Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Snegl ch. 7

Sneglu-Halla þáttr 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Snegl ch. 7)

Anonymous íslendingaþættirSneglu-Halla þáttr
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Einar var maður nefndur og var kallaður fluga. Hann var son
Háreks úr Þjóttu. Hann var lendur maður og hafði sýslu á
Hálogalandi og finnferð af konungi og var nú í kærleikum
miklum við konung en þó eldi þar jafnan ýmsu á. Einar var
óeinarðarmaður mikill. Drap hann menn ef ei gerðu allt sem
hann vildi og bætti öngvan mann. Einars var von til
hirðarinnar að jólunum.Þeim Halla og Sigurði sessunaut hans varð talað til Einars.
Sagði Sigurður Halla frá að engi maður þorði að mæla í móti
Einari eða í aðra skál að leggja en hann vildi og hann bætti
ekki fé fyrir víg eða rán.Halli svarar: "Vændishöfðingjar mundu slíkt kallaðir á voru
landi.""Mæl þú varlega félagi," segir Sigurður, "því að hann er
lítilþægur að orðum ef honum er í móti skapi.""Þó að þér séuð allir svo hræddir," segir Halli, "að enginn
yðvar þori að mæla eitt orð í móti honum þá segi eg þér það
að eg skyldi kæra ef hann gerði mér rangt og þess get eg að
hann bæti mér.""Hví þér en öðrum?" segir Sigurður."Það mundi honum sýnast," segir Halli.Þar til þræta þeir hér um að Halli býður Sigurði að veðja hér
um. Leggur Sigurður hér við gullhring er stóð hálfa mörk en
Halli leggur við höfuð sitt.Einar kemur að jólunum og situr hann á aðra hönd konungi og
menn hans út frá honum. Var honum öll þjónusta veitt sem
konungi sjálfum.Og jóladag er menn voru mettir mælti konungurinn: "Nú viljum
vér hafa fleira til gamans en drekka. Skaltu nú Einar segja
oss hvað til tíðinda hefir orðið í förum yðrum."Einar svarar: "Ekki kann eg það í frásagnir að færa herra þó
að vér hnúskum búfinna eða fiskimenn."Konungur svarar: "Segið settlega því að vér erum lítilþægir
að og þykir oss gaman að því öllu þó að yður þyki lítils vert
er jafnan standið í stríði.""Það er þó herra helst að segja," segir Einar, "að í fyrra
sumar er vér komum norður á Mörkina mættum vér Íslandsfari
einu og höfðu þeir orðið þangað sæhafa og setið þar um
veturinn. Bar eg á hendur þeim að þeir mundu átt hafa kaup
við Finna fyrir utan yðvart lof eða mitt en þeir duldu og
gengu ei við en oss þóttu þeir ótrúlegir og beiddi eg þá
rannsóknar en þeir synjuðu þverlega. Eg sagði það þá að þeir
skyldu hafa það er þeim væri verra og maklegra og bað eg mína
menn vopnast og leggja að þeim. Eg hafði fimm langskip og
lögðum vér að á bæði borð og léttum ei fyrr en hroðið var
skipið. Og einn íslenskur maður er þeir kölluðu Einar varðist
svo vel að hans maka fann eg aldrei og víst var skaði að um
þann mann og ei hefðum vér unnið skipið ef slíkir hefðu allir
verið innanborðs.""Illa gerðir þú það Einar," segir konungur, "er þú drepur
saklausa menn þó að ei geri allt sem þér líkar best.""Mun eg ei," segir Einar, "sitja fyrir hættu þeirri. En mæla
það sumir menn herra að þér gerið ei allt sem guðréttilegast.
En þeir reyndust illa og fundum vér mikinn finnskrepp í
skipinu."Halli heyrði hvað þeir töluðu og kastaði hnífinum fram á
borðið og hætti að eta. Sigurður spurði ef hann væri sjúkur.Hann kvað það ei vera en kvað þetta þó sótt verra: "Einar
fluga sagði lát Einars bróður míns er hann kveðst fellt hafa
á kaupskipinu í fyrra sumar og má vera að nú gefi til að
leita eftir bótunum við hann Einar.""Tala ekki um félagi," segir Sigurður, "sá mun vænstur.""Nei," sagði Halli, "ekki mundi hann svo við mig gera ef hann
ætti eftir mig að mæla."Hljóp hann þá fram yfir borðið, gekk innar fyrir hásætið og
mælti: "Tíðindi sögðuð þér Einar bóndi, þau mér akta ærið
mjög, í drápi Einars bróður míns er þér sögðust felldan hafa
á kaupskipinu í fyrra sumar. Nú vil eg vita hvort þú vilt
nokkru bæta mér Einar bróður minn.""Hefir þú ei spurt að eg bæti engan mann?" segir Einar."Eigi er mér skylt að trúa því," segir Halli, "að þér væri
allt illa gefið þó að eg heyrði það sagt.""Gakk burt maður," segir Einar, "annar mun verri."Halli gekk að sitja. Sigurður spyr hve farist hefði. Hann
svarar og kveðst hafa hótun fyrir fébætur. Sigurður bað hann
ei oftar koma á þetta mál og sé laus veðjanin.Halli kvað honum vel fara "en á skal koma oftar."Og annan dag eftir gekk Halli fyrir Einar og mælti: "Það mál
vil eg vekja Einar ef þú vilt nokkru bæta mér bróður minn."Einar svarar: "Þú ert seinþreyttur að og ef þú dregst ei
brott þá muntu fara slíka för sem bróðir þinn eða verri."Konungurinn bað hann ei svo svara "og er það frændunum ofraun
og veit ei hvers hugar hverjum lér. En þú Halli kom ei aftur
á þetta mál því að stærri bokkar verða að þola honum slíkt en
þú ert."Halli svarar: "Svo mun vera verða."Gekk hann þá til rúms síns. Sigurður fagnar honum vel og
spurði hve farist hafði. Halli kveðst hafa heitan fyrir
fébætur af Einari."Þótti mér það í hug," segir Sigurður, "og sé laus veðjanin.""Vel fer þér," segir Halli, "en á skal eg koma þriðja sinn.""Gefa vil eg þér nú til hringinn," sagði Sigurður, "að þú
látir vera kyrrt er þetta hefir þó nokkuð af mér til hlotist
í fyrstu."Halli svarar: "Sýnir þú hver maður þú ert og ekki má þér um
kenna hversu sem til vegar fer. En prófa skal enn um sinn."Og þegar um morguninn er konungur tók handlaugar og Einar
fluga gekk Halli að honum og kvaddi konunginn. Konungurinn
spyr hvað hann vildi."Herra," segir Halli, "eg vil segja yður draum minn. Eg
þóttist vera allur maður annar en eg er.""Hvað manni þóttist þú vera?" segir konungur."Eg þóttist vera Þorleifur skáld en hann Einar fluga þótti
mér vera Hákon jarl Sigurðarson og þóttist eg hafa ort um
hann níð og mundi eg sumt níðið er eg vaknaði."Sneri Halli þá utar eftir höllunni og kvað nokkuð fyrir munni
sér og námu menn ei orðaskil.Konungur mælti: "Þetta var ekki draumur annar en hann dregur
þessi dæmi saman. Og svo mun fara með ykkur sem fór með þeim
Hákoni Hlaðajarli og Þorleifi skáldi og það sama gerir Halli.
Hann svífst einkis og megum við sjá að bitið hefir níðið
ríkari menn en svo sem þú ert Einar, sem var Hákon jarl, og
mun það munað meðan Norðurlönd eru byggð og er verri einn
kviðlingur, ef munaður verður eftir, en lítil fémúta, um
dýran mann kveðinn og ger svo vel og leys hann af með
nokkru.""Þér skuluð ráða herra," segir Einar, "og seg honum að hann
taki þrjár merkur silfurs af féhirði mínum er eg fékk honum
síðast í sjóði."Þetta var sagt Halla. Gekk hann að finna féhirðinn og sagði
honum. Hann kvað vera fjórar merkur silfurs í sjóðnum. Halli
kveðst þrjár hafa skyldu. Halli gekk þá fyrir Einar og sagði
honum."Hafa mundir þú það er í var sjóðnum," segir Einar."Nei," sagði Halli, "öðruvís skaltu ná lífi mínu en eg verði
þjófur af fé þínu og sá eg að þú hafðir það ætlað mér."Og svo var að Einar hafði það ætlað Halla að hann mundi það
er í var sjóðnum hafa og þótti honum það nóg banasök.Gekk Halli nú til sætis síns og sýndi Sigurði féð. Sigurður
tók hringinn og kvað Halla vel hafa til unnið.Hann svarar: "Eigi erum við þá jafnir þegnar og tak hring þinn
og njót manna best. En þér satt að segja þá átti eg aldrei
skylt við þenna mann er Einar hefir drepið og vildi eg vita
ef eg næði fénu af honum.""Engum manni ertu líkur að prettum," segir Sigurður.Einar fór brott eftir jólin norður á Hálogaland.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.