Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 19

Svarfdœla saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 19)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á þessu sama hausti sóttu þeir litgrös bræður úr Brekku,
synir Ásgeirs, upp á Klaufahlíð er móðir þeirra sendi þá
eftir og komu þeir heim í Klaufanes er þeir höfðu sótt grösin
og vildu finna Ingvildi systur sína og lögðu niður úti
baggana meðan þeir dvöldust. Var annað verja en annað hít
mikil. Þá kemur Klaufi að og saxar í sundur baggana með páli
og gekk í burt síðan. En er þeir bræður komu út sáu þeir að
belgirnir voru ekki tiltækir og fara þeir heim og mæta móður
sinni. Hún spurði því þeir hefðu ekki með að fara.



Þá varð Þorleifi vísa á munni:



Belg hjó fyrir mér

Böggvir snöggvan

en fyrir Ólafi

ál og verju.

Svo skal verða

ef vér lifum b(ræður).

við böl búinn

Böggvir höggvinn.


Það var eitt sinn að Ingvildur fagurkinn settist í kné Klaufa
og var við hann allblíð og bað hann lofa sér að fara ofan til
Brekku á kynni og kvaðst ei lengur skyldu í burtu vera en
hann vildi og bað að Heklu-Skeggi skyldi fara með henni.
Klaufi leyfði það. Hún fór síðan og var ei lengur í burtu en
hann leyfði.



En er hún kom heim settist hún í kné honum og var blíð við
hann og mælti: "Ei ætla eg að önnur kona sé betur gefin en
eg. En það líkar mér illa við bræður mína er þeir hafa drepið
yxni mitt er mest gersemi var og vildi eg gjarna Klaufi minn
að þú létir þér þetta mislíka og sæktir yxnið þar sem það
liggur til gert í húðinni gegnt dyrum í Brekku niður."



Klaufi svaraði: "Hvað mun það varða? Ei mun þig hér mat
skorta."



Hún svarar: "Ei varði mig þess að þú mundir vilja vera
ræningi bræðra minna."



Klaufi spratt þá upp og gyrti sig sverðinu Atlanaut og var
hinn reiðasti og gekk ofan í Brekku og kom ekki á Grund og
fann þegar húðina liggja í dyrunum og tók upp allt saman
yxnisfallið og kastaði á bak sér og hugðist mundu ganga út
með. En það gekk ei því að við nam dyrigættunum og frá hafði
hann þau öll saman og gekk með þá suður að garði og hristi
þar af sér dyrigættin öll og þar hurðina með og gekk síðan
heim. En er hann kom heim var langt af nótt. Var þar borinn
mjög snjór að dyrunum. Gekk hann þá inn í snjóbyrgið. Þá kom
Ingvildur í mót honum og var allblíð við hann og svo rann
Klaufa þá reiðin að hann gat þá þeim bagga ei valdið sem hann
hafði áður lengi borið.



Hann laut mjög í dyrunum er hún fagnaði honum og renndi
sverðið Atlanaut fram með slíðrunum og tók hún það og kastaði
út í snjóbyrgið og mælti: "Neyti sá sem neyta þorir."



Hún dvaldi fyrir Klaufa þar til að hann var laginn í gegnum
svo hann fékk þegar bana. Þessu verki ollu þeir Ásgeirssynir
og tóku þeir Klaufa og drógu undir heygarð að húsbaki.
Ingvildur fór þá í rekkju sína en þeir bjuggust burt. Þegar
kom Klaufi til sængur Ingvildar er þeir voru burtu. Hún lét
þá kalla á þá bræður og hjuggu þeir þá af honum höfuð og
lögðu neðan við iljarnar.



Þeir bræður komu heim um kvöldið í Brekku og spurði faðir
þeirra þá hvað þeir hefðu annast.



Þorleifur kvað þá vísu:



Rauð eg á randa gæði

rítorm sakar vítis.

Meiður, í málma veðri,

mens, tók sverð að grenja.

Söng hættlega hringa

hnitsólar, á fitjar,

felli-Gunnur meðal fjalla,

fetils trolls hlóð eg þolli.


Ásgeir sagði: "Finn eg nú hvað þið hafið gert en ekki ber eg
traust til að halda ykkur hér og farið þið til Ljótólfs."



Þeir fóru þegar til Hofs og gerðu Ljótólfi kunnigt hvað þeir
höfðu gert.



Ljótólfur tók því verki allvel og bað þá fara til Gríss "því
vér vitum allir saman þessi ráð."



Og Grís tók því allvel en þó treystist hann ei til að geyma
þá svo að Sigríður vissi ei, kona hans, og var hún nú vör við
ger hvað til tíðinda var orðið og mælti hún kaup til að leyna
þeim og bað selja sér sverðið Atlanaut til geymslu og kvaðst
eigi mundi segja til þeirra fyrr en nokkur segði annar og það
varð nú kaup þeirra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.