Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 26

Ljósvetninga saga 26 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 26)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
252627

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Síðan kom Hárekur austur til Skegg-Brodda og bar honum kveðju
Þorvarðs og sýndi honum hringinn.Hann svarar: "Spurt hefi eg málaferli þeirra. En það hefi eg
mælt að eg mun þeim veita sem færri eru. En hringurinn mun
dveljast eftir."Síðan komu þau í rekkju hjón.Þá mælti hann: "Gesti eigum við Guðrún."Hún svarar: "Hvert er erindi þeirra?"Hann svarar: "Þorvarður sendi þér hring þenna að þú værir
eigi í móti honum."Hún svarar: "Eigi virði eg hringinn svo mikils að eg virði
þig eigi meira og veit eg að þér er sendur hringurinn til
liðveislu."Hann svarar: "Koma mun eg til þings."Nú fóru sendimenn á brott.Eyjólfur átti sér fóstra. Eyjólfur var hljóður mjög um
veturinn og áhyggjusamur.Og einn morgun kom hann í stofu og mælti: "Dreymt hefir mig í
nótt. Eg þóttist ríða norður Háls og sá eg nautaflokk koma í
móti mér. Þar var í oxi einn mikill, rauður. Hann vildi illa
við mig gera. Þar var og griðungur mannýgur og mart smáneyti.
Þá kom yfir mig þoka mikil og sá eg eigi nautin."Fóstri hans svarar: "Það eru manna fylgjur óvina þinna og oxi
fylgir Þorvarði en griðungur Halli. En það er myrkur kom yfir
þig sé eg eigi fyrir annan enda um mál yður."Eyjólfur bjó mál til og bannaði það engi maður. Þá riðu þeir
og var illfært um fjöll og var fjárfellir mikill.Þorvarður hitti vini sína og mælti: "Mun eigi það ráð að
snerpast við um þingförina? Ef þér viljið mér lið veita þá sé
eg ekki til vænna en að menn fari og hafi tveir saman hest
því að eg veit að Eyjólfur mun fjölmennur."Menn urðu vel við og fékk hann víglegt hundrað manna. Þeir
fóru degi fyrr en Eyjólfur og fóru Öxnadalsheiði og ofan
Norðurárdal og áðu í Svínanesi. Eyjólfur hafði nær þrjú
hundruð manna. Þar voru í för Þóroddur hjálmur og Einar
Þveræingur. Og er hinir riðu úr Svínanesi riðu þeir Eyjólfur
í nesið. Þá varð þeim Þorvarði farartálmi að klyfberaband
brast í sundur og fóru ofan klyfjar.Þorvarður mælti: "Hvað er nú ráð Hrafn frændi?"Hann svarar: "Ekki sé eg annað til en hafa sig undan."Þorvarður svarar: "Er þá drengilega skilist við menn sína? Og
er nú verra en fyrr að hitta Eyjólf og þótt þá væri hlýtt
ráðum þínum þá mun eg nú eigi hlýða þeim."Og voru hinir þá eigi búnir.Einar sá þá og þótti búið til mikils voða og leitaði sér
fangaráðs og reið fram hjá Eyjólfi og mælti: "Sjáið þér
flokkinn þeirra Þorvarðs?"Hann kvaðst sjá "og sýnist mér sem skammt muni verða til
fundar vors."Einar svarar: "Hvar kemur fé það þá er þú hefir heitið
höfðingjum til liðs þér?"Eyjólfur svarar: "Eigi mun nú illa fallið að vér reynum með
oss" og vill fram ríða.Þá brá Einar öxi á söðulgjörðina og gekk Eyjólfur af baki og
varð þá dvöl á eftirreiðinni en þeir Þorvarður riðu undan.Þeir Eyjólfur riðu á Silfrastaði en Þorvarður reið ofan eftir
héraðinu á Miklabæ. Þá reið maður í móti honum.Þorvarður mælti: "Sjá stefnir til vor."Sá mælti: "Hvar er Þorvarður?" sagði hann, "Þorgerður
húsfreyja bauð þér heim."Hann svarar: "Hafa munum vér þar náttverð og ríða síðan til
Vallalaugar svo að vér komum til þingstaðar fyrri."Þorgerður var ekkja og hafði átt hana Halldór bróðir
Þorvarðs.Þá mælti húsfreyja: "Nú hafið þér vel gert og séð híbýli mín.
Nú vil eg fá yður tjöld og viðu og þrjátigi manna og vist."Hann svarar: "Sýnir þú stórmennsku þína en ekki eru
gistingarlaunin. En eigi skulu þeir fara og leggja það í
hættu en annan beina munum vér þiggja."Svo var gert. Þeir tjölduðu ágætt herbergi við þinghelgi til
vægðar við Eyjólf.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.