Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vall ch. 3

Valla-Ljóts saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vall ch. 3)

Anonymous íslendingasögurValla-Ljóts saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hrólfur hét bóndi er bjó upp frá Klaufabrekku. Hans synir
voru þeir Þórður og Þorvaldur. Hann var göfugur maður. Hann
tók sótt og andaðist. Þeir bræður tóku erfð eftir föður sinn
og vildu að Ljótur skipti með þeim bæði löndum og lausum
aurum þeim er þeir áttu. För Ljóts frestaðist nokkra stund en
kristnað var fyrir litlu landið og voru lögleiddir
drottinsdagar. Þá var Mikaelsmessa er fundurinn var lagður.
Voru þeir þar komnir Þórir og Halli og höfðu þeir séð
mannaförina.Ljótur skipti löndum þeirra bræðra. Snær var fallinn á
landamerkin. Hann skipti löndum og tekur sjónhending í stein
nokkurn en úr steininum í ána og fer rétt svo fram og nam
staðar við ána og skar þar upp torfu eða jarðkross og mælti:
"Svo kann eg að gera landaskipti."Þeim bræðrum líkaði þetta vel og svo öllum nema Halli.Þá mælti Ljótur: "Við höfum ekki við ást hér Halli en þú ert
maður hygginn eða hversu líst þér þetta skipti?"Halli svarar: "Vel að jafnaði ætla eg þig löndum skipt hafa
en er þú mælir til þessa þá ætla eg að lögin mundu sveigð
hafa verið. Má eg svo helst nokkuð um ræða landaskiptið eða
hversu lögkænn maður ertu Ljótur?"Hann mælir: "Ei kann eg lögin vel."Halli svarar: "Það ætla eg við lög varða að vinna á
Mikaelsmessu þótt hún væri ei á drottinsdegi og mun eg
stefna þér um helgibrigði."Ljótur svarar: "Ung er enn trúan."Halli mælti: "Svo er að kveðið að kristnispell sé í orðið og
er ei vel séð fyrir hinum smærrum mönnum er þér gerið svo
fyrir höfðingjarnir."Ljótur svarar og segir þetta ei vel gert "og mun ei svo verða
í annað sinn."Halli mælti: "Skjót eru ummæli mín við þig Ljótur. Ger
annaðhvort, gjalt mér hálft hundrað silfurs eða eg mun stefna
þér."Ljótur svarar: "Það mun ráðlegra að ei sé orðalaust við mig
og bæti eg fyrir vanhyggju mína en þykir best að kyrrt sé en
eg mun styðja þitt mál."Halli svarar: "Ekki sómir að láta minna fyrir koma hvorugum
okkrum."Ljótur svarar: "Þú skalt eiga heimila hegning ef oftar verður
en legg nú samþykki við mig og náir þú þökk minni."Halli svarar: "Það skal annað vera og ger þú annaðhvort, gjalt
upp féð eða eg mun stefna þér."Ljótur svarar: "Eigi vil eg að þú stefnir mér. Heldur vil eg
gjalda féð og mun vingott í móti koma. Lengi hafa vorir
frændur við hnippst," segir Ljótur, "vera má að í kyn kippi.
Mun eg þegar gjalda féð því að ei vil eg reiði engilsins. Nú
ef þér gengur til vinátta við mig þá muntu vera mín hlíf og
skjöldur. En ef þér gengur til fégirni og ágangur við mig sem
eg ætla heldur þá má enn vera að sjálft sýnist."Halli tók við fénu.Og á sama hausti var boð á Möðruvöllum og kom Halli þar. Þá
var Bessi sonur hans kominn út og var að boðinu.Guðmundur setti Halla hið næsta sér og hafði haft frétt af
viðskiptum þeirra Ljóts og Halla og mælti svo: "Hversu líkar
þér þar í dalnum út?"Halli kvað sér vel líka.Guðmundur mælti: "Eru menn vel við þig þar í dalnum út?"En hann kvað það með góðum hætti."Það er sagt," sagði Guðmundur, "að þú hafir fé upp tekið af
Ljóti fyrir litla sök."Halli svarar: "Ei er þann veg jafnt. Eg leitaði eftir með
réttindum og kaus hann þann er honum gegndi betur og máttu
hér sjá silfrið.""Já," segir Guðmundur, "sé eg að þú þykist vel leikið hafa en
svo segir mér hugur um að rautt mun sjá í skörina fyrir hinar
þriðju veturnætur. Vil eg nú það ráða þér að þú komir ei út
þangað. Síðan mun eg kaupa þér hér land en ábyrgjast þig ei
út þar."Halli svarar: "Vel er þetta boðið en vera þykir mér þá á þeir
brestir eftir að eg vil það ei og mun eg reyna enn meir og
fer eg ekki af þeim sökum enn burt."Síðan fór Bessi Hallason með honum og komu þeir út að jólum í
dalinn.Þórir bauð Halla til jólaveislu á Grund, þar var kirkjubær,
en Bessi son hans fór heim. Þórir lét fara eftir andvirki því
að heyfátt var heima um jólin er á leið. Þau ein orð fóru til
eyrna Valla-Ljóti af Halla um skipti þeirra er heldur voru
óvingjarnleg.En eftir jólin bjóst Halli burt og þann morgun hittust
sauðamenn af Grund og Völlum, spurðust tíðinda og ræddu um
hvorir betur mundu veitt hafa um jólin og fylgdi hvor sínum
bónda.Sagði Þórirs maður ei þar jafn vel skemmt hafa verið "því
engi er skemmtunarmaður betri en Halli er þar var um jólin."Húskarl Ljóts spurði hvenær Halli mundi heim fara. Húskarl
Þóris kvað hann affarardag jólanna fara mundu.Þórir spurði húskarl er hann kom heim hvað hann hefði manna
fundið en hann sagði. Þórir frétti hvað þeir hefðu haft að
tala en sauðamaður sagði allt það sem farið hafði."Já," kvað Þórir, ,til er sagt en þú Halli skalt hvergi fara
í dag" og segir honum hvað til bar og svo hvað þeir höfðu
rætt húskarlarnir: "Er mér ekki um að þeir segi um ferðir
þínar. Er og mér þar grunur á að svo fari sem Guðmundur sagði
að Ljótur mundi verða þér drjúgur í málunum."Halli svarar: "Hvað er okkar Ljóts í milli nema gott?"Þórir mælti: "Skuggi er honum í málum ykkrum.""Nú skal eg fara," kvað Halli.Þórir svarar: "Þá skulu þér fylgja húskarlar mínir þrettán
en mér er þungt og má eg ei af því fara."Halli kvað þess ei þurfa mundu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.