Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

OStór ch. 7

Orms þáttr Stórólfssonar 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (OStór ch. 7)

Anonymous íslendingaþættirOrms þáttr Stórólfssonar
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Litlu síðar en þeir Ormur og Ásbjörn höfðu skilið fýstist
Ásbjörn norður í Sauðeyjar. Fór hann með fjóra menn og
tuttugu á skipi, heldur norður fyrir Mæri og leggur seint
dags að Sauðey hinni ytri, ganga á land og reisa tjald, eru
þar um náttina og verða við ekki varir.Um morguninn árla rís Ásbjörn upp, klæðir sig og tekur vopn
sín og gengur upp á land en biður menn sína bíða sín.En er nokkuð svo var liðið frá því er Ásbjörn hafði í brott
gengið verða þeir við það varir að ketta ógurleg var komin í
tjaldsdyrnar. Hún var kolsvört að lit og heldur grimmleg því
að eldar þóttu brenna úr nösum hennar og munni. Eigi var hún
og vel eyg. Þeim brá mjög við þessa sýn og urðu óttafullir.
Kettan hleypur þá innar að þeim og grípur hvern að öðrum og
svo er sagt að suma gleypti hún en suma rifi hún til dauðs
með klóm og tönnum. Tuttugu menn drap hún þar á lítilli
stundu en þrír komust út og undan og á skip og héldu þegar
undan landi.En Ásbjörn gengur þar til er hann kemur að hellinum Brúsa og
snarar þegar inn í. Honum var nokkuð dimmt fyrir augum en
skuggamikið var í hellinum. Hann verður eigi fyrr var við en
hann er þrifinn á loft og færður niður svo hart að Ásbirni
þótti furða í. Verður hann þess þá var að þar er kominn Brúsi
jötunn og sýndist heldur mikillegur.Brúsi mælti þá: "Þó lagðir þú mikið kapp á að sækja hingað.
Skaltu nú og erindi hafa því að þú skalt hér lífið láta með
svo miklum harmkvölum að það skal aðra letja að sækja mig
heim með ófriði."Fletti hann þá Ásbjörn klæðum því að svo var þeirra mikill
aflamunur að jötunninn varð einn að ráða þeirra í milli. Bálk
mikinn sá Ásbjörn standa um þveran hellinn og stórt gat á
miðjum bálkinum. Járnsúla stór stóð nokkuð svo fyrir framan
bálkinn."Nú skal prófa það," segir Brúsi, "hvort þú ert nokkuð
harðari en aðrir menn.""Lítið mun það að reyna," segir Ásbjörn, "en ógæfusamlega
hefir mér tekist að eg skyldi öngri vörn fyrir mig koma og er
það líkast að feigð kalli að mér" og kvað vísu þessa:Sinni má engi

íþrótt treysta.

Aldrei er hann svo sterkur

né stór í huga.

Svo bregst hverjum

á banadægri

hjarta og megin

sem heill bilar.


Síðan opnaði Brúsi kvið á Ásbirni og náði þarmaenda hans og
knýtti um járnsúluna og leiddi Ásbjörn þar í hring um en
Ásbjörn gekk einart og röktust svo á enda allir hans þarmar.Ásbjörn kvað þá vísur þessar jafnframmi:Segist það minni móður,

mun hún ei syni kemba

svarðarláð í sumri

svanhvít í Danmörku.

Hafði eg henni heitið

að eg heim koma mundi.

Nú mun segg á síðu

sverðsegg dregin verða.Annað var þá, eg inni,

ölkátir vér sátum

og á fleyskipi fórum

fjörð af Hörðalandi,

drukkum mjöð og mæltum

mart orð saman forðum.

Nú er eg einn í öngvar

jötna þröngvar genginn.Annað var þá, eg inni,

allstórir saman fóru,

stóð þar upp í stafni

Stórólfs bur hinn frækni

þá er langskipum lagði

lundr að Eyrasundi.

Nú mun eg tældr í tryggðum

trölla byggðir kanna.Annað var þá, eg inni,

Ormr að Hildar stormi

gekk enn gráðgum blakki

geitis sylg að veita.

Rekk að rómu dökkri

raunmargan gaf vargi

seggr og sárt nam höggva

svinnr að Ífu mynni.Annað var það, eg inni,

eg veitti ferð sveittri

högg með hvassri tuggu

Herjans suðr í skerjum

elfar, oft nam kólfi

Ormr haglega að forma,

mest þá er miðjungs traustir

mágar eftir lágu.Annað var þá, eg inni,

allir saman vorum,

Gautr og Geiri,

Glúmr og Starri,

Sámr og Semingr,

synir Oddvarar,

Haukr og Hama,

Hrókr og Tóki.Annað var þá, eg inni,

oft á sæ fórum,

Hrani og Högni,

Hjálmr og Stefnir,

Grani og Gunnar,

Grímr og Sörkvir,

Tumi og Torfi,

Teitr og Geitir.Annað var þá, eg inni,

alllítt vér spörðumst

að samtogi sverða.

Sjaldan eg latti

að brúnpálmar brýndir

biti hvasslega seggi.

Þó var Ormr að ímun

æ oddviti þeirra.Mundi Ormr

ófrýnn verða

ef hann á kvöl þessa

kynni að líta

og grimmlega

gjalda þursi

vorar viðfarar

víst ef hann næði.Síðan lét Ásbjörn líf sitt með mikilli hreysti og drengskap.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.