Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 37

Vatnsdœla saga 37 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 37)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
363738

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorgrímur á Kárnsá gat barn við frillu sinni er Nereiður hét
og af orðum konu hans var barnið út borið.



Ástúðigt var með þeim bræðrum Ingimundarsonum og oft fundust
þeir.



Eitt sinn hitti Þorsteinn Þóri bróður sinn. Leiddi Þórir hann
á götu. Þorsteinn spyr þá Þóri hver honum þætti fyrir þeim
bræðrum.



Þórir kvað það eigi getumál "að þú ert fyrir oss um allar
ráðagerðir og vitsmuni."



Þorsteinn svarar: "Jökull er brjóst fyrir oss um öll
harðræði."



Þórir kvaðst minnst háttar af þeim "fyrir það að á mig kemur
berserksgangur jafnan þá er eg vildi síst og vildi eg bróðir
að þú gerðir að."



"Því er eg hér kominn að eg hefi spurt að Þorgrímur frændi
vor hefir látið bera út barn sitt af orðum konu sinnar og er
það illa gert. Þykir mér og með stórum meinum að þú ert eigi
í öðli þínu sem aðrir menn."



Þórir kvaðst hvatvetna mundu til vinna að þetta hyrfi af
honum.



Þorsteinn kvaðst og vilja ráð til leggja "eða hvað muntu
vilja til vinna?"



Þórir svarar: "Það sem þú vilt."



Þorsteinn mælti: "Einn er sá hlutur er eg beiðist en það er
goðorðið til handa sonum mínum."



Þórir kvað það vera skyldu.



Þorsteinn mælti: "Nú vil eg heita á þann er sólina hefir
skapað, því að eg trúi hann máttkastan, að sjá ótími hverfi
af þér. Vil eg það gera í staðinn fyrir hans sakir að hjálpa
við barninu og fæða upp til þess að sá er skapað hefir
manninn mætti honum til sín snúa síðan því að eg get honum
þess auðið verða."



Síðan stigu þeir á hesta sína og fóru þangað til er þeir
vissu að barnið var fólgið og þræll Þóris hafði fundið við
Kárnsá og sáu þeir að breitt hafði verið yfir andlitið og
kraflaði fyrir nösunum og var þá komið að bana. Þeir tóku
barnið og fluttu heim til Þóris og hann fæddi upp sveininn og
var kallaður Þorkell krafla. En berserksgangur kom aldrei
síðan á Þóri. Komst svo Þorsteinn að goðorðinu.



Ólafur bjó að Haukagili en Óttar í Grímstungum. Hann átti
Ásdísi dóttur Ólafs og á lögfundum áttu þeir eina búð.



Synir Þorsteins óxu upp og voru gervilegir menn. Guðbrandur
var mikill maður og sterkur. Ingólfur var manna fríðastur og
þó mikill. Hann hafði og atgervi yfir flesta menn.



Og á einu haustþingi komu þar margir menn saman og var leikur
stofnaður. Ingólfur var í leiknum og sýndi þá enn atgervi
sína. Og eitt sinn er hann sótti eftir knetti sínum bar svo
til að hann fló til Valgerðar Óttarsdóttur. Hún svipti að
möttli sínum og töluðust þau við um hríð. Honum sýndist konan
forkunnlega fríð. Og hvern dag þann er eftir þingsins var kom
hann til tals við hana. Eftir það gerir hann þangað komur
sínar jafnan. Óttari var þetta í móti skapi og kom á ræðu við
Ingólf og bað hann eigi það gera er báðum þeim var til
ósæmdar og kvaðst heldur vilja gefa honum konuna með sæmd en
hann fífldi hana með vanvirðu. Ingólfur kvaðst gera mundu um
komur sem honum sýndist og kvað honum enga ósæmd að því.
Óttar hitti nú Þorstein og bað hann eiga hlut í með Ingólfi
að hann gerði að. Hann kvað svo vera skyldu.



Þorsteinn mælti til Ingólfs: "Hví verður þér það fyrir að
gera Óttari sneypu eða svívirða dóttur hans? Hefir þú illt
ráð upp tekið og mun okkur verða að sundurþykki ef þú gerir
eigi að."



Lét Ingólfur þá af komum en orti mansöngsvísur nokkurar um
Valgerði og kvað síðan.



Óttar fór enn á fund Þorsteins og kvaðst illa una við
kveðskapinn Ingólfs: "Þykir mér þú skyldur til að leggja
nokkuð ráð á."



Þorsteinn kvað eigi að sínu skapi gert "og hefi eg um talað
og tjóar eigi."



Óttar mælti: "Bæta máttu fé fyrir Ingólf eða leggja leyfi til
að vér sækjum hann til laga."



"Fýsa vil eg þig," kvað Þorsteinn, "að þú gefir að engan gaum
og máttu að lögum gera það."



Óttar fór stefnuför til Hofs og stefndi Ingólfi til
Húnavatnsþings og bjó mál til sóknar.



Og er Jökull spyr þetta gerði hann sig óðan um og kvað slíkt
mikil endemi ef þeir frændur skyldu þar sekir gervir í
átthaga sínum og kvað Þorstein mjög eldast "og þótt vér séum
eigi lögmenn þá munum vér eyða málið með öxarhömrum."



Og er vorþing kom bað Ingólfur Þorstein leggja ráð til um
málið ella kvaðst hann mundu færa öxi í höfuð Óttari.



Þorsteinn mælti: "Nú vil eg að þú neytir goðorðsins og takir
við."



Og var svo gert.



Og er í dóm kom málið gengu þeir Ingólfur og Jökull að
dóminum og hleyptu upp með höggum og féll niður málið.



Litlu eftir þingið segir Óttar Ólafi mági sínum að hann mundi
eigi við vera og selja land sitt. Hann gerði svo, færði bú
sitt suður um heiði.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.