Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Snegl ch. 8

Sneglu-Halla þáttr 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Snegl ch. 8)

Anonymous íslendingaþættirSneglu-Halla þáttr
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Um vorið bað Halli konung orlofs að fara til Danmerkur í
kaupferð.Konungur bað hann fara sem hann vildi "og kom aftur skjótt
því oss þykir gaman að þér og far varlega fyrir Einari flugu.
Hann mun hafa illan hug á þér og sjaldan veit eg honum
jafnsleppt tekist hafa."Halli tók sér far með kaupmönnum suður til Danmerkur og svo
til Jótlands. Rauður hét maður er þar hafði sýslu og réðst
Halli þar til vistar.Það bar til eitt sinn er hann skyldi hafa þing fjölmennt og
er menn skyldu þar mæla lögskilum sínum þá var svo mikið
háreysti og gap að engi maður mátti þar málum sínum fram koma
og fóru menn við það heim um kveldið.Það var um kveldið er menn komu til drykkjar að Rauður mælti:
"Það væri ráðleitinn maður er ráð fyndi til að fólk þetta
allt þagnaði."Halli svarar: "Það fæ eg gert þegar eg vil að hér skal hvert
mannsbarn þagna.""Það færð þú ei gert landi," segir Rauður.Um morguninn komu menn til þings og var nú slíkt óp og gap
sem hinn fyrra dag og varð öngum málum skilað. Fóru menn við
það heim.Þá mælti Rauður: "Viltu veðja um Halli hvort þú færð hljóðið
á þinginu eða ei?"Halli kveðst þess búinn.Rauður svarar: "Legg við höfuð þitt en eg gullhring er
stendur mörk.""Það skal vera," segir Halli.Um morguninn spurði Halli Rauð ef hann vildi veðjanina halda.
Hann kveðst halda vilja.Komu menn nú til þingsins og var nú slíkt óp eða meira sem
hina fyrri dagana.Og er menn varði síst hleypur Halli upp og æpir sem hæst
mátti hann: "Hlýði allir menn. Mér er máls þörf. Mér er horfin
hein og heinasmjör, skreppa og þar með allur skreppuskrúði sá
er karlmanni er betra að hafa en að missa."Allir menn þögnuðu. Sumir hugðu að hann mundi ær orðinn en
sumir hugðu að hann mundi tala konungs erindi nokkur. Og er
hljóð fékkst settist Halli niður og tók við hringinum. En
þegar menn sáu að þetta var ekki nema dáruskapur þá var
háreysti sem áður og komst Halli á hlaupi undan því að Rauður
vildi hafa líf hans og þótti þetta verið hafa hin mesta
ginning. Létti hann eigi fyrr en hann kom til Englands.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.