Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

OStór ch. 9

Orms þáttr Stórólfssonar 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (OStór ch. 9)

Anonymous íslendingaþættirOrms þáttr Stórólfssonar
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú gengur Ormur þar til er hann kemur að hellinum. Sér hann
nú bjargið það stóra og leist ómáttulegt nokkurum manni það í
brott að færa. Þó dregur hann á sig glófana Menglaðarnauta,
tekur síðan á bjarginu og færir það burt úr dyrunum og þykist
Ormur þá aflraun mesta sýnt hafa.Hann gekk þá inn í hellinn og lagði málajárn í dyrnar. En er
hann var inn kominn sá hann hvar kettan hljóp með gapanda
ginið. Ormur hafði boga og örvamæli. Lagði hann þá ör á
streng og skaut að kettunni þremur örum en hún henti allar
með hvoftunum og beit í sundur. Hefir hún sig þá að Ormi og
rekur klærnar framan í fangið svo að Ormur kiknar við en
klærnar gengu í gegnum klæðin svo að í beini stóð. Hún ætlar
þá að bíta í andlit Ormi. Finnur hann þá að honum mun eigi
veita, heitir þá á sjálfan guð og hinn heilaga Petrum postula
að ganga til Róms ef hann ynni kettuna og Brúsa son hennar.
Síðan fann Ormur að minnkaðist afl kettunnar. Tekur hann þá
annarri hendi um kverkur henni en annarri um hrygg og gengur
hana á bak og brýtur í sundur í henni hrygginn og gengur svo
af henni dauðri.Ormur sá þá hvar bálkur stór var um þveran hellinn. Hann
gengur þá innar að en er hann kemur þar sér hann að fleinn
mikill kemur utar í gegnum bálkinn. Hann var bæði digur og
langur. Ormur grípur þá í móti fleininum og leggur af út.
Brúsi kippir þá að sér fleininum og var hann fastur svo að
hvergi gekk. Það undraðist Brúsi og gægðist upp yfir bálkinn.
En er Ormur sér það þrífur hann í skeggið á Brúsa báðum
höndum en Brúsi bregst við í öðrum stað. Sviptast þeir þá
fast um bálkinn. Ormur hafði vafið skegginu um hönd sér og
rykkir til svo fast að hann rífur af Brúsa allan
skeggstaðinn, hökuna, kjaftana báða, vangafillurnar upp allt
að eyrum. Gekk hér með holdið niður að beini. Brúsi lét þá
síga brýnnar og grettist heldur grepplega. Ormur stökkur þá
innar yfir bálkinn. Grípast þeir þá til og glíma lengi. Mæddi
Brúsa þá fast blóðrás. Tekur hann þá heldur að ganga fyrir.
Gefur Ormur þá á og rekur Brúsa að bálkinum og brýtur hann
þar um á bak aftur."Snemma sagði mér það hugur," sagði Brúsi, "að eg mundi af
þér nokkuð erfitt fá þegar eg heyrði þín getið enda er það nú
fram komið. Muntu nú vinna skjótt um og höggva höfuð af mér.
En það var satt að mjög píndi eg Ásbjörn prúða þá er eg rakti
úr honum alla þarmana og gaf hann sig ekki við fyrr en hann
dó.""Illa gerðir þú það," segir Ormur, "að pína hann svo mjög,
jafnröskvan mann. Skaltu og hafa þess nokkurar menjar."Hann brá þá saxi og reist blóðörn á baki honum og skar öll
rifin frá hryggnum og dró þar út lungun. Lét Brúsi svo líf
sitt með litlum drengskap. Síðan bar Ormur eld að og brenndi
upp til ösku bæði Brúsa og kettuna.Og er hann hafði þetta starfað fór hann burt úr hellinum með
kistur tvær fullar af gulli og silfri en það sem meira var
fémætt gaf hann í vald Menglaðar og svo eyna. Skildu þau með
mikilli vináttu. Kom Ormur til manna sinna í nefndan tíma,
héldu síðan til meginlands. Sat Ormur í Þrándheimi vetur
annan.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.