Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

OStór ch. 8

Orms þáttr Stórólfssonar 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (OStór ch. 8)

Anonymous íslendingaþættirOrms þáttr Stórólfssonar
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er að segja að þeir þrír menn er undan komust sóttu
knálega róður og léttu eigi fyrr en þeir komu að landi, sögðu
þau tíðindi er gerst höfðu í þeirra förum, kváðust ætla
Ásbjörn dauðan en kunnu ekki frá að segja hversu að hafði
borist um hans líflát. Komu þeir sér í skip með kaupmönnum og
fluttust svo suður til Danmerkur. Spurðust nú þessi tíðindi
víða og þóttu mikil.



Þá var orðið höfðingjaskipti í Noregi, Hákon jarl dauður en
Ólafur Tryggvason í land kominn og bauð öllum rétta trú.



Ormur Stórólfsson spurði út til Íslands um farar og líflát
Ásbjarnar er mönnum þótti sem vera mundi. Þótti honum það
allmikill skaði og undi eigi álengdar á Íslandi og tók sér
fari í Reyðarfirði og fór þar utan. Þeir komu norðarlega við
Noreg og sat hann um veturinn í Þrándheimi. Þá hafði Ólafur
ráðið þrjá vetur í Noregi.



Um vorið bjóst Ormur að fara til Sauðeyja. Þeir voru því nær
margir á skipi sem þeir Ásbjörn höfðu verið. Þeir lögðu að
minni Sauðey síð um kveldið og tjölduðu á landi og lágu þar
um náttina.



Það segja menn að Ormur væri prímsigndur í Danmörku en hafi
kristnast á Íslandi.



En er Ormur var sofnaður sá hann að kona gekk inn í tjaldið
mikil og errileg, vel búin og væn að yfirlitum. Hún gekk
innar að þar er Ormur lá og nam þar staðar.



Ormur þóttist heilsa henni og spyrja hana að nafni en hún
kveðst Menglöð heita, dóttir Ófótans norðan úr Ófótansfirði
"en við erum systkin og Brúsi að föður en eg átti mennska
móður en móðir hans er sú hin kolsvarta ketta er þar er í
hellinum hjá honum. En þó að við séum skyld þá erum við þó
ekki lyndislík. Ræður hann fyrir eyjunni ytri og er hún sýnu
betri. Veitir hann mér þungar búsifjar svo að eg hygg að eg
muni í brottu stökkva. Veit eg og hvert erindi þitt er. Þú
ætlar að hefna Ásbjarnar fóstbróður þíns og er það vorkunn
því að þú átt eftir hraustan mann að mæla. Mun þér og
forvitni á að vita hversu honum var í hel komið en þar munu
ekki margir kunna frá að segja utan Brúsi og eg."



Hóf hún þá upp alla sögu og sagði frá lífláti Ásbjarnar og
svo kvað hún allar þær vísur er hann hafði kveðið "en eigi
þykist eg þar sjá fyrir mun um hvort meira má tröllskapur
Brúsa og móður hans eða hamingja þín. En öngvan mann óttast
hann utan þig einn og viðurbúnað hefir hann veittan ef þú
kynnir að koma. Hann hefir fært það bjarg í hellisdyrnar að
ekki má í hellinn komast meðan það stendur þar en þó að þú
sért sterkur þá hefir þú hvorki afl við Brúsa né bjarginu í
brott að koma. Nú eru hér glófar að eg vil gefa þér og fylgir
sú náttúra að þeim verður aldrei aflafátt sem þá hefir á
höndum. Yrði það svo að þú ynnir Brúsa þá vildi eg að þú
gæfir Sauðey í vald mér en eg mun heldur vera þér í sinni því
að mér ert þú vel í þokka þó að við megum eigi njótast sakir
trúar þinnar."



Síðan hvarf konan en Ormur vaknaði og voru þar glófarnir en
hann mundi allar vísurnar. Stóð Ormur þá upp og vakti menn
sína og hélt út til eyjarinnar, gekk á land og bað menn sína
bíða á skipi til annars dags í þær mundir en halda á burt ef
hann kæmi þá eigi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.