Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 116

Njáls saga 116 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 116)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
115116117

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Hildigunnur var úti og mælti: "Nú skulu allir heimamenn
mínir vera úti er Flosi ríður í garð en konur skulu ræsta
húsin og tjalda og búa Flosa öndvegi."Síðan reið Flosi í túnið. Hildigunnur sneri að honum og
mælti: "Kom heill og sæll frændi og er fegið orðið hjarta
mitt tilkomu þinni.""Hér skulum vér," segir Flosi, "eta dagverð og ríða síðan."Þá voru bundnir hestar þeirra.Flosi gekk inn í stofuna og settist niður og kastaði í
pallinn undan sér hásætinu og mælti: "Hvorki er eg konungur
né jarl og vil eg ekki láta gera hásæti undir mér og þarf
ekki að spotta mig."Hildigunnur var nær stödd og mælti: "Það er illa ef þér
mislíkar því að þetta gerðum vér af heilum hug."Flosi mælti: "Ef þú hefir heilan hug við mig þá mun sjálft
leyfa sig, mun og sjálft lasta sig ef illa er."Hildigunnur hló að kaldahlátur þann og mælti: "Ekki er enn
mark að, nær munum við gangast verða áður en lýkur."Hún settist niður hjá Flosa og töluðu þau lengi hljótt.Síðan voru borð tekin en Flosi tók laugar og lið hans. Flosi
hugði að handklæðinu og var það raufar einar og numið til
annars endans. Hann kastaði í bekkinn og vildi eigi þerra sér
á og reist af borðdúkinum og þerraði sér þar á og kastaði til
manna sinna. Síðan settist Flosi undir borð og bað menn sína
eta.Þá kom Hildigunnur í stofuna og gekk fyrir Flosa og greiddi
hárið frá augum sér og grét.Flosi mælti: "Skapþungt er þér nú frændkona er þú grætur en
þó er það vel er þú grætur góðan mann."Hún tók þá til orða: "Hvert eftirmæli skal eg nú af þér hafa
eða liðveislu?"Flosi mælti: "Sækja mun eg mál þitt til fullra laga eða veita
til þeirra sætta er góðir menn sjá að vér séum vel sæmdir af
í alla staði."Hún mælti: "Hefna mundi Höskuldur þín ef hann ætti eftir þig
að mæla."Flosi svaraði: "Eigi skortir þig grimmleik og séð er hvað þú
vilt."Hildigunnur mælti: "Minna hafði misgert Arnór Örnólfsson úr
Fossárskógum við Þórð Freysgoða föður þinn og vógu bræður
þínir hann á Skaftafellsþingi, Kolbeinn og Egill."Hildigunnur gekk þá fram í skálann og lauk upp kistu sína.
Tók hún þá upp skikkjuna þá er Flosi hafði gefið Höskuldi. Í
þeirri skikkju hafði Höskuldur veginn verið og hafði hún þar
varðveitt í blóðið allt. Hún gekk þá innar í stofuna með
skikkjuna. Hún gekk þegjandi að Flosa. Þá var Flosi mettur og
af borið af borðinu. Hildigunnur lagði yfir Flosa skikkjuna.
Dundi þá blóðið um hann allan.Hún mælti þá: "Þessa skikkju gafst þú, Flosi, Höskuldi og vil
eg nú gefa þér aftur. Var hann í þessi veginn. Skýt eg því
til guðs og góðra manna að eg særi þig fyrir alla krafta
Krists þíns og fyrir manndóm og karlmennsku þína að þú hefnir
þeirra allra sára sem Höskuldur hafði á sér dauðum eða heit
hvers manns níðingur ella."Flosi kastaði af sér skikkjunni og rak í fang henni og mælti:
"Þú ert hið mesta forað og vildir að vér tækjum það upp er
öllum oss gegnir verst og eru köld kvenna ráð."Flosa brá svo við að hann var í andliti stundum rauður sem
blóð en stundum fölur sem gras en stundum blár sem hel.Þeir Flosi fóru til hesta sinna og riðu í braut. Hann reið
til Holtsvaðs og bíður þar Sigfússona og annarra vina sinna.Ingjaldur bjó að Keldum, bróðir Hróðnýjar móður Höskulds
Njálssonar. Þau voru börn Höskulds hins hvíta Ingjaldssonar
hins sterka Geirfinnssonar hins rauða Sölvasonar
Gunnsteinssonar berserkjabana. Ingjaldur átti Þraslaugu
dóttur Egils Þórðarsonar Freysgoða. Móðir Egils var Þraslaug
dóttir Þorsteins tittlings. Móðir Þraslaugar var Unnur dóttir
Eyvindar karfa, systir Móðólfs hins spaka.Flosi sendi orð Ingjaldi að hann kæmi til móts við hann.
Ingjaldur fór þegar við hinn fimmtánda mann. Þeir voru allir
heimamenn hans. Ingjaldur var mikill maður og styrkur.
Fálátur var hann jafnan heima og hinn hraustasti karlmaður og
fédrengur góður við vini sína.Flosi fagnaði Ingjaldi vel og mælti til hans: "Mikill vandi
er kominn að hendi oss og er nú vant úr að ráða. Bið eg þig
þess mágur að þú skiljist eigi við mitt mál fyrr en yfir
lýkur vandræði þessi."Ingjaldur mælti: "Við vant er eg um kominn fyrir tengdar
sekir við Njál og sonu hans og annarra stórra hluta er hér
hvarfa í milli."Flosi mælti: "Það ætlaði eg þá er eg gifti þér bróðurdóttur mína
að þú hétir mér því að veita mér að hverju máli.""Það er og líkast," segir Ingjaldur, "að eg geri svo en þó vil
eg nú heim ríða fyrst og þaðan til þings."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.