Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vall ch. 1

Valla-Ljóts saga 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vall ch. 1)

Anonymous íslendingasögurValla-Ljóts saga
12

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sigurður hét maður. Hann var son Karls hins rauða. Hann átti
dóttur Ingjalds í Gnúpufelli. Hann átti þrjá sonu og hét
Hrólfur hinn elsti, Halli annar en Böðvar hinn þriðji. Þeir
voru miklir menn og sterklegir. Hrólfur var uppivöðslumikill
og fégefinn. Halli var gleðimaður mikill og lögmaður,
hávaðamaður hinn mesti. Böðvar var góðlyndur og gerðist
farmaður.



Torfi hét maður er bjó í Torfufelli, auðugur en ekki
stórættaður. Þá bjó Eyjólfur á Möðruvöllum og Guðmundur sonur
hans var þar með honum.



Sigurður tók sótt og heimti saman sonu sína og bað þá vera
samhuga og kvaðst hann sjá mega hvers þeirra skaplyndi "og
megið nú að hyggja og verið ei til síngjarnir og gæti hver
sinnar sæmdar."



Síðan andaðist hann. Þá var Hrólfur átján vetra, Halli
fjórtán vetra en Böðvar tólf vetra.



Kona Torfa andaðist. Hann var vel til sona Sigurðar. Hann fór
þangað eitt sinn og kallaði þá á tal.



Torfi mælti: "Þar hafa lengi kunnleikar á millum vor verið og
enn vil eg þá auka minna vegna. Nú mun eg til mæla við móður
yðar og biðja hennar. Mætti oss það verða frami
hvorutveggjum. En þótt mannamunur sé þá kann þar fyrir koma
fé og umsýsla."



Hrólfur bað hann tala við móður sína um þetta mál. Hann gerir
svo.



Hún gefur það svar: "Þetta ráð vil eg undir sonum mínum eiga
en ei við einræði mitt en standa læt eg svo ef þeir
samþykkjast."



Torfi mælti: "Hvað sýnist þér Halli?"



Hann svarar: "Þetta mál kemur meir til Hrólfs og Böðvars.
Þeir eru elstir bræður og kunna forsjá fyrir að hafa."



Torfi vekur við Halla og alla saman en þeir Hrólfur og Böðvar
kváðu ei óvænt stefnt og kváðust þeir mundu ei af svara um
samfarar þeirra.



Þá mælti Halli: "Bíða vildi eg ykkra orða og var mér slíks að
von og má eg ei sjá hvað í því er ráðlegt og mjög horfir til
lítillar mannvirðingar. Slíkur maður er ósýnn til fullræðis.
Vil eg ekki samþykki þar til gefa að gefa móður mína göfga
lausingjanum eftir göfugt gjaforð."



En Hrólfi kvaðst ekki svo sýnast.



En hún kvaðst ei mundu af höndum vísa "og samþykki eg þessu
ráði."



En Hrólfur kvaðst ráða eiga. Halli kvað það mundu fram ganga
sem hún vildi. Var brullaup ákveðið að veturnóttum.



Nú líða stundir og þess er getið einn dag að konur voru í
dyngju sinni og Halli var þar kominn.



Móðir hans mælti: "Eg á að greiða málagjöld í dag griðkonum
vorum. Nú vil eg senda þig í Torfufell og seg að Torfi sendi
mér grís nokkurn og þyrfti þó að þú værir ei of skapbráður
því að grísinn mun vera illur með að fara og mun hann frammi
láta ef mín orð koma til."



"Fara mun eg því að þú átt þér þar hollan vin."



Og er hann kom þar þá var Torfi að vinnu og leit ei til hans.



Halli mælti þá til Torfa: "Móðir mín sendi mig hingað til þín
að þú sendir henni grís nokkurn að gera af snæðing konum
sínum."



Hann leit ekki til hans og mælti þó: "Það má eg gera. Taktu
hann sjálfur og starfa að honum."



Halli mælti: "Ekki er það formannlegt að ganga í saur að
gyltu gamalli ókunnum mönnum."



Torfi svaraði: "Hvað mælir ofurhuginn?"



"Svo mun eg og ekki hætta til býsnanna og send þangað hvern
þú vilt."



Torfi mælti: "Ei ætla eg þig þykjast jafnsnjallan gyltunni."



Halli svarar svo: "Betra væri þetta ómælt. Ekki jafna eg
snilli okkarri gyltu saman og má þetta frýjuorð kallast."



Hann hljóp að dyrunum og snaraði inn og þegar hjó hann af
henni ranann, tók grísinn og gekk út.



Torfi mælti: "Hafðu nú yfir þangað grísinn og fær henni."



Halli svaraði öngvu og ríður burt og heim á leið. En skógur
var um héraðið. Hann steig þá af baki hesti sínum og situr
hann nú í skóginum þar til er hann sá mann ríða í blárri kápu
yfir ána og þar kennir hann Torfa. Hann sprettur upp og
hleypur að honum og hjó hann banahögg. Hann hafði bæði spjót
og sverð. Halli kastaði honum undir bakka og huldi hræ hans
en hafði hestinn með sér.



Hann kom heim og hitti móður sína. Hún spurði um erindi hans
en hann segir hvar máli er komið, að Torfi mundi ei koma í
rekkju hennar eða senda henni grís "er eg skildi við hann. Er
rennt þeim ráðahag þó að yður þyki það ei líklegt."



Hún svarar: "Það hygg eg að oft réttir þú þínar hendur til
ills og mun þetta upphaf ógiftu þinnar og muntu annaðhvort
ger sekur eða drepinn, slíkir menn sem hér eiga eftirmæli þar
sem Eyjólfur er."



Halli svaraði: "Ei þarftu að ámæla mér svo fast fyrir þetta
verk því að lítill var mannskaði að honum þótt þér þætti hann
góður."



Hún kvað það nær hófi "en betra væri þér óunnið verkið."



Síðan fór hann í Gnúpufell til Ingjalds frænda síns og sagði
honum tíðindin.



Hann svarar: "Far þú á fund Svarfdæla vina þinna og frænda
eða hvað gafstu honum að sök?" sagði Ingjaldur.



Halli svarar: "Orð hans óviðurkvæmileg til mín fyrir það að
eg vildi ekki gifta honum móður mína og svívirða svo ætt
vora. Nú veit eg ei nema mér verði nær stýrt um eftirmálið og
eg muni fara óvarlega en ósnjallara kvað hann mig en
gyltuna."



Þá svarar Ingjaldur: "Það var illa mælt. Ver nú með oss þar
til er lokið er málum þínum."



Þá bjó Víga-Glúmur að Þverá og hittust þeir frændur.



Þeir fóru á fund Eyjólfs og bjóða honum sátt fyrir þingmann
sinn: "Vér viljum virða þig til þess og bæta hundraði silfurs
en falli niður gagnsakir við Torfa fyrir áþéttisorð við
Halla. Er og ósýnt að meira fáist af oss frændum og látum oss
ekki þetta verða að misþykki."



Eyjólfur svarar: "Svo skal og vera. Oss er Halli skyldur enda
er hann ættstór."



Sættust þeir að því. Var Halli þá sautján vetra er fé þeirra
var skipt.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.