Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Snegl ch. 10

Sneglu-Halla þáttr 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Snegl ch. 10)

Anonymous íslendingaþættirSneglu-Halla þáttr
910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Haraldur konungur fór um vorið til Gulaþings. Og um daginn
spurði konungur Halla hversu honum yrði til kvenna um þingið.



Halli svarar:



Gott er Gulaþing þetta,

giljum við hvað er viljum.


Konungurinn fór þaðan norður til Þrándheims. Og er þeir
sigldu fyrir Stað áttu þeir Þjóðólfur og Halli búðarvörð að
halda og var Halli sæsjúkur mjög og lá undir báti en
Þjóðólfur varð að þjóna einn. Og er hann bar vistina féll
hann um fót Halla er stóð út undan bátinum.



Þjóðólfur kvað þetta:



Út stendr undan báti

ilfat. Muntu nú gilja?


Halli svarar:



Þjón geri eg þann að sveini,

Þjóðólf læt eg mat sjóða.


Fór konungurinn nú leiðar sinnar uns hann kom í Kaupangur.



Þóra drottning var nú með honum og var hún lítt til Halla en
konungur var vel til hans og þótti gaman að Halla jafnan.



Þess er getið einn dag að konungurinn gekk út um stræti og
fylgdin með honum. Halli var þar í för. Konungurinn hafði öxi
í hendi og öll gullrekin en silfurvafið skaftið og
silfurhólkur mikill á forskeftinu og þar í ofan steinn góður.
Það var ágætur gripur. Halli sá jafnan til öxarinnar. Konungur
fann það brátt og spurði hvort Halla litist vel á öxina.
Honum kveðst vel á lítast.



"Hefir þú séð betri öxi?"



"Eigi ætla eg," segir Halli.



"Viltu láta serðast til öxarinnar?" segir konungur.



"Eigi," segir Halli, "en vorkunn þykir mér yður að þér viljið
svo selja sem þér keyptuð."



"Svo skal vera Halli," segir konungur, "tak með og njót manna
best, gefin var mér enda skal svo selja."



Halli þakkaði konungi.



Um kveldið er menn komu til drykkjar talaði drottning við
konung að það væri undarlegt "og ei vel til skipt að gefa
Halla þá gripi er varla er ótiginna manna eiga fyrir klámyrði
sín en þá fá sumir lítið fyrir góða þjónustu."



Konungur kveðst því ráða vilja hverjum hann gæfi gripi sína,
"vil eg ei snúa orðum Halla til hins verra þeim er tvíræði
eru."



Konungur bað kalla Halla og svo var gert. Halli laut honum.



Konungur bað Halla mæla nokkur tvíræðisorð við Þóru
drottningu "og vit hversu hún þolir."



Halli laut þá að Þóru og kvað:



Þú ert maklegust miklu,

munar stórum það, Þóra,

flenna upp að enni

allt leðr Haralds reðri.


"Takið hann og drepið," segir drottning. "Vil eg eigi hafa
hrópyrði hans."



Konungur bað öngvan svo djarfan vera að á Halla tæki hér
fyrir: "En að því má gera ef þér þykir önnur maklegri til að
liggja hjá mér og vera drottning og kanntu varla að heyra lof
þitt."



Þjóðólfur skáld hafði farið til Íslands meðan Halli var í
burtu frá konungi. Þjóðólfur hafði flutt utan af Íslandi hest
góðan og vildi gefa konungi og lét Þjóðólfur leiða hestinn í
konungsgarð og sýna konungi. Konungurinn gekk að sjá hestinn
og var mikill og feitur. Halli var þar hjá er hesturinn hafði
úti sinina.



Halli kvað þá:



Sýr er ávallt,

hefir saurugt allt

hestr Þjóðólfs erðr,

hann er drottinserðr.


"Tví, tví," segir konungur, "hann kemur aldrei í mína eigu að
þessu."



Halli gerðist hirðmaður konungs og bað sér orlofs til
Íslands. Konungur bað hann fara varlega fyrir Einar flugu.



Halli fór til Íslands og bjó þar. Eyddust honum peningar og
lagðist hann í útróður og eitt sinn fékk hann andróða svo
mikinn að þeir tóku nauðulega land. Og um kveldið var borinn
fyrir Halla grautur og er hann hafði etið fá bita hnígur hann
aftur og var þá dauður.



Haraldur spurði lát tveggja hirðmanna sinna af Íslandi, Bolla
hins prúða og Sneglu-Halla.



Hann svaraði svo til Bolla: "Fyrir dörrum mun drengurinn
hnigið hafa."



En til Halla sagði hann svo: "Á grauti mundi greyið sprungið
hafa."



Lýk eg þar sögu frá Sneglu-Halla.



sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.