Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vall ch. 2

Valla-Ljóts saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vall ch. 2)

Anonymous íslendingasögurValla-Ljóts saga
123

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Böðvar réðst í kaupferðir en Hrólfur gípur var heima á
föðurleifð sinni. Böðvar var utan langa hríð og var hinn
nýtasti fardrengur, vinsæll. Hann var utan tólf vetur. Halli
setti bú saman og átti Signýju Bessadóttur frændkonu þeirra
Möðruvellinga og gerðist þá vel með þeim Eyjólfi og Halla og
kvað það vænst til þeirra vinfengis að tengdir tækjust.
Eyjólfur kvað hann rétt séð hafa. Halli fór mjög með sakir.



Litlu síðar drukknaði Eyjólfur í Gnúpufellsá. Hann var
jarðaður á Möðruvöllum í túnvellinum heima og var prímsigndur
áður. Síðan tók Guðmundur hinn ríki við virðingu, son hans,
og gerðist vel með þeim Halli og Guðmundi. Veitti hann Halla
með fjölmenni en Hallur var grjótpáll fyrir málum hans og var
hann kallaður Hreðu-Halli og hefur hann mesta virðing haft af
Guðmundi. Þá var hann á fertugs aldri er hér var komið
sögunni og var ei auðsóttur með afla Guðmundar en framkvæmd
sinni. Bessi heitir son Halla og var vænlegur maður. Hrólfur
var auðigur maður og grályndur.



Þess er getið að Guðmundur hélt boð fjölmennt eitt sinn á
Möðruvöllum og var Halli þar sem á hverju boði öðru því er
Guðmundur hélt. Þar var mjög margt talað.



Þá mælti Halli: "Mjög undarlega fer fram höfðingskapur hér á
Íslandi og þverr nú mjög mannvalið norður hingað, þó helst
hérað þetta."



Guðmundur svarar: "Oft finnst það á að eg er virðingargjarn.
Ei mundi eg annarstaðar heldur höfðingi vera í héraði en
hér."



Halli svarar: "Satt er það Guðmundur en ei eru þau héruð er
þykir langt í milli vera þó að mannvalið sé hér meira."



Guðmundur spyr: "Hvað er það?"



Hann svarar: "Það er Svarfaðardalur."



Guðmundur svarar: "Fleira muntu mæla sannara og snoturlegra.
Er þar snæsamt og liggur á vetrarnauð mikil."



Halli svarar: "Hinn veg verður þó lengstum í útdölunum slíkum
að fleiri fara þangað að kaupa mat en þaðan og hingað og
fleiri nærast þar að peningum en héðan."



Guðmundur svarar: "Hvað skal þetta að tala að landskostir eru
svo lofaðir og ekki sýnist mér svo."



Halli svarar: "Það hefur mér í hug komið að breyta mínum
ráðahag og færa þangað byggð mína í ættleifð vora."



Guðmundur mælti: "Hví er þér þar betra að búa en hér?"



Halli mælti: "Þar hafa búið göfgir frændur mínir enda fýsir
mig þangað að fara en sitja samkera við þig því að mér hagar
það til lítilla vinsælda," segir Halli, "og em eg grjótpáll
þinn og verða mér sumir ofjarlar hér í héraðinu og mun það þá
niður falla ef eg fer héðan og skal þó vera okkar vinfengi
samt og áður. En eg mæli það nú opinberlega að eg fékk
óvinsældir af viðskiptum okkar Einars bróðurs þíns og vil eg
nú færa mér það af hendi."



Guðmundur svarar: "Þetta er sumt satt en sumt ætla eg þér það
minna til virðingar en óvinsældar."



Halli svarar: "Hitt er ei miður reyndar að þeir frændur
mínir, synir Ingjalds, eru yfirmenn mínir og ei má eg hér
mestur maður vera vorra frænda meðan vér erum hér allir en
þar má eg mestur maður heita."



Guðmundur mælti: "Ei ætla eg að þú fáir þar meiri virðing en
slíka sem þú hefur hér haft. Eg sé þar þá fjóra menn að engi
þeirra vill láta virðing sína fyrir þér."



Halli svarar: "Hverjir eru þeir fjórir er í móti mér munu
stríða?"



Guðmundur mælti: "Það er einn Valla-Ljótur, sonur Úlfs goða,
er mestur maður er í dalnum, og Þorgrímur bróðir hans. Hinn
þriðji er Björn að Hofsá en fjórði er Þorvarður bróðir hans.
Þeir eru Þorgrímssynir, kynstórir menn. Ætla ekki um Þórir
frænda þinn að þú munir færast að honum. Þykir mér þér
ofurefli við þá að eiga."



Halli svarar: "Það ætla eg þó muni fram fara."



Síðan fór hann á fund Þórirs Vémundarsonar og sagði honum sitt
erindi og vildi land kaupa og spyr hvar hann veit land falt.



Þórir svarar: "Veit eg land falt á Klaufabrekku og mun eg fá
þér engjar til því að þar eru engi lítil. En eg vil kaupa það
land til handa þér ef þú vilt hingað ráðast en þó þykir mér
það ráðlegast að þú sért kyrr. Hér mun að reyna fastnæma menn
og stórýðga."



Halli kvað sig ekki það mundi í burt reka "og kauptu landið."



Síðan réðst hann þangað. Ekki var byggðarleyfis beðið. Þeir
láta sér ekki um finnast Svarfdælir því að Ljótur var
höfðingi yfir þeim frændum og undu þeir vel við það enda réð
hann einn öllu þeirra í milli. Hann var óhlutdeilinn
umsýslumaður, enginn stúrumaður, mikill maður. Það var til
marks hversu honum líkaði. Hann átti tvennan búnað, bláan
kyrtil stuttan og öxi snaghyrnda og var vafið járni skaftið.
Þá var hann svo búinn er vígahugur var á honum. En þá honum
líkaði vel hafði hann þá brúnan kyrtil og bryntröll rekið í
hendi.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.