Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

StjǫrnODr ch. 4

Stjǫrnu-Odda draumr 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (StjǫrnODr ch. 4)

Anonymous íslendingaþættirStjǫrnu-Odda draumr
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



En þegar þessi maður, Dagfinnur, var nefndur í sögunni þá er
frá því að segja er mjög er undarlegt að þá brá því við í
drauminum Odda að hann Oddi sjálfur þóttist vera þessi maður,
Dagfinnur, en gesturinn sá er söguna sagði er nú úr sögunni
og drauminum en þá þóttist hann sjálfur sjá og vita allt það
er héðan af er í drauminum. En nú síðan er drauminn svo að
segja sem honum þótti sjálfum fyrir sig bera, Odda, þá
þóttist hann vera Dagfinnur og ráðast í ferðina með
konunginum Geirviði.



En er þeir voru albúnir þá riðu þeir tveir saman með vopnum
sínum til þess er þeir komu á Jöruskóg þangað sem
illvirkjanna var von en þar var svo viður vaxið að gata var
breið um skóginn. Og er þeir komu mjög langt í skóginn þá er
þess getið að þar varð fyrir þeim hóll einn mjög hár. Hann
var brattur öllum megin. Síðan gengu þeir upp á hólinn og
vildu þaðan sjást um og vita hverra tíðinda þeir mættu vísir
verða. Mart smágrjót var á hóli þessum. Þaðan sáu þeir víða.



Þeir geta að líta hvar ganga tveir menn. Þeir voru miklir
vexti og gengu þegar þangað að hólinum sem þeir konungur
stóðu. Þessir menn voru báðir vel vopnaðir. En þegar þeir
konungur og Dagfinnur sáu þessa menn þá þóttust þeir vita að
þar voru þeir komnir Garpur og Gnýr.



Þá mælti Dagfinnur: "Herra, eg vil yður kunnigt gera að eg er
eigi mjög vanur vopnaskipti og kann eg lítt að treysta hug
mínum né vopnfimi. Nú vil eg að þér kjósið um tvo kosti,
hvort þér viljið heldur að eg ráðist í mót berserkjunum með
þér eða viltu að eg sjái til yðvarrar sameignar af hólinum og
kunni eg frá að segja öðrum mönnum."



Konungur svarar: "Ef þér lér nokkuð tveggja huga um þetta mál
þá þykir mér einsætt að þú sért hér á hólinum og sjáir héðan
til sameignar vorrar og komir eigi nær við vor vopnaskipti."



Dagfinnur tekur það ráð sem konungur mælti og dvaldist eftir
á hólinum og kemur hvergi nær og þykir honum það allráðlegt
en konungurinn sjálfur ræðst ofan af hólinum í móti
stigamönnunum. Þar kann eigi glögglega frá að segja hversu
högg fóru með þeim og mun eg þar gera skjóta frásögu því að
það er þar frá lyktum að segja að svo skipti hamingjan með
þeim, því að konungi varð lagið líf og lykka, að hann bar af
báðum illvirkjunum og létust þeir af stórum sárum er konungur
hafði þeim veitt.



Og eftir það er illvirkjarnir voru fallnir þá gengu þeir
konungur og Dagfinnur fram á götuna lengra og komu þar að
farandi er stígur lítill lá af þjóðbrautinni í skóginn. Þeir
höfðu litla stund gengið þann hinn litla stíg áður brátt
gerðist rjóður mjög mikið í mörkinni og stóð þar eitt hús.
Það hús var hátt og rammgert og rammlega læst og grafinn
lykill í dyragætti. Þeir luku upp húsinu og gengu þar inn.
Það hús var vel innan búið og var nálega fullt af allskyns
auðæfum. Þar voru þeir um nóttina og skorti þar hvorki góðan
drykk né dýran mat en um morguninn fóru þeir heimleiðis og
huldu áður hræ útilegumannanna.



En er konungurinn kom heim til ríkis síns þá varð hann frægur
mjög víða um lönd af sínu þrekvirki og ágætum sigri og urðu
allir vinir konungsins og frændur honum fegnir er hann kom
heim með göfuglegum sigri og þóttust menn hann nálega úr
helju heimt hafa, sem var.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.