Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 21

Svarfdœla saga 21 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 21)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
202122

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þessu næst er það að segja að Ljótólfi er kona ætluð innan úr
Eyjafirði af Möðruvöllum, Þórdís dóttir Guðmundar gamla.Það bar að að skip braut í Fljótum og komst ekki mannsbarn af
svo að alþýða manna vissi.Einn morgun var Heklu-Skeggi kominn að Steindyrum. Hann var á
vist með Sigríði Klaufasystur. Hann sá að tveir menn höfðu
vaðið yfir ána en því sá hann það glöggt að snjóföl var
fallið og kallaði hann þá á Sigríði. Og þá kenndu þau sporin
að þeir Ásgeirssynir höfðu þar farið því að táin var miklu
meiri á Ólafi en öðrum mönnum. Og þá bað hún hann fara til
Upsa og segja Karli. Hann brá við þegar og fer til Hofs við
hinn fimmtánda mann en Ljótólfur var ekki heima og var hann
farinn inn til fjarðar. Þau voru fyrir búi meðan, Ragnhildur
og Skíði. Þar var Ingvildur fagurkinn. För þeirra gat Skíði
litið.Nú voru sveinarnir nýkomnir. Þeir Ásgeirssynir stóðu hjá
Skíða er hann ók á völl. Ekki sá hann annað fangaráð en þeir
settust í haugstaðinn og drap hann að þeim mykinni er frerið
hafði en síðan mokaði hann að blautri myki. Síðan fór hann
suður á völlinn og bar þá Karl að og frétti hvað komið væri
til hans.Hann kvað það ekki að sínu viti "að neinir menn séu hér
komnir.""Leyndu eigi Skíði," sagði Karl, "því að hér eru komnir synir
Ásgeirs.""Sagt er það er eg mun segja," sagði Skíði."Förum vér heim," sagði Ögmundur, "og þæfum ekki Skíða.
Rannsökum bæinn."Og svo gerðu þeir.Fyrir sunnan hús lést Ögmundur sjá rauðan kyrtil hanga úti á
ási og diglaði niður úr og brá hann í munn sér og kenndi að
salt var. Síðan hljóp hann suður um húsin með kyrtilinn og
dró með sér tík mikla og hjó af henni höfuðið og færði í
kyrtilinn og lét taka strjúpann niður úr höfuðsmáttinni og
dró að dyrunum þar sem þær voru Ragnhildur og Ingvildur.Hann mælti þá: "Hér megið þið sjá hvað við höfum fundið. Illa
hefir sá er slíkan vin hefir svo ótrúr sem Skíði er því að
hann hefir sagt til þeirra bræðra og megið þið sjá hér annan
þeirra."Þær létu eigi sem þær heyrðu.Þeir hlaupa nú suður á völlinn og var þar Skíði fyrir.Karl hljóp að honum og tekur Skíða og rekur niður fall mikið
og mælti: "Seg nú ef þér er betra nú en fyrr. Vísir erum vér
nú orðnir að þeir eru hér Ásgeirssynir."Skíði mælti: "Það segja þeir sem vilja. Sagt hefi eg það er
eg mun segja."Þá tók Karl reip og renndi rúmsnöru að fótum Skíða og knýtti
í tagl hestinum og sté á bak og ríður fyrir ofan Skorðumýri.
Skíði dragnaði eftir og var þá eytt skógunum og stóðu stofnar
eftir. Hann hlaut að gnötra þar um til þess er Ögmundur hjó í
sundur taglið í hestinum."Illa munum vér það er faðir þinn mælti, því að hann var
vinur hans, er vér kveljum Skíða svo."Þeir sáu þá hvar riðu þrír tigir manna utan að bænum. Skíði
var mjög meiddur því að honum blæddi hvervetna, hökubeinið
var rifið og hakan með, úr tennur tvær. Þeir fara þá yfir ána
en Skíði fer heim. Allt var jafnskjótt, að Skíði kom heim og
Ljótólfur og spurði hví hann væri svo leikinn illa.Skíði svarar: "Engi veldur því nema haldinyrði mín."Þá búast þeir Karl við á hólnum gegnt Grundarhúsum en hinir
ríða þangað þrír tigir manna og tveir um fram því að
Ásgeirssynir voru þá með Ljótólfi. Venda þeir yfir ána að
Karli og tekst þar bardagi og lýkur svo að nokkurir menn
féllu af Ljótólfi en tveir af Karli. Bárður sterki lyfti
Ljótólfi í söðul upp og bað hann undan ríða og svo gerði hann
því að fátt gafst vel af liði hans og skildust við svo búið.
Fór Karl heim.En Ljótólfi varð það á munni er hann sá Skíða: "Kjóstu
sjálfur laun fyrir haldinyrði þína."Skíði svarar: "Þú skalt gera sæmd mína slíka sem þú vilt en
auðkjörin eru launin ef eg skal ráða."Ljótólfur svarar: "Hver eru þau?""Eg vil að þú gefir mér Ingvildi," sagði Skíði, "og eigir
hlut að. Þykist eg maklegastur að njóta hennar fyrir hrakning
þá er Karl fékk mér.""Því beiðir þú þess er mig varði síst? Og ætla eg að þér
verði það ekki að glysi að eiga hana."Skíði svarar: "Hversu sem það er þá vil eg þetta verðkaupið
en þú ráð hverja sæmd þú leggur henni.""Þá skulum við leita við hana," segir Ljótólfur, "því að eg
vil eigi gefa hana nauðga."Þeir gengu þá til Ingvildar og vekja þetta mál við hana,
hvort hún vildi ganga með Skíða.En hún mælti til Ljótólfs: "Lítils þykir mér þú vilja virða
mig er þú vilt gifta mig þræli þínum."Ljótólfur svaraði: "Eg mun það bæta þér. Eg gef honum frelsi
og fé svo mikið að þið séuð ei meiri menn þó þið hafið
meira.""Nær er þá," sagði Ingvildur, "og mun eg þá mæla nokkuð mínu
máli."Ljótólfur spurði hvað það væri.Hún sagði: "Hann skal hafa fyllt skarðið í vör sinni á fimm
vetra fresti svo mér þyki vel fullt vera."Þessu játar Skíði og var þetta að ráði gert og gaf Ljótólfur
Skíða dal þann til forræðis er síðan er kallaður Skíðadalur.
Mörk var svo þykk upp frá Tungunni að aldrei var rjóður í.
Skíði hefir reistan bæ sinn þar sem síðan heitir á
Möðruvöllum. Ljótólfur fékk honum búfé svo að þau voru vel
birg. Þau Skíði og Ingvildur áttu þrjá sonu. Þorkell hét hinn
elsti, annar Björn, þriðji Grímur. Þá er Þorkell var nokkurra
vetra gamall býður Ljótólfur honum til sín til fósturs og vex
hann þar upp.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.