Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

OStór ch. 10

Orms þáttr Stórólfssonar 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (OStór ch. 10)

Anonymous íslendingaþættirOrms þáttr Stórólfssonar
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Að sumri bjóst Ormur til Rómferðar og tókst sú ferð vel, kom sunnan til Danmerkur um haustið eftir Svöldrarorustu og spurði þar þau tíðindi er þar höfðu orðið. Fór hann þá til Noregs á fund Eiríks jarls og hitti hann á Hlöðum, gekk fyrir jarl og kvaddi hann. Jarl tók honum vel og spurði hann að nafni. Hann lést Ormur heita.



Jarl mælti: "Ertu Ormur sterki?"



"Kalla megið þér svo herra ef þér viljið en það er erindi mitt að eg vildi vera gestur yðvar í vetur."



Jarl kvað honum það til reiðu og skipaði honum á hinn æðra bekk utarlega. Ormur var fáskiptinn um veturinn og óhlutdeilinn.



Það var einn tíma að talað var til Svöldrarorustu og hversu kappar Ólafs konungs höfðu drengilega vörn sýnt og hversu seint að Ormurinn hafði unninn orðið eða hversu harða atsókn Eiríkur jarl hafði veitt að hann fékk unnið það skip er engi ætlaði að á þíðum sjó mundi unnið verða.



Ormur svarar: "Seinna mundi Ormurinn langi unninn hafa orðið ef eg hefði þar verið með öðrum köppum konungs."



Nú var sagt jarli að Ormur hefði mikið um talað að Ormurinn langi mundi eigi unninn orðið hafa ef hann hefði þar verið.



Jarl lætur þá kalla Orm fyrir sig og spyr hvort hann hefði það talað að Ormurinn mundi eigi unninn hafa orðið ef hann hefði þar verið.



"Eigi er það herra. Hitt sagði eg að seinna mundi unninn hafa orðið Ormurinn ef eg hefði þar verið."



Jarl svarar: "Lítinn mun mundi það segja um einn mann, svo mörgum og miklum köppum sem þar var saman skipað en þó skal gera tilraun nokkura. Þú skalt vera einn á skipi og skulu sækja að þér fimmtán skeiður og er það þó lítið af þeim skipafjölda er var við Svöldur."



"Þér munuð ráða herra," sagði Ormur, "en ekki mun eg fyrr gefast en eg er yfirkominn."



Ormur gekk þá út og tók einn berlingsás digran, þrettán alna langan. Síðan fór hann á skip og lét frá landi. Síðan voru menn til fengnir á fimmtán skeiðum og sóttu að Ormi. En svo er sagt að á lítilli stundu hafði Ormur slegið í kaf sjö skeiður, lamið og brotið. Þá kallaði jarl og bað þá hætta þessum leik. Var og svo gert. Varð þá borgið flestum öllum mönnum.



Síðan bað jarl sex tigu manna sækja að Ormi úti á víðum velli og svo var gert. Ormur hafði ekki vopna nema ásinn og veifði honum um sig sem hreytispeldi svo að engi þorði nærri að koma því að þeir sáu vísan bana hver sem fyrir yrði.



Bað jarl þá hætta þessum leik og svo var gert.



Jarl mælti: "Eigi ætla eg að það væri oftalað Ormur þótt seinna ynnist Ormurinn langi ef þú hefðir á verið því að hann mundi aldrei unninn hafa orðið ef þú hefðir þar til varnar verið."



Síðan gerðist Ormur hirðmaður Eiríks jarls og var með honum í miklum kærleikum sakir atgervi sinnar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.