Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Snegl ch. 9

Sneglu-Halla þáttr 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Snegl ch. 9)

Anonymous íslendingaþættirSneglu-Halla þáttr
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá réð fyrir Englandi Haraldur Guðinason. Halli fer þegar á
konungs fund og kveðst hafa ort um hann drápu og bað sér
hljóðs. Konungur lét gefa honum hljóð. Sest Halli fyrir kné
konungi og flutti fram kvæðið. Og er lokið var kvæðinu spurði
konungur skáld sitt er var með honum hvern veg væri kvæðið.
Hann kveðst ætla að gott væri. Konungur bauð Halla með sér að
vera en Halli kveðst búinn vera til Noregs áður.



Konungur kvað þá þann veg fara mundu af hendi "um kvæðislaun
við þig sem vér njótum kvæðisins því að enginn hróður verður
oss að því kvæði er enginn kann. Sit nú niður á gólfið en eg
mun láta hella silfri í höfuð þér og haf þá það er í hárinu
loðir og þykir mér þá hvort horfa eftir öðru er vér skulum
eigi ná að nema kvæðið."



Halli svarar: "Bæði mun vera að lítilla launa mun vert vera
enda munu þessi launin og lítil vera. Lofa munuð þér herra að
eg gangi út nauðsynja minna."



"Gakk sem þú vilt," segir konungur.



Halli gekk þar til er skipsmiðir voru og bar í höfuð sér
tjöru og gerði sem diskur væri og gekk síðan inn og bað hella
silfrinu yfir sig. Konungur kvað hann vera brögðóttan og var
nú hellt yfir hann og var það mikið silfur er hann fékk.



Fór hann síðan þangað er skip þau voru er til Noregs ætluðu
og voru öll burtu nema eitt og var þar ráðinn fjöldi manna
með miklum þunga. En Halli hafði of fjár og vildi gjarna í
burt því að hann hafði ekki kvæði ort um konung annað en
kveðið endilausu og mátti hann því ekki kenna það. Stýrimaður
bað hann fá til ráð að suðurmenn gengju úr skipinu og kveðst
þá vilja gjarna taka við honum. En þá var komið að vetri.
Halli var hjá þeim í herbergjum um hríð.



Eina nótt lét Halli illa í svefni og var lengi áður þeir
fengu vakið hann. Þeir spurðu hvað hann hefði dreymt.



Halli kvað lokið því að hann mundi biðja þá fars héðan frá,
"mér þótti maður koma að mér ógurlegur og kvað þetta:"



Hröng er þars hafnan þöngul

held eg um, síð er eg fjör seldag.

Hverft er sitk að Ránar.

Sumir eru í búð með humrum.

Ljóst er lýsu að gista.

Lendi eg út við ströndu.

Því sit eg bleikr í brúki.

Blakir mér þarmr um hnakka,

blakir mér fyrir þínum hnakka.


Og er suðurmenn vissu draum þenna réðust þeir úr skipinu og
þótti bani sinn ef þeir færu þar í. Halli réðst þegar í skip
og sagði að þetta var prettur hans en engi draumur. Og tóku
þeir út þegar þeir voru búnir og tóku Noreg um haustið og fór
Halli þegar til Haralds konungs. Hann tók vel við Halla og
spurði hvort hann hefði þá ort um aðra konunga.



Halli kvað þetta:



Orti eg eina

um jarl þulu.

Verðrat drápa

með Dönum verri.

Föll eru fjórtán

og föng tíu.

Opið er og öndvert,

öfugt stígandi.

Svo skal yrkja

sá er illa kann.


Konungur brosti að og þótti honum jafnan gaman að Halla.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.