berum oft lágan
hlut fyrir Glúmi þá er hann stendur jafnt að vígi sem þér þar
sem þér þorið nú eigi að bíða hans er hann hefir fá menn enda
skal hann eigi mig elta" og steig af baki.Eysteinn berserkur segir að hann vill eigi undan ríða "og
kalli þeir að þeir elti oss."Þórarinn segir: "Það sýnist mér óráðlegt."En er Glúmur sá að þeir fóru eigi þá fór hann seinna og
kastaði orðum á Þórarin og spurði hvert erindi þeirra væri
til Uppsala. Þórarinn segir að þeir höfðu stefnt Steinólfi
til óhelgi.Þá mælti Glúmur: "Er eigi því mjög til kapps haldið? Skulu
eigi boð koma fyrir og mættum vér ræða um nokkuð að málið
gengist?"Þórarinn sá að Glúmur vildi dvelja þá og bað menn ríða og
þeir gerðu svo.Glúmur spurði: "Við hokið þér."En þeir fóru undan og því seinna sem þeir fóru því seinna fór
Glúmur og beið manna sinna og mælti: "Eigi mun vinsælt verða
málið ef þér hafið lognar sakir uppi og verður þá svívirðing
í.""Ekki mun nú farið að því. Erfitt verður við þig að eiga."Glúmur komst hjá þeim fram og talar svo við þá en þeir riðu
og dvaldi svo. En er hann sá að ekki mátti dvelja þá en veit
von sinna manna þá skaut hann spjóti til Arngríms og kom í
gegnum báða söðulbogana og lærið og var Arngrímur illa vígur
um daginn. Síðan hljóp Eysteinn fyrstur manna að Glúmi en
Þorvaldur tasaldi í mót honum og lékust þeir tveir við og
þóttust þeir best hafa er firrst voru þeirra samgangi og var
hvortveggi þeirra fullhugi og rammur að afli. Veitti stór
högg og mörg hvor þeirra öðrum. Þorvaldur krókur sótti fast
að Glúmi og margir með honum en Glúmur hopaði undan og þeir
menn er honum fylgdu og hlífðu sér. En Þórarinn steig eigi af
baki og þótti honum þó ærið margir um einn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.