Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

StjǫrnODr ch. 3

Stjǫrnu-Odda draumr 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (StjǫrnODr ch. 3)

Anonymous íslendingaþættirStjǫrnu-Odda draumr
234

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er svo að segja að eftir þessi miklu tíðindi er þar í
landi höfðu gerst þá sýndist það öllum hinum vitrustum mönnum
og hinum bestum vinum konungsins að taka annan mann til
konungs og landstjórnar í stað þvílíks höfðingja sem þá var
við misst. En svo var mikil ástúð öllum landsmönnum á
Hróðbjarti konungi meðan hann lifði að menn vildu ekki annað
en velja Geirvið son hans til konungs og láta eigi
konungdóminn ganga úr hans ætt. Þótt Geirviður væri ungur að
aldri eða hann þætti þá enn lítt til landráða fallinn í þann
tíma vildi þó allt landsfólkið til þessa hætta með umsjá
drottningar móður hans með því að hún var hin vitrasta kona
og vel að sér í alla staði.



En er svo fór fram um hríð að svo ungur maður skyldi höfðingi
vera og stjórna mörgu fólki sem Geirviður var þá gerðist
brátt landstjórnin lítil, sem líklegt var. Það gerðist og að
hirðin fáttkaðist fyrir því að margir voru þeir af hans
hirðmönnum að aðra iðn lögðu fyrir sig. Sumir lögðust í
víking, aðrir réðust í kaupferðir til ýmissa landa. Nú með
því að á þessu þótti mikið mein sem nú var frá sagt þá
gerðust þó mörg önnur óhægindi í ríki þessa hins unga
konungs.



Þess er við getið í sögunni að illvirkjar tveir lögðust út á
skóg þann er Jöruskógur heitir. Það var í ríki þessa hins
unga manns. Þessir víkingar drápu menn til fjár sér og voru
nálega berserkir. Annar þeirra hét Garpur en annar Gnýr. Svo
er sagt að mönnum hlýddi aldrei fám að fara saman. Jafnan
voru menn vanir að fara á skóginn með fjölmenni að leita
illvirkjanna og ráða þá af en þeir urðu aldregi hittir þó að
þeirra væri leita farið með fjölmenni. Slíku fer fram til
þess er Geirviður konungur er tólf vetra. Og þá er hann var
svo aldurs kominn þá var hann svo mikill maður vexti og
sterkur að afli sem þeir menn margir sem fullkomnir voru að
aldri og atgervi nálega eftir því sem þeir best voru á sig
komnir fyrir allra hluta sakir.



Það var eitthvert sinn þá er Geirviður konungur sat yfir
borðum með allri hirð sinni, þá tók hann til orða og mælti
svo: "Nú er svo sem yður er kunnigt öllum mínum mönnum að eg
hefi ungur verið hér til að aldri og svo hefi eg haft litla
orku og því hefir af mér staðið lítil stjórn í ríkinu. Hefi
eg það og oft heyrt sem von er að. Má það og eigi mjög
undrast þó að hér til hafi af mér lítil stjórn staðið fyrir
sakir æsku minnar. En þó er eg nú svo aldurs kominn að mér er
nú mál að reyna mig og vita að nokkuð vilji mitt ráð þroskast
og meir hefjast en áður er þar sem eg er nú orðinn maður tólf
vetra gamall. Eru og margir ekki betur mannaðir á mínum
aldri. Nú vil eg og því lýsa fyrir öllum yður, mínum þegnum
og virktavinum, að eg ætla mér að fara til móts við
berserkina, þá Garp og Gný, er liggja á Jöruskógi og gera þar
mörg illvirki. Ætla eg og til þess að koma eigi aftur svo að
þeir séu á lífi og skal eg þá yfirkoma eða þeir mig ella."



En er Geirviður konungur hafði þetta mælt þá svarar fyrst
máli hans drottningin móðir hans og þar með allir hans bestu
menn og mæltu nálega allir sem eins manns munni og báðu
konung fara fjölmennan á fund stigamannanna og með miklum
viðbúnaði ef hann vildi fara.



Geirviður konungur svarar: "Hugsað hefi eg þetta mál áður
nokkuð fyrir mér en eg kvæði upp og sýnist mér á þá leið sem
í þessari ferð megi mér þá engi frami kaupast þótt eg fái náð
berserkjunum enda leita eg þeirra með miklu liði alvopnuðu.
En það er þá nokkur svívirðing ef þeir fást þá eigi og komi
eg við það aftur og verður þá ósnöfurmannlega minnar handar
ef svo tekst. Nú hefi eg hina leið ætlað ferðina að fara með
annan mann á þeirra fund og mun þá skipta gæfa með oss hver
þá skal verða vor skilnaður. Má þá og verða ef vill að nokkur
svo fremd fylgi ferðinni. Skal nú og á það ráð hætta hversu
sem til vill takast. Er nú og fyrir því upp borið þetta mál
fyrir yður að eg vil nú vita hver fúsastur er til þessarar
ferðar með mér og er nú það ráð að nokkur vakni við, sá er
til vill ráðast, og svari sá nú mínu máli enda skuluð þér það
vita hér með að nú er þetta mál fullgert fyrir mína hönd að
eg mun þó fara þessa ferð þótt eg fari einn saman og verði
engi til að fylgja mér."



En við þessi ummæli konungs þá er það sagt að drottning sjálf
fyrst að upphafi latti á alla vega þessar ferðar og sagði,
sem var, allóráðlega stofnað þar sem við heljarmenn var að
eiga er illvirkjarnir voru, svo mikið sem þar var í ábyrgð er
konungurinn var sjálfur því að öllum þótti vís von að hann
mundi látast fyrir þeim og fá minna hlut í þeirra skiptum ef
svo yrði sem líklegt mundi þykja fyrir sakir æsku konungs
þeirra en harðfengi berserkjanna. Allir vinir konungs löttu
ákaflega fararinnar og þótti konungur út seldur ef hann færi
við annan mann.



Konungur svarar að ekki mundi tjóa að letja hann.



Og er allir skildu að konungur mundi eigi letjast láta þá
verður til og svarar máli konungs sá er Dagfinnur hét. Hann
var hirðmaður konungs og konungsskáld.



"Herra," segir hann, "engan mann veit eg þér meiri sæmd eiga
að launa í alla staði en mig. Er eg og því skyldari að
skiljast aldrei við þig er þú ert í meira háska staddur ef
þér viljið þiggja mitt föruneyti og fylgd og er eg til þessar
farar albúinn þegar þér viljið."

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.