Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 20

Svarfdœla saga 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 20)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það var á öðru kvöldi að Karl hinn rauði sat við eld og
fylgdarmenn hans átta. Þeir heyra að nokkuð nauðar á húsinu
og kom kviðlingur:Sit eg á húsi,

sé eg til þess,

héðan munum vér

oss hefnda vænta.


Karl mælti: "Alllíkt er þetta róm þeim er Klaufi frændi vor
hafði þá er vér heyrðum til hans og má vera að hann þykist
nokkurs mikils við þurfa. Fellur mér svo í hug kveðskapur sjá
að víst er þetta fyrir stórtíðindum hvort sem þau eru fram
komin eða eigi."Og fara þeir út eftir þetta alvopnaðir og ætla að snúa yfir
til Hofs.Þá sáu þeir ekki lítinn grepp suður við garðinn og var það
Klaufi og hafði höfuðið í hendi sér og mælti:Suðr er og suðr er,

svo skulum stefna.


Þeir snúa nú þangað eftir Klaufa og fara til þess er þeir
koma til Steindyra og nam Klaufi þar staðar og laust höfðinu
á dyrnar og mælti:Hér er og hér er,

hví skulum lengra?


Þá snýr Karl heim til húsanna og kom þar að opnum dyrum og
voru inni eldar. Trapisa stóð á gólfinu en mikið slátur var
fært upp og soðið.Grís stóð upp á gólfinu og fagnaði vel Karli "og sestu niður
mágur," sagði Grís, "og tak snæðing."Karl svarar: "Annara er oss að tala um tíðindi þau er orðin
eru."Grís svarar: "Engi koma nú ný tíðindi að oss eða hvað kanntu
að segja?""Það er víst," segir Karl, "að eg ætla að Klaufi sé dauður.""Hvað mun annað til vor koma en láta illa yfir því?" sagði
Grís.Karl svarar: "Þig hyggjum vér vita hver unnið hefir verkið."Karl settist nú niður og semst heldur með þeim og snæða nú
mennirnir. Gluggur var á húsinu norðan og skyldu þeir sitja
Ásgeirssynir þar við og sjá hvað komið væri. Þeir eru nú við
glugginn og sjá að þeir Karl eru komnir.Það varð Þorleifi á munni: "Glöggt þykist eg nú vita hversu
til mun ætlað. Sent mun eftir Ljótólfi og munu þeir veita
Karli atgöngu en eg þoli það aldrei að svo ágætur maður sé
svikinn."Þorleifur kvað þá vísu þessa:Kvaðat sendir mig mundu

mundhyrs rekast undan

dyggur er sá er drjúgt mun eggja

dólg, minn rúni, sinna.

Og böðreyndan bendi

blóðorm um kné góðan

hræva gífurs með hreifum

heggr og bítur á skeggi.


Og enn kvað hann:Hér sit eg og hvet hvassan

hlymbrand jöru randar

meðan óvinir órir

oss leiða matreiður.

Eigum bernsklegt báðir

ból það er lítt nýtur sólar,

oss hlægir það eigi,

út um hellisskúta.


Þetta heyrir Karl og kennir Þorleif að máli og kvað þá vísu
þessa:Hér gelr hvass á húsi

hyrlundr mikils styrjar.

Fleinhríðar vekur fæðir

ferð sá er hræddr skal verða.

Því munu ljóð, en, leiðar

linnsveigir, renndu eigi,

bíð þú gunnstara grennir,

Grísi hætt, er eg vætti.


Eftir þetta sprettur Karl upp en Sigríður Klaufasystir gekk
að honum og fékk honum sverðið Atlanaut. Hann brá sverðinu en
kastaði umgerðinni á öxl sér. Grís var þá úti og bar flot á
spjótskefti þeirra.Karl hljóp þá út að Grísi og hjó hann í sundur í tvo með
sverðinu og mælti: "Svo brytjum vér grísuna Grundarmenn."Hann sá þá að floti var riðið á öll spjótskefti þeirra. Hann
tók spjót og rak í skaflinn og dró út að fjöðrinni og þerrði
þann veg af með snjónum og svo gerðu þeir allir og snúa síðan
úr garðinum og sáu þar fara grepp harðla mikinn gagnvart sér
og var þar Klaufi kominn.Þá kvað hann vísu:Ganga hér fyrir garð fram

gunnhvöt enni,

eruð vanir vígum

sem vér fyrri.

Séð höfum sólheim,

sjá munum annan.

Eruð þér sem vér,

alls um duldir,

alls of duldir.


"Í urð ætla eg nokkurum í kveld Karl frændi," sagði Klaufi.Og nú sjá þeir að fimmtán menn fara frá Bakkavaði. Þeir
mætast þar sem heitir Kumlahóll eða Kumlateigur. Var þar
kominn Ljótólfur goði og voru engar kveðjur með þeim. Hlupust
menn þegar að og varð hinn harðasti bardagi.Og er þeir höfðu barist um hríð mælti Ögmundur Höskuldsson
við Karl: "Gættu þín vel því að eftir standa skór þínir í
fönninni og mun eg standa fyrir þér á meðan þú kippir á þig."Karl kvað þá vísu:Þoku sé eg upp, við ekka

oss hlífir sjá drífa

kols, að Klaufahvoli,

kornél, gróið vélum,

nærgi er þeyr af þeirri,

það er meinlegra einu,

ræð eg þó að rigni blóði

randelds í böð standa.


Þá kom Klaufi í bardaga og barði blóðgu höfðinu á báðar
hendur bæði hart og tíðum og þá kom flótti í lið Ljótólfs.
Því var líkast sem þá er melrakki kemur í sauðadún. Þeir
Ljótólfur héldu nú undan og eru nú níu eftir en fimmtán héldu
til en sjö voru hinir. Og ætlar Ljótólfur að snúa ofan
Bleikudal fyrir ofan Bakkagarð en þar var Klaufi fyrir og
bannaði þeim þar að fara. Út snúa þeir undan og ætla ofan
Nafarsdal fyrir utan teiginn. Eigi var þess kostur. Klaufi
var þar fyrir. Þá bar Karl að og tókst bardagi í annað sinn.
Undan varð Ljótólfur að halda er þeir höfðu skamma stund
barist því að Klaufi var þá í bardaganum. Sjö voru þeir
Ljótólfur er þeir héldu undan en hinir fjórir. Allt fór
Ljótólfur til þess er hann kom heim að garðinum að Hofi. Eigi
var þá kostur að fara í hliðið því að Klaufi var þar fyrir.
Þá bar Karl að og urðu þeir að berjast í annað sinn þegar er
þeim laust saman.Þá kvað Klaufi vísu:Dynur er um allan

dal Svarfaðar.

Eru vinir vorir

vals of fylldir.

Knýjum, knýjum,

Karls um liðar,

látum liggja

Ljótólf goða

í urð

og í urð.


Þá mælti Ljótólfur að þeir skyldu æpa upp allir senn "því að
þá mun Skíði heyra og mun hann koma til liðs við oss með þá
menn sem hann hefir til."Skíði heyrði ópið og stökk upp og út í garðinn við hinn
þriðja mann og átti hann þó eigi kost að fara til bardagans.
Klaufi var þar fyrir og varði þeim stiginn. Heim fór Skíði og
fékk sér eldibrand mikinn og vafði að næfrum og hljóp upp í
garðinn og við þetta stökk Klaufi til bardagans. Skíði hljóp
og þangað við þriðja mann og sá að bæði var á grundinni
göltur og hvítabjörn og gengust þeir að en Skíði gekk að og
skildi með þeim og lét eigi kost að berjast lengur "því að
tveir eru hvorir."Ljótólfur hófst undan og hlífði Skíði honum og þeir þrír
saman förunautar en horfinn var bæði gölturinn og svo bersi.
Nú fara þeir svo þar til er Ljótólfur náði dyrunum á útibúri
sínu því er hann átti. Þeir voru með Ljótólfi Ásgeirssynir
rauðfelds. Karl bar þá að dyrunum og var hann við annan mann.
Hann átti eigi kost inngöngu því að Skíði var þar fyrir.
Skíði eggjar Karl atgöngu en Karl eggjar Ljótólf útgöngu og
lét honum eigi vænna í annað sinn til afburðar. Ljótólfur
kveðst nú mundu vera láta að sinni og fer Karl heim eftir
þetta og Ögmundur með honum.Þorsteinn svörfuður fagnaði vel Karli frænda sínum og mælti:
"Sest niður frændi og seg frá tíðindum og þykist eg eigi vita
hví erfiði þetta hefir á mig fengið sem eg hafi verið með
yður í bardaganum og eigi má eg héðan ganga."Karl mælti: "Vissi eg faðir að þú varst í bardaganum og
veittir oss lið."Þá voru bundin sár Karls og Ögmundar.Þorsteinn svörfuður var færður í rekkju sína af vanmætti og
lá hann þá nótt alla og um morguninn eftir og veitti Karli
syni sínum mörg heilræði og bað hann bregða búi á Grund og
fara til Upsa: "Þess vil eg og biðja þig son minn, ver
vinfastur við þá menn er þér eru hollir í sveitinni."Nú mátti kalla kyrrt í sveitinni um veturinn eftir þann aga
er þeir höfðu haft. Þá komu til fylgdar við Karl Vémundur og
Þórður og Svarthöfði Héðinsson.En um vorið lét Þorsteinn svörfuður af berast og var hann
grafinn niðri á melnum gegnt Blakksgerði. Eftir andlát
Þorsteins lét Karl gera mikla veislu á Grund og bauð til
Hávarði og sonum hans og öllum vinum sínum innan dals. Það
tóku menn þá ráðs er þar voru komnir margir góðgjarnir menn
að leita um sættir með þeim Ljótólfi. Karl varð því samþykkur
um síðir og fóru menn til Hofs eftir veisluna og leituðu um
sættir við Ljótólf og gekkst það svo við að hvorirtveggju
fundust á Grund og inntu nú mál sín og var Ljótólfur í öllu
tregari að sættast enda voru öll mál meir dregin undir Karl.
Þeir urðu utan að fara synir Ásgeirs rauðfelds.Skíði gekk að og beiddi Karl að hann legði til við Ásgeir
rauðfeld hagjörð nokkura "því að sú er fjarlæg er hann á."Karl gerði nú svo að hann gaf honum hagmýrar miklar. Sú varð
sættin að Ljótólfur hlaut að gjalda sex hundruð silfurs. Í
Siglufirði stóð skip uppi og fóru þeir þar á Ásgeirssynir.Svo gengu sættir saman sem sagt var og má þá kalla kyrrt í
dalnum og fer Karl byggðum til Upsa.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.